Kiwanisfréttir - 01.12.2002, Blaðsíða 18

Kiwanisfréttir - 01.12.2002, Blaðsíða 18
18 „Kiwanisklúbburinn Sól- borg er að hefja sitt 9. starfs- ár hér,, Þetta er ljóðlína úr Sólborgar-rappi sem 4 félagar úr klúbbnum fluttu á Stjórn- arskiptunum 5. september sl. Má segja að við höfum haf- ið þetta 9. starfsár af fullum krafti, kannski ekki eins kröftugt og rappið. Stofnaður var gönguklúbbur og er ætl- unin að ganga saman viku- lega, fór gangan rólega af stað þar sem einungis voru 4 konur sem mættu í fyrstu gönguferðina, en alltaf fer fjölgandi þeim sem mæta. Á stjórnarskiptafundurinn sem haldinn var í Lionssaln- um að Auðbrekku í Kópavogi ásamt félögum okkar í Set- bergi og Hörpu, var mætingin fyrir neðan allar hellur. 3 Kiwanisklúbbar og ekki nema 50 miðar seldir í mat. Vorum við búnar að fá tilboð fyrir 80, töldum að við ættum að ná því þar sem í upphafi voru það 4 klúbbar sem ætl- uðu að vera saman, eins og gert var í fyrra en þá voru við yfir 90 í mat. Til þess að klúb- barnir fengju ekki bakreikn- ing á sig var farið út í það á 11. stundu að skella á happ- drætti. Náðum við að setja saman 7 vinninga og með sölu á happdrættismiðum lenti kostnaðurinn á okkur sem mættu á stjórnarskiptin en ekki klúbbunum, flottur sparnaður það. Stjórnar- skiptin sjálf gengu mjög vel fyrir sig en það var að sjálf- sögðu svæðisstjórinn okkar Reynir Friðþjófsson sem stjórnaði þeim með glæsi- brag naut hann aðstoðar kjörsvæðisstjóra og fleiri góðra manna, skemmtiatriði vorum við með, 2 ungir drengir fluttu nokkur lög, þeir Þorlákur Þór sonur Erlu Maríu forseta og Guðbjartur sonur Emilíu Dóru, og svo rappið eins og áður segir. Þar á eftir var stiginn dans. Var þetta hin mesta skemmtun þó svo að ekki hafi verið fjöl- mennið. Nokkrir fundir hafa verið haldnir og má þar nefna að Umdæmisstjóri Valdimar Jörgensson kom til okkar á fund í lok október og var með honum í för Umdæmis- ritari. Á fundinum þann 14. nóv- ember vorum við með fyrir- lesara að nafni Svali Björg- vinsson. Svali talað um hóp- starf, samvinnu og hvað þarf til að klúbbur, hópur eða hvað sem er þarf til þess að geta unnið saman og náð ár- angri. Hann nefndi 5 hugtök sem þarf að hafa að leiðar- ljósi 1. Einstaklinga, 2. Mark- mið, 3. Þekking, 4. Gildi, 5. Hlutverk. Við veðum að hafa sameiginleg markmið og skilning til þess að ná árangir eða eins og Svali orðaði það, „fá út úr reikningsdæminu 5+5 = 11 en ekki 8 eða 9,,. Eins og við vitum öll þaf að fullnýta fólk, við verðum að hafa sama skilning á því sem við ætlum að gera, við verð- um að muna að hrósa og taka gagnrýni og hafa það að leið- arljósi að gagnrýni er ekki alltaf neikvæð. Einn nýr liður er orðinn fastur á fundardagskrá hjá okkur sem við köllum „SÓL- BORGAR-SVÍNIÐ,, hvað er nú það hugsið þið vafaust núna en það verðið þið bara að sjá þegar þið komið til okkar á fund. Jólaundirbúningurinn er kominn á fullt skrið nú í nóv- ember þar sem við sitjum við slaufugerð á fundum. Eins og undanfarin ár verðum við með sölu á krossum og grein- um í Fjarðarkaupum dagana 20. og 21. desember. Borð- skreytingar verðum við líka með sem við seljum í fyrir- tæki í bænum og víðar en þær verða afhentar kringum 1. sunnudag í aðventu. Blaðafulltrúi er nokkuð sæll með starfið hjá Sólborg. Það voru 10 félagar sem komu til þings, 1 svæðisráðs- fundur var haldinn nú í októ- ber og mættu þar 6 félagar og sama dag voru það 5 félagar sem mættum í afmælishóf El- liða. Að lokum sendum við öll- um kiwanisfélögum og fjöl- skyldum þeirra óskir um gleðileg jól og farsælt nýtt ár, hafið það sem allra best. Dröfn Sveinsdóttir Blaðafulltrúi Sólborgar. Nokkur orð úr starfi Sólborgarkvenna Stjórn Sólborgar 2002 - 2003. Frá stjórnarskiptum, 4. félagar rappa.

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.