Kiwanisfréttir - 01.12.2002, Blaðsíða 16

Kiwanisfréttir - 01.12.2002, Blaðsíða 16
16 Er ég las hvatningar skrif fráfarandi umdæmisstjóra í Kiwanisfréttum vegna um- dæmisþingsins á Selfossi, þá fór ég að hugsa um að það gæti verið áhugavert að mæta, þó svo að ég væri ekki fulltrúi Kötlu. Er ég fór yfir dagskrár umræðuhópanna voru báðir áhugaverðir að því er virtist samkvæmt aug- lýstri dagskrá í blaðinu. Ég ræddi málið við konuna sem samþykkti að við yrðum þátt- takendur. Vaknaði ég árla á föstudegi og dreif mig í vinnu kláraði það sem fyrir lá. Keypti mér samloku og var lagður á stað austur yfir Hell- isheiði kl. 12. Var ég nú ákveðinn í því að sækja um- ræðuhóp um hlutverk Kiwan- is í nútíð og framtíð. Er aust- ur kom, hitti ég Kiwanisfélag- ana margir með eldmóð í augum, elfdist þá áhuginn fyrir væntanlegum umræð- um, og stormaði ég því inn í fundarsalinn og fann mér sæti nærri púltinu, ég hafði í huga að leggja orð í belg. Sæmundur Sæmundsson var kynntur sem umræðu- stjóri, mér leyst vel á enda maður með mikla reynslu í okkar málum. Hóf hann mál sitt á því að breyting yrði á dagskrá og málefnið sem má segja að dró mig austur var ýtt út af borðinu 6. lið dag- skrár. „Hvernig ætlum við að standa að því að fá yngra fólk í hreyfinguna“. Hvað var að ske er virkilega ekki áhugi á því að ræða þetta málefni. Hvað með það. Björn Ágúst var á dagskrá ætlað að ræða um fækkun og stækkun svæða. Það gæti verið að hann kæmi inn á málefnið í tali sínu um svæðaskipan því í þeirri um- ræðu hljóta að vera hugleið- ingar um að fá ungt fólk í hreyfinguna. Ekki orð. Lagði ég orð í belg í umræðunni, benti á að fenginni reynslu sem svæðistjóri stórs svæðis, að þá þyrfti einnig að hafa í huga að starfssviði svæðis- stjórna yrði líka að breyta. Þá benti ég einnig á að reynslan hefði kennt mér að besta út- koman fengist þegar hægt væri að fá sem nánasta sam- band með þeim forsetum sem unnið er með. Í umræðunni um K-dag fannst mér niðurstaðan ákveðin af stjórnborðinu. Án nokkurrar könnunar skal haldið áfram að styðja geð- fatlaða. En vitað er að öll þessi umræða okkar á þrigg- ja ára fresti hefur hreyft við ríkisbákninu málefni þeirra til hagsbóta. Því þá ekki að kanna hvort hin ýmsu mál- efni barna þurfa ekki stuðn- ing. Þá kom Ástbjörn fram með endurunnar tillögur um umdæmisþingið, en reynt var að koma slíkum reglum á þinginu í Kópavogi. En þær voru aðeins virkar nema í eitt skipti. Hvort það var af ein- hverjum misskilningi, eða að mönnum þótti betra að hafa tékkaheftið í hendi heldur en reglurnar veit ég ekki. Von- andi lifa þessar reglur lengur. Var þá komið að fundar- stjóra að koma sínu hugðar- efni að en það var styrktar- sjóður umdæmisins. Að vissu leyti þ e t t a hið besta mál, en á að vera klúbbum í s j á l f s v a l sett hvort þeir eru með eða ekki. En ekki að núa þeim um nasir að 16 af þeim skuldi í sjóðinn og þeir geti bara auðveldlega veitt styrk úr styrktarsjóðum sínum til málsins. Málið afgreitt, þetta var ekki á upphaflegri dag- skrá. En það fór alltof langur tími í þetta mál. Er ég síðan spurði hvað um 6. lið dag- skrárinnar, var svarið því miður kallinn minn það er bara engin tími eftir. Hálf svekktur skundaði ég út í bíl og keyrði til Reykja- víkur til þess að sækja kon- una, og síðan austur aftur til þess að vera viðstaddur setn- inguna í kirkjunni. Setningin var að vanda há- tíðleg og notarleg stund, og kvöldið leið við spjall við fé- lagana með notalegum undir- leik Örvars Kristjánssonar. Að morgni laugardags rifj- aði ég upp dagskrá þingsins, sem mér fannst svo eitthvað halelúja legt að ég var á báð- um áttum hvort ég léti nokk- uð sjá mig. En konan hafði ákveðið að fara í draugaferð- ina svo við keyrðum frá sum- arbústaðnum okkar á Selfoss og hún fór í ferðina en ég fór inn og hlustaði á umræðurn- ar um fjármál og fleira. Sá að Valdimari Jörgenssyni væri ætlað að hanga á horriminni næsta starfsár. Vonandi fær hann einhverja aukavinnu handa fjölskyldunni svo að hann geti lagt eitthvað veg- lega í sjóðinn á móti okkur hinum. Þannig að hann geti sinnt starfi sínu með þeim sóma sem ég veit að hann vill gera. Hvenær ætlum við að viðurkenna það, að við get- um ekki haldið svona áfram, að mjólka sjóði þeirra sem taka þessi embætti að sér. Sumir okkar sem eru í Kiwanis eru jafnframt í hreyf- ingum þar sem árgjaldið er um kr. 60.000 til 70.000 og virðast ekki blikka augum við að greiða það. En raun- hæft gjald til þess að reka þessa alþjóða hreyfingu á Ís- landi er okkur ofviða að við- urkenna. Að lokum var haldið loka- hóf þar sem boðið var upp á góðan mat og góða skemmt- un. Öll umgjörð þingsins var Búrfellsmönnum til sóma og eiga þeir hrós skilið fyrir allt sitt starf vegna þingsins. En hvað með umræðuna um ungt fólk í Kiwanis, von- andi á hún upp á pallborðið áður en við þurfum alvarlega að fara að ræða um að styrk- ja kaup á fjarfundabúnaði fyrir dvalarheimili aldraðra með Kiwanis í huga. Með þökk fyrir samver- una þessa daga í september. Hilmar Svavarsson Kötlu Vangaveltur um fram fram fylking á Selfossi Kiwanis eru jafnframt í hreyfingum þar sem árgjaldið er um kr. 60.000 til 70.000 og virðast ekki blikka augum við að greiða það. En raunhæft gjald til þess að reka þessa alþjóða hreyfingu á Íslandi er okkur ofviða að viðurkenna.

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.