Kiwanisfréttir - 01.08.2003, Blaðsíða 17

Kiwanisfréttir - 01.08.2003, Blaðsíða 17
17 Lífs-vísis verkefnið byrjaði sem samstarfsverkefni Kiwanisklúbba í Ægissvæði sem er útgáfa og dreifing bókamerki „Lífs-vísir, vörn gegn sjálfsvígum“ verkefnið varð til í framhaldi af setn- ingu Umdæmisþings Kiwanis í Reykjanesbæ árið 2000 þar sem séra Ólafur Oddur Jóns- son gerði sjálfsvíg að umtals- efni á svo eftirminnilegan hátt við setningu þingsins í Keflavíkurkirkju. Í framhaldi var samþykkt á svæðisráð- fundi Ægissvæðis að vinna að verkefninu og skipaði verkefnishóp frá öllum klúbbum svæðisins og hafa Guðbjartur Greipsson og Gylfi Ingvarsson leitt verk- efnið, strax var tekin sú ákvörðun að vinna náið með fagaðilum þar sem málið væri vandmeðfarið og hefur verið unnið í nánu samstarfi við séra Ólaf Odd Jónsson sem hefur veitt ómetanlega aðstoð og ráðgjöf einnig hef- ur verið unnið náið með Sal- björgu Bjarnadóttur for- varnafulltrúa Landlæknis- embættisins þar sem við höf- um fengið faglega ráðgjöf. Dreifingu á Lífs-vísi í sam- ráði og samstarfi við Land- læknisembættið og fagaðila var 29. janúar í Hafnarfiði, 30. janúar í Garðabæ, 17. febrúar í Kópavogi og 13. febrúar og 20. febrúar í Reykjanesbæ fyrir Suðurnes- in, á fundunum var verkefnið kynnt af fulltrúum Kiwanis og einnig fluttu Salbjörg og séra Ólafur Oddur fyrirlestra og síðan var Lífs-vísunum dreift var til aðila sem vinna að kennslu-, fræðslu-, æsku- lýðs-, tómstunda- og íþrótta- starfi ungmenna. Verkefnið var kynnt á Umdæmisþing- inu á Selfossi í ágúst sl. Prentsmiðjan Oddi sá um prentun á 10 þúsund eintök- um. Á fyrsta fundi með sam- starfsaðilum í Hafnarfirði tóku, forseti Íslands hr. Ólaf- ur Ragnar Grímsson, bisk- upinn yfir Íslandi hr. Karl Sig- urbjörnsson, landlæknir hr. Sigurður Guðmundsson og bæjarsjórinn í Hafnarfirði Lúðvík Geirsson við fyrstu eintökum af Lífs-vísinum, einnig var Salbjörgu Bjarna- dóttur forvarnafulltrúa land- læknisembættisins og séra Ólafi Oddi Jónsyni afhent sérstakt þakkarskjal fyrir frá- bært samstarf við undirbún- ing verkefnisins, einnig var Braga Einarssyni fært þakk- arskjal fyrir frábæra hönnun á Lífs-vísinum. Sparisjóðirnir í Keflavík, Hafnarfirði og Kópavogi voru aðalstyrktaraðilar og einnig hefur Hraunhamar styrkt verkefnið í Ægissvæði. Einnig er rétt að geta að Bragi Einarsson grafískur hönnuður í Keflavík hefur hannað bókamerkið á einka smekklegan hátt með skírskotun til verndar og um- hyggju og litasamsetning vís- ar einnig til lita Kiwanis sem er blátt og gult og á hann bestu þakkir fyrir frábæra hönnun á Lífs-vísinum. Nú er komið að vinna að dreifingu á Lífs-vísinum á landsvísu á vegum Kiwanis- umdæmisins- Ísland-Færeyj- ar í samstarfi við verkefnis- stjórn sem skipuð er 3 full- trúum, þeir eru Gylfi Ingvars- son, Hraunborg, Guðbjartur Greipsson, Brú og Guðjón Smári Valgeirsson, Setbergi, sem skulu hafa yfirumsjón með verkefninu og halda utan um Lífs-vísis lagerinn sem nú er í upphafi verkefn- isins 50 þúsund eintök. Svæðisstjórnirnar í samstarfi við Kiwanisklúbbana eru framkvæmdaraðilar á sínu svæði í samstarfi við land- læknisembættið og fagaðila, fagaðilar eru skilgreindir neðst hér á blaðinu, en til upplýsingar er hér greint frá á hvern hátt var staðið að verki í Ægissvæði. Nú er verið að kalla eftir Lífs-vísinum í skólum Reykjavíkur og hefur verið ákveðið að verkefnið fari til Kiwanis-umdæmisins Ísland- Færeyjar, til dreifingar í Reykjavík og á landinu öllu. Búið er að semja við Prent- smiðjuna Odda um prentun á 60 þúsund eintökum og leit- að verður til aðila sem vildu styrkja verkefnið. Samstarfsaðilar auk Land- læknisembættisins eru: Fulltrúar frá Fjölbrauta- skólum (skólameistarar, for- varnarfulltrúar, námsráðgjaf- ar og kennarar), Fulltrúar frá Iðnskólunum (skóla- meistarar, forvarnarfulltrúar, námsráðgjafar og kennarar) Frá unglingamóttöku heilsugæslunnar, prestar í bæjarfélögunum, skólamála- fulltrúar ásamt starfsfólki er málið varðar, frá félagsþjón- ustu sveitarfélaga, frá æsku- lýðs- og tómstundaráðum, frá lögreglunni, frá íþrótta- bandalögum (ungmenna- og íþróttafélögum), frá skátafé- lögum, frá Regnbogabörnum. Þýðingarmikið er að vinna náið með Salbjörgu Bjarna- dóttur forvarnarfulltrúa land- læknisembættisins, einnig að halda fundi með fagaðilum á hverju svæði þar sem verk- efnið er kynnt og Lífs-vísnum dreift, kalla þarf einnig full- trúa svæðisfjölmiðla á fund- ina til frekari kynningar. Með Kiwaniskveðju Gylfi Ingvarsson Nefndin þakkar öllum þeim Kiwanisfélögum sem við höfum starfað með í vetur fyrir ánægjulegt sam- starf á starfsárinu sem senn lýkur. Fræðslunefnd skorar á alla verðandi embættismenn að mæta til fræðslu sem boðuð er í tengslum við umdæmisþing. Með því tryggjum við betri undirbúning fyrir væntanlegt starf á komandi starfsári. Að lokum sendir fræðslunefnd öllum Kiwanisfélögum óskir um bjarta framtíð og velfarnaðar í starfi Fh. Fræðslunefndar Ingibjörg Gunnarsdóttir formaður Upplýsingar um Lífs-vísis verkefnið Kiwanisumdæmisins Ísland Færeyjar Kiwanisumdæmið Ísland Færeyjar: ÆGISSVÆÐI Frá fræðslunefnd

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.