Kiwanisfréttir - 01.04.2003, Blaðsíða 4

Kiwanisfréttir - 01.04.2003, Blaðsíða 4
Jólafundur Kiwanisklúbbs- ins Eldborgar var haldinn þann 1.12.2002. Mættir voru 18 félagar og 27 gestir. Fund- urinn hófst með því að for- seti okkar Guðjón Guðnason bauð gesti og heiðursgest velkominn á þennan 1.033 fund sem var jólafundurinn okkar. Heiðursgestur okkar var Séra Bragi J. Ingibergsson og kona hans. Hann var áður prestur á Siglufirði. Ekkjur látinna félaga voru einnig á þessum fundir. Fyrrverandi félagi okkar Elvar Borg og frú voru með okkur þetta kvöld og spilaði hann fyrir okkur nokkur jólalög undir söng okkar. Forseti veitti formanni mæðrastyrksnefndar 150.000 þúsund krónur ávísun og þakkaði Erna Matthíasson fyrir hönd nefndar og skjól- stæðinga. Einnig var veittur styrkur að upphæð 100.000 kr. til styrktar sambýli í Hafnafirði. Presturinn flutti óskaplega fallega jólahugvekju, sem var um hann sjálfan þegar hann var ungur drengur á jóla- föstu. Fundi var síðan slitið klukkan 22:00 um kvöldið og létu félagar vel af þessum jólafundi sem er árlega ásamt ekkjum. Ritari Eldborgar Magnús P. Sigurðsson 4 Jólafundur Eldborgar Forseti afhendir formanni mæðrastyrksnefndar Hafnarfjarðar 150.000 kr. Almennur fundur var hald- inn á Sólvangi í boði forstjóra Sólvangs, Sveins Guðbjart- sonar þann 12.02.2003. Mættir voru 21 félagar og 3 gestir sem allir sækjast eftir inngöngu í klúbbinn. Sveinn, sem einnig er Eld- borgar félagi fór yfir bygging- ar sögu Sólvangs og breyting- ar sem hefðu verið gerðar á þeim 21 ári sem hann hefur starfað sem forstjóri Sól- vangs. Eldborgar félagar reiddu fram 1 milljón króna til bóka- safns Sólvangs og voru Eld- borgarmenn að afhenta gjafa- skjöld í því sambandi. Hér fylgja nokkrar myndir frá kvöldboði forstjóra Sól- vangs. Talið frá vinstri: Sigurbergur Sveinsson, Sigurjón Stef- ánsson, Magnús P. Sigurðsson ritari, Guðjón Guðna- son forseti og Guðmundur Óli Ólafsson féhirðir. Almennur fundur haldinn á Sólvangi

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.