Kiwanisfréttir - 01.12.2002, Blaðsíða 17

Kiwanisfréttir - 01.12.2002, Blaðsíða 17
17 Kiwanisklúbburinn Katla gengur nú í gegnum svipaðar hremmingar og aðrir Kiwanisklúbbar í landinu hvað það áhrærir að halda fé- lagafjölda. Erum við nú 36 en tveir ágætis félagar okkar gengu frá borði í upphafi starfsárs eftir sjö ára veru í klúbbnum. Klúbbstarf er samt mjög líflegt, góður fé- lagsandi og mætingar á klúbbfundi frábærar. Katla endaði árið með því að færa Landspítala Háskóla- sjúkrahúsi í Fossvogi átta sjónvarpstæki sem ætluð eru til afnota og afþreyingar fyrir sjúklinga á deild B6. Einn fé- laga Kötlu hefur í tuga ára glímt við sykursýki. Í sumar var hann lagður þarna inn og lá í allmarga daga til rann- sóknar á þessari deild. Þarna var tekinn af honum fótur. Er hann kominn út í lífið aftur sem betur fer hress og sterk- ari sem aldrei fyrr. Sá hann þörfina á þessu og kom með hugmyndina til okkar í enda starfsárs og var hún gripinn á lofti og framkvæmd. Satt best að segja er það nú svo að við sem lifum nánast í allsnægtum erum oft svolítið blindir á það hvar skóinn kreppir og þörf er á stuðn- ingi. Helgi Straumfjörð Kötlufé- lagi frá 1996 tók við forseta- keðjunni á stjórnarskipta- fundi sem félagar efndu nú til með örlitlu uppbroti frá fyrri venjum. Fórum við með kon- ur okkar á Hótel Örk í Hvera- gerði. Einhverjir gistu þar en aðrir fóru til síns heima eftir velheppnaða kvöldstund. Ekki var því samt að heilsa að húsbændur þar á bæ stæðu sig sem skildi því ömu- legri viðurgjörning hef ég aldrei fengið á nokkrum slík- um stað sem þessum. En þarna voru menn komnir til að skemmta sér og var Kiwanisandinn látinn ráða og allir yfirgáfu staðinn með góðu. Sveinn Hallgríms- son frá Vífli, svæðisstjóri Eddu setti menn inn í sín embætti og kvaddi þá sem voru að fara frá. Gerði hann þetta á einstaklega ljúfmann- legan máta svo eftir var tek- ið. Talaði blaðalaust frá hjar- ta sínu til hvers og eins og gaf þeim föðurlegar ráðleggingar í sönnum Kiwanisanda. Nú í upphafi árs rak á fjör- ur okkar heldur betur. Var Kötlu gefin spánýr fatnaður af einhverjum lager. Var þessu komið í hendur kvenna hjá mæðrastyrksnefnd sem tóku þessu fagnandi hönd- um. Voru þetta föt að verð- mæti 1.100.000 kr. Ekki er það nú samt aðalatriðið held- ur hvatinn sá sem að baki lá að muna eftir nafni Kiwanis og tengja hann við hjálpar- starf. Eru Kötlu menn bjartsýnir á áframhaldandi félagsgóð- æri þó ekki hafi blásið sem best og eru tilbúnir til sóknar til fjölgunar félaga á þessu starfsári hvað sem tautar og raular. Í gróðurreitnum okk- ar í Heiðmörk gerðum við til- raun síðasta sumar sem er nýjung hér á landi sem best við vitum. Settum við niður afleggjara af Kötlukyni og er tilhlökkun í mönnum að sjá hvað kemur upp á komandi sumri. Taka skal fram að sér- lega gott útsæði var notað. Við viljum óska öllu Kiwanisfólki velfarnaðar á komandi ári og óskir um gleðilega jólahátíð. f.h.Kötlu, Sigurbergur Baldursson, Fjölmiðla- fulltrúi. Kiwanisklúbburinn Katla Jólatré Kötlufélaga. Frá afhendingu sjónvarpstækjanna. Stjórn Styrktarsjós Kiwan- isumdæmisins Ísland-Fær- eyjar ákvað í lok október að styrkja þrjú verkefni í bæn- um Ceske Budejovice í Tékk- landi, en í þeim bæ urðu mjög mikla skemmdir í flóð- um sem urðu í Evrópu í lok sumars. Beiðni kom frá Evrópu- stjórn til allra umdæma um að styrkja uppbyggingu í þeim löndum sem verst urðu úti í þessum flóðum, Tékk- landi, Þýskalandi og Austur- ríki. Stjórnin ákvað að leggja til 2000 Evrur. Þeim verður skipt í 3 hluta. Einn hluta, sex hundruð Evrur fær íþróttamiðstöð fyrir fatlaða einstaklinga. Stofnun fyrir geðsjúk börn í borginni fær sjö hundruð Evrur. Og að lokum fær einnig sjö hund- ruð Evrur sérstakt barna- heimili fyrir börn sem bæði eru sjónskert og líkamlega fötluð. Peningarnir verða notaðir til að gera við húsin og koma starfsemini af stað aftur. Kiwanisfólk í Tékklandi mun hafa umsjón með þessum gjöfum og sjá til þess að pen- ingarir verðir notaðir til þeirra verkefna sem gefend- ur hafa óskað eftir. Þess má geta að við höfum þegar fengið miklar þakkir frá kiwanisfólkinu í Tékk- landi, og er því hér með kom- ið á framfæri til allra kiwan- isfélaga á Íslandi. Björn Ágúst Sigurjónsson, Formaður stjórnar Styrktarsjóðs umdæmisins. Styrkur vegna flóða í Tékklandi Kötlumenn að færa Mæðrastyrksnefnd fatnaðinn.

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.