Kiwanisfréttir - 01.08.2003, Blaðsíða 3

Kiwanisfréttir - 01.08.2003, Blaðsíða 3
3 konur úr kiwanisklúbbnum í Ostrava en klúbburinn þeirra er tveggja ára gamall, þær sögðu okkur frá þeirra starfi, sem er aðallega að styrkja barnadeild á sjúkrahúsi bæj- arins. Það var mjög ánægju- legt fyrir okkur að hitta þessa félaga og geta sagt þeim frá okkar starfi. Að lokinni ferð um Tékk- land og Slóvakíu með góðum hóp kiwanisfélaga héldum við hjónin til Bandaríkjana á heimsþing sem var haldið í Indianapolis, þar sem höfuð- stöðvar Kiwanis International eru. Þar hittum við aftur Sig- urgeir kjörumdæmisstjóra, Erlu konu hans, og Ástbjörn Egilsson. Á heimsþingi sem er mjög stórt í sniðum skynjar maður mjög vel hvað það er mikill heiður fyrir okkar litlu lönd sem Ísland og Færeyjar eru að vera hlekkur í þessari stóru keðju sem nær til 88 landa í öllum heimsálfum. Einn dagskrárliður á heims- þingi er kynning á styrktar- verkefnum sem klúbbar eða umdæmi eru með. Við kynnt- um hjálmaverkefnið og vor- um með 4 reiðhjólahjálma sem vöktu mikla athygli, að kynningu lokinni gáfum við hjálmana til barna sem höfðu heimsótt okkur. Þó mér hafi verið tíðrætt um erlendu samskiptin erum við líka á fullu hérna heima, margir klúbbar og svæði eru núna með sínar árlegu fjöl- skylduhátíðir, þessar hátíðir eru nauðsynlegar fyrir okkar starf, því ef við eigum að vera dugleg við að safna pening- um til styrktarverkefna okkar verðum við að gera eitthvað skemmtilegt fyrir okkur sjálf. Ég vil mynna á að nú stytt- ist í Umdæmisþing sem verð- ur haldið í Reykjavík 29.-31. ágúst. Ég vonast til að sjá sem flesta félaga á þingi og á gala- balinu. Þingnefnd er nú að leggja lokahönd á undirbún- ing þingsins. Nú líður senn að lokum starfsárs míns sem umdæmis- stjóra. Þetta starfsár er búið að vera mjög ánægjulegt fyrir okkur hjónin við höfum heim- sótt marga klúbba og tekið þátt í afmælishófum, jóla- fundum og ýmsum hátíðum með kiwanisfélögum. Allstað- ar þar sem við höfum verið með kiwanisfélögum og fjöl- skyldum þeirra höfum við fengið frábærar móttökur, við höfum eignast marga nýja vini treyst vináttubönd við gamla vini, fyrir þetta erum við þakklát. Það er von okkar að það takist að efla Kiwanishreyf- inguna og við eigum eftir að sjá nýja klúbba bæði á Íslandi og í Færeyjum. Kiwanis er vinátta. Valdimar Jörgensson umdæmisstjóri. STYRKTARSJÓÐUR Kiwanishreyfingarinnar Ísland - Færeyjar Ávallt úrval af Kiwanisvörum til á lagernum Hafið samband! Munið gull og silfur stjörnurnar og styrktarsjóðsmerkin Sigurður / SveinnSími 5883244 • Fax 5883246 isspor@mi.is Umdæmisstjóri Valdi afhendir Umdæmisstjóra Póllands Umdæmisstjórakeðju. Ýmisslegt bar á góma í ferðinni, þar á meðal þetta, tvær ungar dömur voru að selja varning úr húddi SKODA

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.