Kiwanisfréttir - 01.08.2003, Blaðsíða 11

Kiwanisfréttir - 01.08.2003, Blaðsíða 11
11 Kiwanisklúbburinn Sól- borg hefur ekki legið í dvala þetta starfsárið frekar en önnur starfsár. Haldnir hafa verið reglu- legir fundir en mæting á fundi hefur verið með lélegra móti þetta starfsárið en allar fjarvistir félaga hafa átt eðli- legar skýringar. Einu sinni á starfsári höf- um við verið með fund með Hörpufélögum og skiptast klúbbarnir á að vera með fundinn og sér þá hinn um gest kvöldsins þetta starfsár- ið var hann haldinn í húsi Setbergsmanna, en eins og kunnugt er hafa Hörpu-konur fundað þar þetta starfsárið, og þá er það í okkar verka- hring að koma með gesti og var gerð mikil leit og á síð- ustu stundu voru það dætur Jóhönnu í Sólborg sem mættu. Það eru þær Steinunn hárgreiðslunemi og Erla Sig- ríður förðunarfræðingur. Erla Sigríður farðaði félaga okkar með dagförðun og Steinunn sýndi konum hver- su auðvelt er að setja upp hárið. Þökkum við þeim systrum fyrir að koma og bjarga okkur þetta kvöld. Sólborgarfélagar mættu líka á afmælishóf Brúar, en fyrir huguð var 1 heimsókn í klúbb um þetta leyti svo okk- ur þótti það vel við hæfi að fjölmenna í afmæli þeirra. Eins og við höfum gert öll okkar starfsár sáum við um kaffiveitingar fyrir Fjörð íþróttafélag fatlaða, þetta er orðinn fastur liður í styrkjum okkar og alltaf jafn gaman að koma og sjá þessa krakka hvað þau eru glöð og hversu lítið þarf til að gleðja þau. Þar sem Sólborg heldur fundi sína á fimmtudögum voru margir fundir sem duttu niður í vor vegna allra þess- ara fimmtudagsfrídaga, en ekki datt starfið niður heldur varð bara meira að gera. Tókum við virkan þátt í undirbúning og framkvæmd á balli fyrir fatlað sem klúbb- arnir 6 í Hafnarfirði, Garða- bæ og Kópavogi halda á hver- ju vori. Að þessu sinni var það haldið í Kirkjulundi við Vídalínskirkju í Garðabæ og var það hljómsveitin Spútnik sem hélt upp fjörinu, með Kristján Gíslason í broddi fylkinga nokkrir samkvæmis- gestir fengu að taka lagið með hljómsveitinni. Annar liður sem er orðin fastur í okkar starfi, er að færa öllum börnum sem fara í skóla að hausti reiðhjóla- hjálma og veifur og var eng- in undantekning þar á. Þetta verkefni er samstarfsverk- efni klúbbana í Hafnarfirði Sólborgar, Eldborgar og Hraunborgar. Þetta árið var hjálmurinn afhentur í upp hafi sýningarinnar „Fólk og fyrirtæki“ sem haldin var í Kaplakrika og þar sem við vorum nú í þessu stússi öllu við sýninguna bættum við bara við okkur vinnu og tók- um þátt í sýningunni með því að vara með bás á sýning- unni. Þarna voru klúbbarnir 3 úr bænum með kynningu á því sem við erum að gera vor- um með myndir, sýnishorn af reiðhjólahjálmunum sem við höfum gefið í gengum árin bæklinga um starf okkar og hreyfingarinnar auk þess að við vorum með bækur þar sem gestir gátu skrifað nöfn sín í ásamt símanúmerum ef viðkomandi hefði áhuga á að kynna sér starf okkar betur, getum við þá haft samband þegar starfið fer aftur á stað í haust. Við í Sólborg vorum nokkuð sáttar með okkar hlut í þessu verkefni og ekki var vandamál að fá konur til að standa vaktina í básnum. Náðum við í nokkur nöfn í okkar bók, en mest erum við þó ánægðar með þá kynn- ingu sem við vorum með á starfi okkar og svo fyrir hreyfinguna alla og vil ég hvetja þá klúbba sem tök hafa á því að taka þátt í svona verkefni að láta verða af því, þar sem öll kynning er af hinu góða. Einn Umdæmisstjórnar- fundur var haldinn í Kiwanis- húsinu í Hafnarfirði og var farið þess á leit við okkur í Sólborg hvort við vildum taka að okkur að sjá um mat- inn fyrir fundargesti, eins og alltaf voru konur fúsar til þess en það er mottó okkar í klúbbum að segja bara „já ,, eða „já, já,, Þarna náðum við okkur í nokkrar krónur í fé- lagasjóðinn, og hvet ég verð- andi Umdæmisstjóra til að gera slíkt hið sama þetta get- ur hjálpað klúbbum að ná í peningi í félagasjóð þannig að það auðveldi þeim að gera eitthvað fyrir félaga í klúbbn- um. Sumarhátíð Ægissvæðis var haldin í lok júní eins og undanfarin ár og að þessu sinni var hún á Álfaskeiði í Hreppum. Þarna voru mættir félagar í flestum klúbbum í svæðinu. Sólborgar félagar voru 8 sem mættu þarna ásamt börnum mökum og öðrum gestum. Þótt nokkur hafi verið blautt skemmtu all- ir sér vel. Nú ættu allir að vera komnir í frí en ekki við hjá Sólborg, því verið er að und- irbúa stórt verkefni fyrir haustið. Ég er ekki viss um að við viljum tala mikið um það hér en eitt er víst að þetta getur gefið okkur góð- an pening og ekki síst mikla umfjöllun í fjölmiðlum, sem okkur og ekki síst hreyfing- unni allri er til góða. Við erum með góða aðila sem þekkja þetta miklu betur en við þannig að við erum fullar áhuga og bjartsýni. Kæru Kiwanisfélagar sjá- umst öll á umdæmisþinginu nú í ágúst, tökum virkan þátt í störfum þess. Kveðja Dröfn Sveinsdóttir blaðafulltrúi Sólborgar. Fréttir úr starfi Sólborgar

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.