Kiwanisfréttir - 01.08.2003, Blaðsíða 13

Kiwanisfréttir - 01.08.2003, Blaðsíða 13
13 Mér þykir rétt að gera hér grein fyrir málefnum KI-EF eins og þau koma mér fyrir sjónir, og gefa um leið nokkra mynd af því hvað ver- ið er að fást við í stjórn Evr- ópusambands Kiwan- ismanna. Starfsárið hófst að venju 1.október. Stjórn þessa starfsárs sem nú er senn á enda skipa: Grete Hvardal frá Noregi forseti, Ástbjörn Eg- ilsson kjörforseti, Anne van Zanten frá Hollandi fráf. for- seti, og varaforsetarnir Peter Wullenweber frá Þýskaland og Marcel Kreienbuhl frá Swiss. Haldnir hafa verið fjórir fundir á starfsárinu þar af tveir í tengslum við evrópu- þing. Auk þess sótti ég ráðstefnu um félagafjölgun í september á sl. ári ásamt Sigurgeir kjör- umdæmisstjóra. Auk stjórnarfunda eru samtímis haldnir fundir í evrópuráði, en það skipa kjörnir embættismenn auk umdæmisstjóranna. Fjölmörg mál eru að jafn- aði á dagskrá hvers fundar ,en nokkuð af starfseminni fram milli funda í formi tölvupósts og símtala, auk þess sem skrifstofan í Gent sem rekin er af KI, annast daglegan rekstur KI-EF sam- kvæmt sérstökum samningi þar um. Í dag eru starfandi níu um- dæmi auk tveggja sem eru umdæmi í aðlögun. Umdæm- in eru: Swiss-Lichtenstein, Ítalía-San Marino, Norden, Þýskaland, Austurríki, Frakkland-Monaco, Ísland- Færeyjar, Holland, Belgía- Luxemburg og Tékkland og Pólland sem eru í aðlögun og verða fullgild þegar félagatal- an nær 1000. Félagafjöldinn í þessum löndum er um 32000. Auk þess eru kiwanismenn í fjölmörgum löndum Evrópu utan umdæma , þannig að samtals eru um 35 þús félag- ar í þeim löndum sem teljast til Evrópu. Af þeim málum sem voru á dagskrá fundanna á þessu starfsáru voru þessi helst: Breytingar á lögum. Lög KI-EF voru samþykkt á evr- ópuþingi í Reykjavík fyrir nær 10 árum. Þar voru innifalin ákveðin markmið sem unnið skyldi að. Þær breytingar sem urðu með opnun skrifstofunnar í Gent gerðu að verkum að sum þeirra atriða sem evr- ópusambandið ætlaði sér voru nú unnin af KI. Þar má telja útgáfa blaðs fyrir kiwan- ismenn í Evrópu auk annarra þátta. Þessi staðreynd ásamt þeirri að ekki hafði náðst full sátt um hvernig skyldi valið í stjórn sambandsins varð til þess að vinna var fljótlega hafin að gerð nýrra laga. Nú er öllum ljóst sem unnið hafa á slíkum vettvangi að ekki er auðvelt að ná samkomulagi og gera svo öllum líki. Þess vegna tekur slík vinna langan tíma og þarf að fara milli margra. En nefnd sem skipuð var fyrir tveimur árum kom saman tillögum sem eftir nokkrar umræður í stjórn og evrópuráði voru samþykktar og evrópuþing í Cesky Krum- lov á sl. vori staðfesti endan- lega. Veigamestu breytingar sem urðu voru þær að nú var embættismönnum fækkað í stjórn um einn, aftur var tek- ið upp „rótering“ á embætti kjörforseta og fallið frá kosn- ingum milli varaforseta sem nú er aðeins einn. Samkomu- lag varð um í hvaða röð um- dæmin fá embætti forseta sambandsins og næst á eftir Íslandi verður það Þýskaland .Ennfremur var lagt niður svokallað evrópuráð og um- dæmisstjórar 11 að tölu telj- ast nú stjórnarmenn. Að sumu leiti einfaldar þetta málin , styttir hugsanlega stjórnarfundi úr tveimur dög- um í einn en kallar líklega á önnur vinnubrögð við ákvarðanatöku sem ekki er gott að segja hvert leiðir. Lík- legast leiðir þetta til meiri þátttöku umdæmisstjóranna og vonandi til góðs. Fjármál. Mikill tími fer í að ræða fjármál og hvernig best er að verja takmörkuðum sjóðum. Kiwanisfélagar greiða til KI-EF rúmar 7 evr- ur og renna rúmar tvær í þingsjóð en rúmar 5 í annan kostn- að. Síðustu breytingar sem gerðar voru á gjöldum voru til lækkunar svo líklega erum við komin að því að þurfa einhverja hækkun. Ákveðið var að bíða með það þar sem KI lagði fram tillögur um hækkun gjalda og fékk sam- þykktar á síðasta heimsþingi. Áfram verður þó haldið til- raunum til að sníða stakk eft- ir vexti. KEP menntunarverkefnið. Mjög mikill tími hefur farið á þessu ári í að ræða þetta um- fangsmikla verkefni. Á þing- inu í Montreux var samþykkt tillaga um að kanna hvort skynsamlegt væri að fara út í slíkt sameiginlegt verkefni í Evrópu. Slíkt var talið geta komið að mjög miklu gagni og á þinginu í Tékklandi var samþykkt að hefjast handa. Verkefnið gengur út á að efla menntun barna í löndum austur Evrópu , mið Asíu, löndum á Balkanskaga og Eystrasaltslöndunum. Unnið hefur verið að því að skil- greina hvar og hvernig best verði að staðið. Nefnd fimm kiwanismanna undir forystu Jackie deHollander fyrrver- andi Evrópuforseta vann að málinu og m.a. var haldin ráðstefna þar sem saman komu fulltrúar frá öllum um- dæmum og ræddu málin vítt og breitt. Okkar fulltrúi var Gylfi Ingvarsson fráfarandi svæðisstjóri, en hann hefur tekið að sér að veita nefnd formennsku sem vinna mun að kynningu og framkvæmd af okkar hálfu. Verkefni þetta er mjög fjölbreytt og segja má að það spanni allt frá því að vera verkefni sem einstök umdæmi geta unnið að til þess að henta einstökum klúbbum. Það hefur komið í Af vettvangi Evrópustjórnar Garðveisla í boði Umdæmisins, Sigurgeir, Böddi, Bjarni, Valdi og Mummi glaðbeittir á svip. Umdæmisstjóri ávarpar hópinn í Garðveislunni.

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.