Kiwanisfréttir - 01.04.2003, Blaðsíða 19

Kiwanisfréttir - 01.04.2003, Blaðsíða 19
Evrópuskrifstofan í Gent er rekin og kostuð af Kiwan- is International og sér um þjónustu við kiwanisklúbba í Evrópu, en jafnframt um þjónustu við umdæmin. Einnig fer þar fram mikil vinna vegna klúbba sem eru utan umdæma í Evrópu Afr- íku og Asíu . Þetta höfum við margsinnis heyrt og það var þetta sem við vissum þegar við sem aðilar að fræðslu- nefnd fengum boð um að sækja ráðstefnu í janúar síð- astliðnum. Þarna fer fram fræðsla fyrir kiwanisfélaga sem eru að taka við embætt- um í klúbbum í Evrópu. Það er td. umdæmisstjórn- arfólk ásamt aðilum sem sjá um fræðslu í hverju umdæmi fyrir sig einnig var þarna fólk frá klúbbum utan umdæma sem sjá um fræðslu í þeim og á sínum svæðum. Það er óhætt að segja að það hafi verið tekið vel á móti okkur og var ráðstefnan vel lukkuð og í alla staði hin ánægjuleg- asta og mun án efa eiga eftir að skila okkur betra starfi í fræðslunefndinni. Þarna voru kynntar nýjar fræðslubækur fyrir embætt- ismenn en það er einmitt eitt af verkefnum skrifstofunnar, nú er komin ný útgáfa á eins bókum fyrir alla kiwanis- klúbba í Evrópu og í stað bóka fyrir hvert embætti eins og svæðisstjóra , forseta, rit- ara og féhirða er nú ein bók fyrir öll embættin. Það kom verulega á óvart hversu mikil og víðtæk starf- semi skrifstofunar er í raun- inni, þar eru töluð um 12 tungumál og starfsfólkið vinnur markvist að því að breiða út hreyfinguna, þjón- usta og veita alla þá aðstoð við nýja klúbba og þá sem eru ekki innan umdæma t.d. sjá um fræðslu og þing fyrir þá. Fleira er þarna gert svo sem Útgáfa á kiwanisblað- inu. The European Kiwanis og er það þýtt á sjö tungu- málum þar á meðal íslensku. Skipuleggja Evrópuþing en það er mikill heiður fyrir hreyfinguna á Íslandi að næsti Evrópuforseti er Ást- björn Egilsson. Nú er framundan skipulagning á sameiginlegu verkefni Kiwanishreyfingarinnar í Evrópu og verður það kynnt betur á næstunni. Þetta verk- efni er líka í höndum þeirra í Gent. Þau gjöld sem klúbbar í Evrópu og þar á meðal Ísland greiða til Evrópuskrifstof- unnar í Gent eru til þess að standa undir þessum rekstri og eftir að hafa verið þarna og séð hve miklu er áorkað teljum við að þessum fjár- munum sé vel varið. Það ætti að vera okkur ánægja að hafa þessa skrifstofu í Gent því augljóslega er það auðveld- ara að hafa samskipti við þá heldur en að sækja þjónustu til Bandaríkjanna . Það fólk sem þarna starfar er mjög al- úðlegt og tilbúið að leysa hvers manns vanda svo við ættum ekki að hika við að leita til þeirra ef einhverjar spurningar vakna og eins og Anne Marie sem er í forsvari þarna sagði þá væri alvega sama hvort það væru lítil eða stór mál bara að hafa sam- band. Við hvetjum alla kiwanisfélaga að skoða heimasíðu skrifstofunnar í Gent en netfangið þeirra er www.kiwanis-europe.org Að lokum viljum við hvetja alla kiwanisfélaga að taka höndum saman og efla hreyf- inguna. Það gerum við með jákvæðu hugarfari og sam- starfsvilja ekki bara innan okkar umdæmis heldur líka í samstarfi eins og t.d. væntan- legu Evrópuverkefni f.h. fræðslunefndar Ingibjörg Gunnarsdóttir Oddný Ríkharðsdóttir 19 Víkkum sjóndeildarhringinn Starfsemi klúbbsins hefur gengið vel frá síðustu grein. Nokkrir gestir hafa verið með okkur á fundum í vetur. Farið var á Þorrablót til Kiwanisklúbbanna Hrólfs Dalvík og Súlna Ólafsfirði sem haldið var á Dalvík. Bragi Guðmundsson dós- ent við kennaradeild Háskól- ans á Akureyri var fyrirlesari á fundi hjá okkur 18. febrúar sl. Fjallaði hann um mannlíf og náttúrulíf í Eyjafirði út frá bók sem hann ritstýrði og heitir Líf í Eyjafirði. Var þetta bæði fræðandi og skemmtilegt. Mikið hefur verið að gera hjá okkur Emblunum síðustu vikurnar. Höfum við verið við ýmissa vinnu á þriðju- dags og fimmtudagskvöldum hjá Akureyrardeild Rauða kross Íslands við að undirbúa komu flóttafólks frá fyrrum Júgóslavíu. Nú höfum við tekið að okkur að sjá um að standsetja eina íbúð fyrir fjögurra manna fjölskyldu „fjölskylduna okkar“ eins við köllum hana. Þetta hefur tekið hug okk- ar allan og verður svo fram undir mánaðamót. Eftir þetta ævintýri verð- um við að fara að snúa okkur að okkar fólki. Framundan er sameiginlegur súpufundur með Kiwanisklúbbnum Kald- bak. Í lok apríl munum við svo heimsækja pabba okkar í Ólafsfirði en það er árlegur viðburður að klúbbarnir sækja hvorn annan heim. Áætluð er svæðisráðsstefna í Grímsey í apríl. Í maí verður svo árleg hjálmaafhending sem er sam- eiginlegt verkefni okkar og Kiwanisklúbbsins Kaldbaks á Akureyri. Endum við svo veturinn með aðalfundi í maí. Frá okkur er því allt gott að frétta eins og þið sjáið og við brosum allan hringinn þessa dagana. Með bestu kveðju úr sumrinu að norðan. Emblufélagar Nýjasta nýtt frá Emblunum á Akyreyri Munið eftir Umdæmisþinginu sem haldið verður í Kiwanishúsinu í Reykjavík daga 29. til 31. ágúst 2003

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.