Kiwanisfréttir - 01.04.2003, Blaðsíða 16

Kiwanisfréttir - 01.04.2003, Blaðsíða 16
16 Kiwanisklúbburinn Brú á Keflavíkurflugvelli átti 30 ára afmæli 7. febrúar síðastliðinn. Við minntumst þessara tíma- móta á kvöldfundi 20. febrúar. Auk félaga mættu þar Reynir Þór Friðþjófsson svæðisstjóri og fulltrúar flestra klúbba á Ægissvæði ásamt mökum margra. Fyrir hönd klúbbsins vil ég þakka fjölmargar árnað- aróskir viðstaddra og fjar- staddra og gjafir færðar klúbbnum í tilefni afmælisins. Margar ræður voru fluttar til heiðurs afmælisbarninu. Samstaða og vinskapur ein- kenndu kvöldið og hvatning- arorð ræðumanna blésu okk- ur byr í brjóst, svo að nú höld- um við ótrauð enn fram á veg. Stofnun klúbbsins má rekja til þess, að hópur manna hafði rætt það sín á milli, að ís- lenskir og bandarískir starfs- menn Varnarliðsins á Kefla- víkurflugvelli þyrftu að geta hittst í næði þrátt fyr fyrir menningarmun sín á milli, rætt málin og jafnvel leyst þau áður en til vandræða kæmi. Þessi hópur lagði til að stofnaður væri klúbbur, sem sameinaði menn í félagsskap og skilningi á högum hvers annars auk þess að geta þjón- að samfélaginu á ýmsan hátt. Til að ná þessum markmiðum varð Kiwanishreyfingin fyrir valinu. Ýmsir komu við sögu s.s. Páll H. Pálsson, þá fráfarandi forseti Evrópusambands Kiwanishreyfingarinnar, en ekki síður Eldborgarmennirn- ir Hermann Þórðarson, þáver- andi forseti, Rúnar Guð- mundsson, skrifstofustjóri hjá Verkfræðideild VL og Sveinn Guðbjartsson, þáver- andi svæðisstjóri auk Guð- mundar Óla Ólafssonar. Klúbburinn var svo stofn- aður 7. febrúar 1973 af móð- urklúbbunum Eldborg, Heklu og Augsburg í Þýskalandi. Hann hefur alla tíð verið fjöl- þjóðlegur, en aðallega haft innanborðs íslenska og bandaríska starfsmenn Varn- arliðsins. Tveir félagar hafa verið með frá upphafi, þeir Ásgeir Ásgeirsson og Þor- grímur Halldórsson, sem hafa verið heiðraðir fyrir störf sín þessi 30 ár auk þess að hafa fengið Hixsonorðuna. Næst- ur þeim að félagsaldri er Ge- orge Stroebel, sem hefur ver- ið félagi frá 1975 og verið heiðraður fyrir störf sín í 25 ár. Nafn klúbbsins varð til, er Bandaríkjamaður einn spurði, hvað umferðarskilti, sem hann hafði séð, merkti. Hug- ljómun manna þarna leiddi til þeirrar ákvörðunar að Brú skyldi barnið heita, brú á milli ólíkra þjóða og menningar- hópa og samstarfsmanna. Úr þessum hugleiðingum og stöf- unum BRU kom þá slagorð klúbbsins „Build Richer Und- erstanding“. Það hefur svo farið eftir sem menn ætluðu í upphafi að félagsskapurinn hefur myndað persónuleg tengsl á milli félaganna, sem leiðir þá til betri samskipta milli ólikra hópa og embætta á vellinum og utan hans. Fyrirlestrar um margvísleg málefni hafa kom- ið af stað umræðu og víkkað sýn. Styrktarverkefni hafa hjálpað mörgum um víða ver- öld og veitt félögunum ánægju og lífsfyllingu. Und- anfarin tæp tólf ár hefur klúbburinn svo notið þess að hafa haft konur sem félaga - fyrsti og eini blandaði klúbb- urinn innan Ægissvæðis. Samstarf við aðra klúbba er ekki síst til að ná settum markmiðum. Að hugsa út fyr- ir girðinguna sína hefur reynst mörgum manninum hollt. Verkefni á milli klúbba, svæðisverkefni, landsverk- efni eða heimsverkefni sam- eina fólk og brjóta múra - bæta sumsé heiminn og þá kannski okkur líka. Styrktarverkefnin have ver- ið af ýmsu tagi þessi þrjátíu ár. Örfá ætla ég að minnast á. 1. Fyrst eftir stofnun klúbbs- ins fóru félagar til Vest- mannaeyja og mokuðu þar af húsþökum ösku og vikri, sem komið hafði með eldgosinu í Heimaey. Þeir settu svo ösku ásamt myndum frá eynni í poka, sem seldir voru með mikl- um ágóða, USD 17,000, sem fór svo til hjálpar- starfs vegna eldgossins. 2. Fósturbörn, uþb samtals 9 líklega, hafa verið styrkt í Asíu, Afríku og Ameríku. Þessi styrkur hefur gert þeim kleift að stunda skólagöngu, sem er for- senda aukins velfarnaðar. Núna styrkjum við stúlku í Dóminíska lýðveldinu. 3. Skólastyrkir til nem- enda,sem eru að útskrif- ast úr framhaldsskólanum hér á vellinum og styrkir til alls konar æskulýðs- starfsemi. 4. Útdeiling reiðhjólahjálma til barna. 5. Jólasælgætispökkun með Eldeyingum og útdeiling til sjúkra og fatlaðra. 6. Við höfum tekið þátt í K- dagssöfnun umdæmisins að drjúgum hluta í sam- vinnu við Keilismenn. 7. Joðverkefni KI hefur verið styrkt og ýmis verkefni á vegum KIF. 8. Ég hlýt svo að nefna eitt merkasta verkefni svæðis- ins síðustu árin amk, en það er útgáfa Lífsvísis, sem inniheldur leiðbein- ingar til að sporna gegn sjálfsvígum. Honum hef- ur nú verið dreift um allt Ægissvæðið. Við sjáum það fyrir okkur að Lífsvís- inum verði síðar dreift um land allt. Þýðing hans á ensku hefur verið rædd og þá kæmi mér ekki á óvart að hliðstæðu Lífsvísins mætti sjá dreift um allan heim með aðstoð KI. Þeir Gylfi Ingvarsson í Hraun- borg og Guðbjartur Greipsson í Brú hafa í samráði við landlæknis- embættið og í samvinnu við Svæðisstjóra Ægis- svæðis, Reyni Þór Frið- þjófsson, verið „primus motorar“ í þessu verkefni. Eiga þeir mikið lof skilið! Varla styrktarverkefni, en svolítinn þátt áttum við í að „brú milli heimsálfa“ var sett yfir Haugsvörðugjá við Sand- vík á Reykjanesi, þar sem jarðskorpuflekar Ameríku og Evrópu mætast. Afar viðeig- andi! Fjár til styrktarverkefna hefur lengi verið aflað með sölu jólakorta með myndum eftir Halldór Pétursson af ís- lensku jólasveinunum. Með þessum sívinsælu kortum fyl- gja skýringar á sveinunum og fjölskyldu þeirra auk kynning- ar á listamanninum. Nokkur undanfarin ár höfum við ein- nig selt með góðum árangri litlar styttur af jólasveinunum og þeirra nánustu. Aðaltekju- lindin er svo vorballið okkar. Frá 1992 hefur þema ballsins verið „Country & Western“. Þá er boðið upp á glóðmeti að amrískum hætti og dansað við undirleik hljómsveitar, sem framreiðir kántrílög af miklum móð fram eftir kvöldi. Áhugafólk um línudans hefur sett svip á samkomuna og hópar sýnt, hvað þeir hafa verið að æfa. Þessi „kántrí- böll“ hafa verið vel sótt af Kiwanisfélögum innan og utan Ægissvæðis og ofast ver- ið fullt hús. Í vor verður ball- ið haldið laugardaginn 17. maí í Þriggja Fána Klúbbnum, sem flestir þekkja sem Offisera- klúbbinn. Tilvalið að slaka á eftir Alþingiskosningarnar og bregða undir sig betri fætin- um í kántrí! Við sendum á næstunni til klúbbanna nánari lýsingu á væntanlegri sam- komu. Svona til undirbúnings þykir mér þó rétt að nefna það hér, að vegna aðgangs- reglna Varnarliðsins verðum við að fá í hendur nöfn og kennitölur ballgesta þremur vikum fyrir ballið. Það er reyndar auðvelt og til ýmissa nota, að hver klúbbur eigi lista á tölvutæku formi með þessum upplýsingum um fé- laga og maka þeirra auk net- fanga. Félögum hefur farið fækk- andi undanfarin ár. Til að snúa þeirri þróun við og til að bæta starf klúbbsins, ætlum við að átta okkur betur á stöð- unni og móta svo stefnu klúbbsins til næstu ára. Væntanlega getum við not- fært okkur eitthvað af þeim hugmyndum, sem fram komu á ráðstefnu umdæmisstjórnar og stefnumótunarnefndar um- dæmisins 8. mars. Fundir Brúar eru nú oftast 1. og 3. fimmtudag hvers mán- aðar kl. 12:00 í Þriggja Fána Klúbbnum. Þeir, sem áhuga hafa á að koma á fund hjá okkur, geta byrjað t.d. á því að hringja í einhvern félaga í Brú og fá hjá honum allar nauð- synlegar upplýsingar. Verið velkomin! Ég vil að lokum þakka fyrir gott samstarf og viðmót auð- sýnt Kiwanisklúbbnum Brú og félögum hans. Við hlökk- um til framhaldsins! Tómas B. Ólafsson, Forseti Brúar. Kiwanisklúbburinn Brú á Keflavíkurflugvelli

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.