Kiwanisfréttir - 01.04.2003, Blaðsíða 18

Kiwanisfréttir - 01.04.2003, Blaðsíða 18
18 Þorrablót Jörfa var haldið laugardaginn 22. Þorra, eða 15. febrúar 2003. Að blóti var stefnt á bökkum Ölfusár, þar sem bóndadóttirin Jóra tyllti niður fæti á leið sinni frá hestaatinu í Kaldaðarnesi upp í Grafning þar sem hún gerðist hið versta flagð. Sökum lítillar liðveislu skorti silfur til endurgjalds fyrir greiðann. Var trúnaði við Þorra brugðið og ákveðið að blóta ekki. Vetur konung- ur hefur sjálfur brugðist og látið rigna sleitulítið með hvassviðrum allan veturinn og því ekki sár svik þótt hon- um væri goldið líku. Þorri brást illur við og lýsti vanþóknun sinni á skorti á þegnskap, belgdi sig mikinn og blés með fárviðri að mati veðurvita. Römm er forneskjan. Galdramenn að vestan sáu að til landauðnar og hneisu horfði og boðuðu til blóts í Ásbúð. Æsirnir Hafsteinn Vestfirðingur og freyja hans Kristjana á landnámsjörðinni Hofsstöðum gerðu heimili sitt að blóthofi þessa kvöld- stund. Þar var Þorri blótaður með gnægð af gömlum mat úr Jörfabúrinu Nóatúni. Eigi mun upplýst hvort maturinn var heilsuskæður, en harð- fiskurinn var ekki Vestfirsk- ur, enda upprunninn úr röng- um sjó. Blótmenn drukku görótta drykki, hver að eigin smekk og þoli. Það varð til mikillar heilsubótar og anda- giftar. Kom þar blótinu að flutt voru í bundnu máli blíðuhót þeirra Davíðs konungs lamb- skolls og Imbu innar lagð- prúðu. Var gerður góður róm- ur að. Mun vandséð hvort fer til Valhallar að loknum víga- ferlum á vori aðsteðjandi. Þegar lækkaði í matartrog- unum, elnaði mönnum drykkjan. Þorri horfði með velþóknun á fallna stríðs- menn og hafði hægt um sig meðan vígamóðir Jörfamenn leituðu síns heima. Í Íslendingabók verður fært að 29 vaskir menn og konur hafi storkað forlögun- um í nafni Kiwanisklúbbsins Jörfa. Upphaflega var ætlunin að halda blótið fyrir austan fjall, en hætt við á síðustu stundu og stóð jafnvel til að hætta við þorrablótið í ár. Að því tilefni orti ritari vor ljóðið hér til hliðar Lýkur hér að segja frá forn- um siðvenjum Jörfunga. Þetta er frásögn ritarans okkar í Jörfa og gefur smá hugmynd um það hvað ritari getur lífgað upp á fundar- gerðirnar og gert þær áheyri- legri fyrir vikið. Ég hef hér að framan stikl- að á stóru í starfinu svona rétt til fróðleiks en við í Jörfa höfum verið að reyna að fjöl- ga félögum reynt að fara ýmsar leiðir í þeim efnum en ekki orðið ágengt og finnst undirrituðum rétt að kanna það hvort ekki sé tími til að sameina klúbba hér á Reykja- víkursvæðinu, því vitað er að sumir eru mjög fámennir og starfið eftir því. Reykjavík í mars 2003 Guðmundur Helgi Guðjónsson Blaðafulltrúi Jörfa Fréttayfirlit frá starfi Jörfa 2002-2003 Brúnirnar sigu og brá fyrir glampa í augum, er Bragi frétti að hætta ætti við blótið og bálvondur greipan glóandi símatólið Hvað er að gerast, hvað er að þessum draugum Hafsteinn! hvæstan hvað á að gera við dótið Hvar á að éta, hvar á að drekka og hver á að reka upp gólið. Hafsteini brá ekki hót við að hlusta á’ann skammast Við höldum þá blótið hérna í Garðabænum Í Hofsstaðalandinu góða hér suður með sænum Kallað’á Jóhannes láttu hann hlunkast og hlammast og hendast í Nóatúnsbúðina í einum grænum og hlaða í bílinn sinn sviðum og hrútspungum vænum Svona fór það, þannig varð þett´a að vera Þorrablótið var haldið og þarna var drukkið og etið Og þannig fer, því Jörfamenn fara ekki fetið Það mála er sannast að mönnum er hollast að gera magnaða veislu með hákarl og harðfisk og kviðsviðaketið. Og háma í sig, drekka og spjalla á meðan að veislu er setið Ég hafði mig heimleiðis meira en mettur og saddur Matgræðgin hafði í veislunni tekið öll völd. Með trésmiðum eru mér búin þau maklegu málagjöld Hafsteinn og Kristjana og hópurinn sem þarna var staddur hafði þökk fyrir ánægjustundanna fjöld og þökk fyrir matinn og afar skemmtilegt kvöld 28. september voru stjórn- arskipti í Jörfa og tók þá við sem forseti Guðjón Kr. Bene- diktsson. Jörfafélagar eru búnir að setja upp stefnumótun til næstu fimm ára og var hún samþykkt á félagsfundi 2. desember s.l. Afrit af stefnu- mótuninni var sent umdæm- isritara. Jörfafélagar eru mjög stolt- ir af því að bæði umdæmis- stjóri og umdæmisritari eru félagar í Jörfa. Dagskrá okkar í vetur hef- ur verið með hefðbundnu sniði að öðru leyti en því að við höfum lagt meiri áherslu á fræðslu í klúbbnum, og reynt að gera átak í því að fjölga í klúbbnum og að fara aðrar leiðir í þeim efnum. Þann 18.nóvember vorum við með unglinga og fjöl- skyldufund og tvo fyrirles- ara. Þeir voru Páll Steingríms- son kvikmyndagerðamaður og Haraldur Finnsson skóla- stjóri Réttarholtsskóla. Tókst þessi fundur með afburðum vel og var mjög ánægjulegt að sjá hve ungdómurinn hafði gaman af því að kynn- ast starfi Jörfa og er það víst að Jörfi mun halda svona unglinga og fjölskyldufund að minnsta einu sinni á ári. Jólafundur Jörfa var hald- inn 13. desember og var vel sóttur. Jörfafélagar seldu sælgæti, hangikjöt og fl. til eflingar styrktarsjóði, þá gáfum við eins og venjulega 10 matar- körfur til bágstaddra fjöl- skyldna í Árbæjarhverfi í samvinu við sóknarprestinn í Árbæjarkirkju og með stuðn- ingi Nóatúns Rofabæ. 6. janúar var félagsmála- fundur og fluttu allir nefndar- formenn skýrslu sína og kom þar fram að nefndir í Jörfa starfa vel. 2. febrúar var félagsmála- fundur og var fræðslunefnd- inni boðið á fundinn til að skerpa á kunnáttu Jörfafé- laga bæði vegna nefndastarfa og fundarskapa og var fræðslunefndinni þakkað vel fyrir góða kennslu og upprifj- un á ýmsum félagsmálastörf- um. Jörfafélagar seldu blóm eins og venjulega fyrir konu- daginn og gekk það mjög vel, en þetta er ein af aðal fjáröfl- unarleiðum klúbbsins. Hald- ið var þorrablót þann 15. febrúar og skemmtu menn sér konunglega og finnst blaðafulltrúa rétt að láta fylg- ja hér með það sem ritarinn okkar Sigursteinn Hjartarson skrifaði niður eftir þorrablót- ið en hann er afar fær að stíl- færa fundargerðir klúbbsins þannig að eftir er tekið. Meðal Ása @ Ásbúð í Görðum Þorrablót

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.