Kiwanisfréttir - 01.04.2003, Blaðsíða 6

Kiwanisfréttir - 01.04.2003, Blaðsíða 6
6 Kæru kiwanisfélagar Starfið hjá okkur í Öskju hefur verið með svipuðu sniði og undanfarin ár. Ekki hefur okkur tekist að fjölga í klúbbnum þetta árið enn erum þó vongóðir að það tak- ist á næsta starfsári. 2 félagar eru frá Bakkafirði og 13. mars síðastliðinn héldum við fund þar og er stefnt á að halda fund þar einu sinni á hverju starfsári. Í vetur hefur klúbburinn gefið rausnarleg- ar gjafir. Félagsmiðstöð Vopnafjarðarskóla var gefin fartölva að verðmæti 220.000 kr. félagsheimilinu Mikla- garði var gefin 253.000 kr. til að kaupa á hljóðkerfi fyrir leiksvið, björgunarsveitin fékk styrk upp á krónur 50.000 kr. leikskólinn Brekkubær fékk 70.000 kr. til kaupa á hjóli og sessum og svo fékk ný stofnað skátafé- lag 20.000 kr. til að geta byrj- að starfsemi. Gjafirnar hafa verið afhentar með viðhöfn svo bæjarbúar taki eftir því hvað við erum að gera, m.a fóru 5 félagar og heimsóttu félagsmiðstöðina og hittu þar krakkana og sögðu út á hvað kiwanisstarfið gengi, svo var hljóðkerfið afhent á þorra- blóti Vopnfirðinga þar sem voru saman komnir 250 manns þannig að vel hefur verið tekið eftir okkur, öðr- um hefur veri boðið á fund til að taka við gjöfum. Í sumar munu félagar hreinsa og snyrta kirkjugarðinn eins og var gert síðastliðið sumar og er það liður í því að styrkja félagasjóð svo halda megi niðri félagagjöldum og hefur þetta mælst vel fyrir. Kiwanisklúbburinn Askja óskar öllum félögum gleði- legra páska og gleðilegs sum- ar og þakkar fyrir samstarfið í vetur. Kiwanisklúbburinn Askja Yfirstandandi starfsár Helgafells hófst með áfalli. Árshátíð klúbbsins og stjórn- arskiptafund, sem halda átti 5. október 2002, varð að blása af vegna ónógrar þátt- töku. Stjórnarskiptum var þar með frestað til næsta fundar í dagskrá og fóru þau þá fram með hefðbundnum hætti. Í kjölfar þeirra hremm- inga, sem frestun stjórna- skiptanna var, settu menn á laggirnar 4 manna nefnd til að skoða klúbbstarfið og gera tillögur til úrbóta. Nefndin lagði í mikla vinnu og skilaði af sér vandaðri skýrslu í byrjun febrúar. Skýrslan er nú mjög til skoð- unar bæði hjá stjórn og á fé- lagsfundum og mun vafalítið verða starfinu lyftistöng. Svo virðist annars sem þetta áfall hafi vakið félaga af einskonar dvala og þjappað þeim saman, því þátttaka í starfi, á fundum og öðrum samkomum klúbbsins hefur síðan verið aldeilis ágæt. Helstu uppákomur í starf- inu til þessa, auk reglulegra funda, eru annir desember- mánaðar. Þær hefjast með pökkun jólasælgætis og sölu þess, sem gekk vonum fram- ar í vetur. Skreyting félags- húss og elliheimilis eru og fastir liðir, sem og heimsókn- ir félaga á bæði sjúkrahús og elliheimili á aðfangadag. Jólafundirnir okkar hafa gegnum tíðina verið glæsileg- ir, en eftir að félagar Kiwan- is og Sinawik slógu saman jólafundum sínum í einn, þá nær orðið glæsilegt tæpast að lýsa herlegheitunum. Á nýju ári ber Þorrablótið hæst en það sóttu 155 manns. Tómstundastarf félaga hef- ur sjaldan verið blómlegra en í vetur. Þar ber snókerinn hæst og alla mánuði frá sept- ember og fram í apríl keppa menn á aðskiljanlegustu mót- um. Sum mótin eru eingöngu ætluð Kiwanisfélögum en önnur einnig opin félögum annarra klúbba, s.s. Akoges og Oddfellow, og þá gjarna keppt innbyrðis milli klúb- banna. Og við ætlum að læra af áminningunni frá í fyrrahaust og halda áfram að vera stór klúbbur með öflugt starf. Til marks þar um þá eru nú fjór- ir nýir félagar hjá okkur í „að- lögun“ og munu vonandi allir sjá ástæðu til þess að gerast fullgildir félagar á fjölmennri árshátíð og stjórnarskipta- fundi í október í haust. Bestu kveðjur Kiwanisklúbburinn Helgafell Af starfi Kiwanisklúbbsins Helgafells

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.