Kiwanisfréttir - 01.08.2003, Blaðsíða 6

Kiwanisfréttir - 01.08.2003, Blaðsíða 6
6 Samantekt vegna fundar á vegum Evrópusvæðis Kiwanis í Gent í Belgíu dagana 4. og 5. apríl sl. Fundarefni var menntunar áætlun Kiwanis, K-E-P (Kiwanis education pro- gram) Föstudagskvöldið hittust þátttakendur sem voru frá Kiwanis umdæmunum í Evr- ópu, stjórnarnefnd verkefnis- ins ásamt sértökum fulltrúm frá Kiwanisklúbbum í Eist- landi, Kasastan, Moldavíu og Rúmeníu, auk starfsfólks skrifstofunnar í Gent, þarna gafst mönnum kost á að spjalla saman og kynnast að- eins fyrir fundinn næsta dag. Laugardaginn 5. apríl hófst fundur á skrifstofu Kiwanis undir stjórn Gretu Evrópu- forseta og J. Dehooander frá Belgíu formanns verkefnis- stjórnar sem starfar fram að Evrópuþingi í Tékklandi og mun ég hér gera grein fyrir fundinum og minni sýn á málið en fundargerð var skráð og mun hún verða send út. En verkefnið er fyrsta verkefni sem Kiwanisum- dæmin Evrópu hafa samein- ast um að vinna saman að þvert á umdæmi, 1. Fyrst gerði Mirel frá Rúm- eníu grein fyrir áætluninni og undirbúningi, skipulagi og fyrirkomulagi. • Þar kom fram áætlun um hverjir ættu að vinna sam an og hvaða svæðum væri úthlutað til umdæma, sem þó væri ekki fast niður neglt og gætu umdæmi sem ynnu saman gert till ögur um þau svæði sem þau vildu þjóna. • Gerð var grein fyrir skipu- riti þannig að tryggt væri að haldið væri utan um verkefnið og tímaáætlanir. • Verkefnið væri einnig unnið í samstarfi við Kiwanisklúbba í viðkom andi landi til þess að tryggja að verkefnið skilaði sér innan K-E-P. • Ákveðnar aðstæður þurfa að vera til staðar til þess að hægt verði að gera að stæður að K-E-P verkefni. • K-E-P verkefni getur verið framkvæmt á ýmsa vegu eins og til dæmis. a. Söfnun á áhöldum svo sem stíla- og reiknings bókum, skriffærum, tösk um ofl. b. Söfnun á öðrum kennslu- áhöldum c. Starfsþjálfun fyrir kenn ara (t.d. í samstarfi við skólayfirvöld sveitarfé laga) d. Aðrar leiðir er að aðilar sjái að gagni komi. • Í tillögum um samstarfs aðila er gert ráð fyrir að Íslenska umdæmið og norska umdæmið og verðandi umdæmi í Pól land verði saman og þjóni Eistrasaltslöndunum. 2. Í umræðum kom fram að misjafnlega var búið að kynna verkefnið í umdæmun- um en allir voru sammála um að verkefni væri þýðingar- mikið og taka þyrfti verkefn- ið í áföngum og láta það þró- ast áfram, einnig kom fram í tali fulltrúa frá Makedóníu og Kasastan að þeir horfðu til þess að þetta væri samstarfs- verkefni og lögðu áherslu á að þeir væru ekki að betla heldur að þarna væru verk- efni að vinna að sem Kiwanis menn ynnu sameiginlega að, þetta snerist ekki að þeirra mati um að fá peningafram- lög heldur að aðstoða ungt fólk til menntunar og sjálfs- bjargar á svæðum þar sem skortur er og atvinnuleysi en lykillinn að bættri framtíð er menntun og horft er til vestur Evrópu sem við viljum vera hluti af. 3. Ég ræddi sérstaklega við Karstein fulltrúa frá Noregi og vorum við sammála um að ákveðnar aðstæður þyrftu að vera til staðar til þess að falla undir K-E-P verkefni af hálfu okkar umdæma, einnig kom fram frá Marek frá Póllandi að þeir væru ekki stakk bún- ir til þess að fara í verkefni á öðrum svæðum þar sem þeir væru á fullu í verkefnum í sínu landi, sem m.a. félli und- ir markmið K-E-P verkefnis- ins eins og kosta fæði fá- tækra barna í skólum í Pól- landi. 4. Við Karlstein vorum sam- mála um að ástæða væri að hafa Pólland með þar sem þeir væri í reynd að vinna að verkefninu hjá sér þó svo þeir kæmu ekki að verkefn- um sem kæmu í okkar hlut því hægt væri hugsanlega að læra af þeim hvernig standa ætti að verki. 5. Við Karstein ræddu sér- staklega við Ago Kokser frá Eistlandi um aðstæður þar og að hvaða verkefnum þeir væru að vinna og kom þar fram að klúbbar í Eistrasalts- löndunum eru að vinna að innri málum hjá sér mynda sambönd og eru nú með verkefni sem eru sumarbúðir í Finnlandi fyrir börn Kiwan- isfélaga þar er verið að byrja að þrepa sig saman með sam- eiginleg verkefni og vilja byrja smátt og þróast og ætla að halda fund í Finnlandi um 15. júlí og marka næstu skref, en þetta verkefni fellur ekki að K-E-P verkefninu, en fróð- legt er að fá fregnir af fundi þeirra 15. júlí, Karstein taldi hugsanlega möguleika á að hann gæti farið til þess fund- ar sem haldinn verður í Aabu. Við Karstein ætlum hvor í sínu lagi að leita eftir upplýsingum, einnig að horft til annarra svæða svo sem til Balkanlandanna. Niðurlag: Fundurinn var að mörgu leyti góður og nauðsynlegt að hitta þetta fólk en ég hélt að undirbún- ingur fyrir verkefnið væri lengra komið og að fyrir lægi nánari skilgreining á svæðum, jafnvel skólum, þar sem fyrir lægi á hvern hátt væri að koma að málum, þannig væri hægt að velja: • Svæði, eftir það • Skóla og síðan • Er mögulegt að styrkja skólann eða skólana með: • Starfsþjálfun kennara (hér með samstarfi við skólayfirvöld) • Safna og senda kennsluá- höld og gögn. (Hér átt við bækur töskur pennaveski og skrifáhöld) • Taka á móti nemum frá- viðkomandi svæði? • Aðrir möguleikar? Nauðsynlegt er að setja sig inn í þarfir á viðkomandi stöðum og vinna náið með hlutaðeigandi samstarfsaðil- um í nánu samtarfi við Kiwanisklúbba í viðkomandi landi. Í framhaldi af vinnslu verk- efnisins hér hjá okkur þurf- um við að setja niður fyrir okkur á hvern hátt við viljum fara í verkefnið og legg ég til að við öflum okkur upplýs- inga sem síðan gæfi okkur kost að vinna eftir á mark- vissan hátt. Kveðja Gylfi Ingvarsson fulltrúi í KEP fyrir umdæmið Ísland- Færeyjar.

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.