Kiwanisfréttir - 01.08.2003, Blaðsíða 8

Kiwanisfréttir - 01.08.2003, Blaðsíða 8
8 Stjórnarskipti í klúbbunum fóru fram í Kiwanisklúbbunum Höfða, Jörfa, Kötlu, Smyrli og Vífli á hefðbundnum tíma. Í Kiwanisklúbbnum Jöklum sit- ur sama stjórn og árið áður. Í Kiwanisklúbbnum Þyrli á Akranesi sat bráðabirgðastjórn fram eftir vetri. Ný stjórn tók til starfa á útmánuðum. Korri í Ólafsvík mun ekki starfa þetta starfsár, en er á engann hátt hættur starfsemi að sögn þeirra félaga. Ástandið á svæð- inu er því ekki sem allra best, samkvæmt framansögðu. Að öðru leyti hefur kiwanis- starfið á Eddusvæði verið nokkuð hefðbundið það sem af er þessu starfsári. Almennt hefur starfið verið gott, enda þótt nokkur deyfð hafi verið yfir starfi einstakra klúbba. Segja má að fjórir klúbbar hafi sýnt mjög gott starf þegar litið er á skýrsluskil. Þeir eru Höfði, Katla, Smyrill og Þyrill. Ég get sérstaklega um Þyril á Akranesi, en þaðan hafa borist skýrslur reglulega, enda þótt klúbburinn hafi átt við stjónar- kreppu að búa framan af starfsárinu. Aðeins einn klúbbur hefur tilkynnt um fjölgun félaga. Það er Kiwanisklúbburinn Katla, en þar hafa tveir gengið í klúbb- inn. Aðrir klúbbar hafa ekki til- kynnt um fjölgun félaga. Fyrsti svæðisráðsfundur árs- ins var haldinn í Eddusvæði í Kiwanishúsinu á Akranesi þann 23. nóvember 2002. Valdi- mar Jörgensson, Umdæmis- stjóri mætti þar og ávarpaði fundinn og flutti erindi: Mark- mið og framgangur Kiwanis- hreyfingarinnar á Íslandi, en það var sett sem aðalumræðu- efni fundarins. Eftir skýrslur klúbba var þetta efni tekið til umræðu. Eftir almennar um- ræður var skipt upp í tvo um- ræðuhópa, sem svo skiluðu áliti. Niðurstöður fundarins og sérstaklega umræður um vanda Kiwanishreyfingarinnar var dreift á fundi umdæmis- stjórnar hinn 25. janúar 2003. Mæting á svæðisráðsfundinn var með ágætum. Þyrilsmenn eiga þakkir skyldar fyrir góða aðstöðu og móttökur allar. Á næstu svæðisráðstefnu, sem haldin var 12. apríl 2003 í Reykjavík, var Reynir Þór, svæðisstjóri Ægissvæðis fyrir- lesari. Hann kynnti verkefnið Lífsvísir, en tilgangur þess er að koma til aðstoðar ungu fólki, sem er í sjálfsmorðshug- leiðingum svo og aðstandend- um þeirra. Samþykkt var á fundinum að klúbbar á Eddu- svæði taki þátt í að dreifa Lífs- vísinum, sem Svæðisstjórn Ægissvæðis hefur staðið fyrir. Samþykkt var að skipa nefnd til að vinna að málinu. Í nefnd- ina voru kjörnir: Áki Jónsson, Vífli, svæðisritari Eddusvæðis, tilnefndur af svæðisstjóra; Snjólfur Fanndal, Kötlu og Jón Maríusson, Höfða, sem báðir voru kjörnir á svæðisráð- stefnu. Nefndin hefur ákveðið að koma starfinu að stað með haustinu. Á fundinn mætti einnig Guð- björn Ásgeirsson, Korra og til- kynnti að ákveðið hefði verið að leggja Korra niður. Hann bauð þó Kiwanismenn vel- komna til Ólafsvíkur. Í fram- haldi af því ákvað Umdæmis- stjóri að heimsækja Korrafé- laga og var haldinn fundur með þeim í Ólafsvík í júní s.l. þar sem eftirfarandi var ákveðið: • Að vinna að endureisn Korra. • Að svæðisstjóri athugi með möguleika á að fá fyrrverandi félaga í Kirkjufelli, í Grundarfirði til að mynda klúbb með Korramönnum. • Að svæðisstjóri vinni að málinu. Á þennan fund mættu auk Umdæmisstjóra og mín, Sæ- mundur Sæmundsson, fjöl- miðla- og upplýsinganefnd og Ævar Breiðfjörð, fulltrúi KI- styrktarsjóðs. Engin niður- staða hefur enn fengist, en unnið verður áfram að þessu málefni, og það sett í hendur nýs svæðisstjóra ef ekki næst niðurstaða fyrir haustið. Klúbbarnir hafa verið mjög duglegir við ýmiskonar samfé- lagsvinnu og mörg góð verk- efni hafa verið styrkt myndar- lega. Næsti kjörsvæðisstjóri. Samkvæmt venju átti næsti kjörsvæðisstjóri að koma úr Jöklum. Fram kom eitt fram- boð: Haukur Júlíusson, forseti Jökla. Haukur var kjörinn næsti kjörsvæðisstjóri enda þekktur kiwanismaður og drif- fjöður í sínum klúbbi. Ég býð hann velkominn til starfa á nýju sviði. Á svæðisfundum hefur nokkuð verið rætt um fækkun svæða og hafa skoðanir verið mjög skiptar. Þar er því varla um neina almenna skoðun að ræða, en almennt hafa menn verið jákvæðir fyrir að endur- skoða svæðisskiptinguna. Ekki er þó hægt að merkja vilja til að fækka svæðum í mjög fá svæði. Nokkur umræða hefur orðið um stöðu Kiwanishreyfinguna á liðnu ári. Allmargir hafa lát- ið í ljós þá skoðun að við, Kiwanismenn, höfum ekki ver- ið nógu duglegir við að kynna okkur og skapa ímynd í sam- ræmi við það starf og þá mann- úðar- og menningar stefnu sem Kiwanis stendur fyrir. Ekki hafa komið fram neinar lausnir sem allir telja leysa vandann. Málið þarf miklu meiri um- ræðu og síðan eftirfylgni. Ég vil óska svæðisstjóra starfsárið 2003 til 2004, Sigurði Jóhannssyni, Höfða, heilla í störfum fyrir hreyfinguna. Ég vil þakka samstarf við kiwanismenn, stjórn svæðis- ins, forseta klúbba og síðast en ekki síst samstarf við Umdæm- isstjórn. Sérstaklega vil ég þakka samstarf við Umdæmis- stjóra sem hefur unnið gott starf á erfiðum tíma. Ég vil óska öllum Kiwan- ismönnum heilla á nýju starfs- ári. Vatnshömrum í júlí 2003, Sveinn Hallgrímsson svæðisstjóri Eddusvæðis Skýrsla svæðisstjóra Eddusvæðis Stjórn Eddusvæðis starfsárið 2002 -2003 er þannig skipuð: Sveinn Hallgrímsson, svæðisstjóri, Vífli Einar Óskarsson, fráfarandi svæðisstjóri, Smyrli, Sigurður Jóhannsson, kjörsvæðisstjóri, Höfða og Áki Jónsson, ritari, Vífli Gestir á Evrópuþingi. Hilde Meyer umdæmisstjóri Norden Grete Hvardal Evrópuforseti Eyjólfur Sigurðsson Framkvæmdastjóri KI

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.