Kiwanisfréttir - 01.08.2003, Blaðsíða 2

Kiwanisfréttir - 01.08.2003, Blaðsíða 2
Eitt af því sem fylgir starfi umdæmisstjóra er þátttaka í fundum og þingum erlendis. Í vor sótti ég ásamt fleirum Evrópuþing í Ceský Krumlov í Tékklandi. Í ferðina til Tekklands fór 51 Íslendingur, kiwanisfélagar frá 12 klúbbum og makar þeirra. Evrópuþingið var mjög gagnlegt, þar var samþykkt framkvæmd sameiginlegs styrktarverkefni okkar Evr- ópubúa um aðstoð við mennt- un barna í Austur Evrópu. Við erum að undirbúa okkar þátt- töku í þessu verkefni sem við kynnum nánar í haust. Einnig voru samþykkt ný lög fyrir Evrópusamband Kiwanis. Í ferð okkar um Tékkland heimsóttum við barnaheimili í Ceské Budéjovice, á þessu barnaheimili eru um 30 börn á aldrinum 2-5 ára, mörg þeirra eiga við málhelti að stríða. Þetta barnaheimili varð fyrir miklum skemmdum í flóðun- um í fyrrasumar, við höfðum sent þeim peninga úr Styrkt- arsjóði Umdæmisins til end- urbyggingar. Móttökurnar sem við fengum hjá börnun- um og starfsfólkinu voru al- veg frábærar til dæmis fór einn drengur með ljóð sem hann hafði æft í tilefni komu okkar. Að skilnaði fengu börnin pakka sem við höfðum komið með að heiman. Þeg- ar ég kom heim beið mín þakkarbréf og myndir frá starfsfólkinu. Þarna sýndum við sannan kiwanis anda í verki og lögðum okkar lóð á vogarskálina til markmiðs okkar „ Þjónum börnum heimsins“. Á þinginu afhentum við Pólska umdæminu Umdæm- isstjórakeðju, sem er gjöf frá umdæminu okkar til þeirra, en Pólland er nýjasta um- dæmið í Evrópu. Síðar í ferðinni hittum við Við erum hlekkur í alþjóðlegri keðju. Þetta er þriðja fréttablað okkar sem kemur út á starfs- árinu og jafnframt það ní- unda sem ritstjóri hefur stýrt og erum við í ritstjórninni ánægð með hvernig til hefur tekist á undanförnum árum. Kiwanisfréttir voru settar inn á Internetið í fyrsta skipti á starfsárinu 2000-2001. Þetta var nýung sem reynd var og hefur gefist vel og hafa öll blöð á síðustu þremur starfs- árum verið sett inn á vefinn. Vil ég sérstaklega þakka þeim Sigurbergi Baldurssyni og Gesti Halldórssyni fyrir mikla og óeigingjarna vinnu við að koma Kiwanisfréttum inn á heimasíðnuna. Hafið bestu þökk fyrir. Uppi hafa verið vangavelt- ur um hvort hætta eigi útgáfu Kiwanisfrétta og gefa jafnvel út kálf sem myndi fylgja Morgunblaðinu, með ein- hverju ákveðnu millibili. Ég hef hugsað þetta frá þó nokkrum mörgum sjónar- hornum. Ég held að þetta sé hugmynd sem við ættum að reyna að einhverju leyti. Ég teldi að við ættum að gefa út jóla- og þingblað eins og hingað til, en að prufa að hafa eitt blað í kringum páska sem myndi fylgja Morgunblaðinu sem kálfur. Þarna myndi blaðið ná til allra landsmanna og lands- menn gætu þá lesið hvað við værum að gera, en það yrði að passa upp á að blaðið yrði eingöngu kynningarblað, en ekki blað um innra starf klúbbana og fjármálin. Ég held að við ættum að prufa þetta, en ekki nema með góð- um fyrirvara og vera búin að hnýta alla lausa enda áður en haldið yrði af stað og vanda til verksins. Því oft er betur heima setið en af stað farið. En nú er komið að leiðar- lokum. Nýr kafteinn hefur verið ráðinn í brúnna og er það vel. Það er ekki gott að festast í sama farinu - við verðum að fá ný sjónarhorn og ferskleika annars verður blaðið alltaf eins. Þegar ég lít yfir þessi 3 síðustu starfsár er margt að minnast. Stundum hefur verið erfitt að kríja út greinar frá klúbbum og hefur eftirrekstur oft á tíðum verði mikill en allt hefur þetta þó hafist að lokum. Margar greinar hafa birst í þessum blöðum og vil ég sérstaklega þakka þær. Ég vil þó sérstaklega fá að þakka Ragnari Erni Péturs- syni fyrir hans þátt í gerð blaðsins, þolinmæði í minn garð og alla snúninga sem hann hefur þurft að þola. Jóni Oddi í Prentsmiðjunni Grágás vil ég þakka frábæra samvinnu - þar er réttur mað- ur á réttum stað. Umdæmis- stjórum síðustu 3ja ára vil ég þakka fyrir traustið sem þeir sýndu mér með því að treysta mér fyrir blaðinu. Öllum kiwanisfélögum sem hafa skrifað í blaðið vil ég þakka - án ykkar hefði ekkert blað orðið til. Verðandi Umdæmisstjórn og ekki síst nýjum ritstjóra vil ég óska allra heilla og vel- farnaðar í starfi. Svo að lokum sjáumst hress og kát á Umdæmis- þinginu Takk fyrir mig Þyrí Marta Baldursdóttir ritstjóri Kiwanisfrétta. 2 Kiwanisfréttir Útgefandi: Kiwanisumdæmið Ísland - Færeyjar Ábyrgðarmaður: Valdimar Jörgenson, umsdæmisstjóri Ritstjórn: Þyrí Marta Baldursdóttir Umsjón: Ragnar Örn Pétursson Forsíðumynd: Thorsten Henn, www.icelandphoto.com Prentvinnsla: Grágás ehf.33. árg. • 3. tbl. • Ágúst 2003 Þyrí Marta Baldursdóttir Ágætu Kiwanisfélagar Maria Tupa kjördæmisstjóri Tékklands flytur ávarp við setningu Evrópuþings. Verðamdi- heimsforseti Bob og Evrópuforseti Ástbjörn skoða blaðagrein um Evfópuþingið.

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.