Kiwanisfréttir - 01.08.2003, Blaðsíða 18

Kiwanisfréttir - 01.08.2003, Blaðsíða 18
18 Ágæta Kiwanisfólk, við Kötlufélagar viljum þakka öllu Kiwanisfólki fyrir líðandi starfsár. Frá starfsemi Kötlu: Katla hefur nú 39 félaga. Fjórir nýir félagar gengu til liðs við okkur á árinu, en þrír hættu störfum svo við höfum þó einn í vinning. Settum við á 40 félaga markið í byrjun árs og ekki er alveg útséð með að það náist. Verða þessi nýju félagar vonandi til þess að efla starf klúbbsins og eitt er alveg öruggt að þeir lækka meðalaldur klúbbfé- laga. Góður andi er í klúbbnum og fundir hafa verið líflegir og skemmtilegir í vetur. Fimm fundir með ræðu- mönnum hafa verið haldnir. Sigurður Bessason formaður Eflingar var einn þeirra. Sagði hann okkur margar skemmtilegar sögur úr verka- lýðsbaráttunni. En félagi okkar Steinn G. Hermanns- son er fulltrúi í Eflingu og fékk hann til að koma á fund okkar. Kvaddi Sigurður okk- ur með að ljóða á Stein sem er liðtækur hagyrðingur og Kötluskáld. Stjórnarskipti Kötlu Stöðugt hann kastaði steinum, Steinn af mönum úr leynum, Er allt lék í lyndi, Og ljúfasta yndi, Þá helst mátti von eiga á einum. Nú Siggi er klæddur og kominn á ról Kiwanisbræður nú ætlar að reyna. Það er líklega vegna, hve ljúf voru jól, að hann lét undan rellinu, í honum Steina. Ölvers félaga í Þorlákshöfn heimsóttum við þar sem tólf Kötlufélagar mættu. Var það hinn besta skemmtan og end- urguldu þeir svo heimsókn- ina til okkar á 933. fundinn, voru þeir tólf og veit ég ekki hvort það var gert með ráð- um, en gaman var að setja þessa fundi með þeim. Eflir þetta kiwanis vináttuna að hitta félaga frá öðrum klúbb- um, sjá hvernig þeir búa, heyra hvað þeir eru að gera og kynnast þeim. Jólafundur okkar var að venju mjög hátíðlegur og skemmtilegur. Frank M. Hall- dórsson með hugvekju. Drengjakór Neskirkju söng nokkur jólalög fyrir okkur undir stjórn Friðriks Frið- rikssonar. Var þetta heldur betur til að gera fundinn há- tíðlegan. Í upphafi festi for- seti í barm allra félaga „Verndaregil“ sem var styrk- ur til „Götusmiðjunnar“ og vonandi verndargripur fyrir félagann. Verðum við félag- arnir því vonandi hólpnir þó Katla gjósi. Gladdi það okkur að umdæmisstjóri Valdimar Jörgenson og kona hans voru gestir okkar á þessum jóla- fundi. Færði hann félaga okkar Sigurbergi Baldurssyni „Silfurstjörnu styrktarsjóðs umdæmisins“ með þakklæti og sem viðurkenningu fyrir vel unnin störf fyrir hreyfing- una. Tveir nýir félagar voru þarna teknir inn. Svo kátt var í okkar bæ um jólin. Þorrablót héldum við með frábærri þátttöku og góðum árangri fyrir félagasjóð, því allur ágóði þess rennur til hans. Teljum við Kötlufélagar að undirstaðan undir góðu starfi sé að hlúa svolítið að okkur sjálfum en það vill oft gleymast í amstri því að hjál- pa öðrum. Við höfum einnig gert samning við innflytjendur um kaup á hreinlætis vörum, húsbréfum ( þ. e. eldhúsrúll- um ), bökunarpappír og kló- settpappír (ath. ekki notað samtímis), þetta seljum við á fundum og ágóði sölurnar rennur til félagasjóðs. Kötlufélagar á góðri stund. Á 932 fundi í byrjun mars var konukvöld. Var þar nýr félagi tekinn inn. Fengum við í stað ræðumanns, töfram- anninn Jón Víðis sem sýndi listir sínar og plataði fólk upp úr skónum hvað þá öðru. Á þessum fundi var sérstakur gestur okkar Aðalbjörg Jó- hannesdóttir. Er hún móðir Bergs J. Sverrissonar sem er félagi okkar frá 1988. Átti hún afmæli þennan dag og var 81 árs. Sungin var afmæl- issöngur henni til heiðurs. Þakkaði hún fyrir sig með því að spila þrjú lög á munn- hörpu, O Dany Boy, Karnival í Feneyjum og Vínarkrus Gerði það góða lukku. Á starfárinu átti Jón Mýr- dal 80 ára afmæli hefur hann verið 20 ár í Kötlu og veittum við honum gull stjörnu styrktarsjóðs umdæmisins fyrir störf sín í klúbbnum. Einnig átti Árna H. Jóhanns- son 50 ára afmæli. Heiðruð- um við hann með silfur stjör- nu styrktarsjóðs umdæmis- ins fyrir vel unnin störf í Kötlu í 25 ár. Einnig fékk hann bikar til eignar fyrir tíu mætingaviðurkenningar á Kötlu fundi. Þetta er Kiwan- isfélagi sem má taka sér til fyrirmyndar. Nú er einn af okkar sterk- ustu Kötlu félögum Hilmar Svavarsson í framboði til kjörumdæmisstjóra. Er það okkur mikil ánægja að hann skuli vilja bjóða sig fram í þetta starf og vonumst við til þess að hann nái kjöri þó annars ágætur maður sé í framboði á móti honum. Von- umst við til þess og biðjum að félagar allir í Eddusvæði styðji okkar mann til dáða. Mun það efalaust verða Kötlu til virðingar og eflingar ef hann nær kjöri. Með Kiwaniskveðju Sigurbergur Baldursson Fjölmiðlafulltrúi Kötlu Kötlufréttir

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.