Kiwanisfréttir - 01.12.2002, Blaðsíða 19

Kiwanisfréttir - 01.12.2002, Blaðsíða 19
19 Í tilefni að 30 ára afmæli Kiwanisklúbsins Elliða var haldið hóf laugardaginn 26. október í Flugvirkjasal Ís- lands að Borgartúni 22 og mættu um 100 manns, Páll V. Sigurðsson formaður af- mælisnefndar setti hátíðina og var Sæmundur H. Sæ- mundsson veislustjóri. For- seti Elliða Grétar Hannesson ávarpaði veislugesti og rakti sögu klúbbsins. Kiwanisklúbburinn Elliði var stofnaður 23. október 1972 af 38 ungum mönnum í Breiðholti, fyrsti forseti hans var Örn Egilsson og móður- klúbbur Elliða er Kiwanis- klúbburinn Hekla. Einnig hefur Kiwanisklúbburinn Elliði staðið að stofnun þrig- gja klúbba: Kiwanisklúbbsins Jöfra í Árbænum 15. apríl 1975, Kiwanisklúbbsins Vífils í Seljahverfi 23. nóvember 1981 og Kiwanisklúbbsins Höfða í Grafarvogi 17. apríl 1990 Í tilefni 30 ára afmælis Elliða afhentu Grétar Hann- esson og Ágúst Þórarinsson lífsmarkamælir að gjöf til Barnaspítala Hringsins að verðmæti kr.1.200.000.- og veitti því móttöku Gunnar Jó- hannsson fulltrúi frá Barna- spítalanum en með þessu tæki má fylgjast náið með hjartslætti, öndun, súrefnis- mettun og blóðþrýstingi á ör- uggan hátt. Einnig voru félag- ar heiðraðir, 25 ára merki fengu tveir félagar, Árni Arn- þórsson og Ragnar Engil- bertsson, 30 ára merki fengu fimm félagar, Grétar Hannes- son, Ingþór H. Guðnason, Páll Steinar Bjarnason, Sig- mundur Smári Stefánsson og Sæmundur H. Sæmundsson. Ævifélagar voru gerðir þeir Ingþór H. Guðnason og Sæ- mundur H. Sæmundsson. Gullstjörnuna fengu fjórir fé- lagar þeir Grétar Hannesson, Páll V. Sigurðsson, Ragnar Engilbertsson og Sigmundur Tómasson. Nælur fengu eig- inkonur síðustu fimm forseta Anna Sigríður Jensen, Ólöf Waage, Þórhalla Eggertsdótt- ir, Margrét Óskarsdóttir og Birna Ingadóttir. Einnig bárust okkur gjafir og heillaóskir frá kiwanisfé- lögum og þökkum við þann hlýhug. Ýmislegt var gert til skemmtunnar til dæmis kom ungt danspar frá Dansskóla Auðar Haralds, ung og upp- rennandi söngkona Margrét Lára Þórarinsdóttir og söng við undirleik Árna Ísleifsson- ar og að lokum kom Jóhann- es Kristjánsson eftirherma og heillaði veislugesti. Til að geta staðið fyrir öfl- ugum styrktarverkefnum sem þessum hefur klúbbur- inn tekið sér margt fyrir hendur til fjáröflunar, en í dag er eitt aðal fjáröflunar- verkefnið okkar Villibráða- kvöld sem haldin eru í febrú- ar á hverju ári. Þar er boðið upp á, frábæran mat, skemmtiatriði, happdrætti með glæsilegum vinningum og málverkauppboð og kom- ast færri að en vilja. Meðal þeirra sem við höf- um styrkt eru: Barnaspítali Hringsins, Félag krabba- meinssjúkra barna og Íþróttafélagið Ösp, sem er íþróttafélag fatlaðra. Þá höf- um við undanfarin ár gefið öllum börnum í 1. bekk grunnskólanna í Breiðholti reiðhjólahjálma. Einnig höf- um við gefið bókagjafir til þeirra barna í 10. bekk grunnskólanna í Breiðholti sem skara fram úr í móður- málsfræði. Síðast en ekki síst höfum við haft þá ánægju síðastliðin 20 ár að vera með skemmtikvöld einu sinni á ári fyrir vistfólkið á Hrafnistu í Hafnafirði. Einnig hefur klúbbur tekið virkan þátt í sölu á K-lyklinum. Við vorum stoltir Elliðafé- lagar þann 28. apríl 2001 þeg- ar við tókum í notkun fyrstir klúbba í Reykjavík okkar eig- ið félagsheimili að Grensás- veg 8 og í dag erum við með alla fundi þar, við fundum annan hvern mánudag. Svæðisráðsfundur var haldin í húsinu 27. apríl sl. Þann 16. september sl. kom í heim- sókn til okkar á fund, Evr- ópuforsetinn Anne Van Zant- en, frú Annet og eftir ávarp hans afhenti umdæmisstjór- inn Ingþór H. Guðnason hon- um K - lykils plattan að gjöf, einnig afhenti Forseti Elliða Sigmundur Tómasson hon- um fána Elliða. Í Kiwanisklúbbnum Elliða eru 29 félagar í dag. Á tíma- mótum sem þessum þegar lit- ið er yfir það sem gerst hefur á undangengnum árum, í starfi, skemtunum og það sem hefur verið gert varð- andi styrktarverkefni, erum við stoltir og ánægðir Elliða- félagar sem horfum björtum augum fram á veginn. Með Kiwaniskveðju Skæringur M. Baldursson Blaðafultrúi Elliða Kiwanisklúbburinn Elliði 30 ára

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.