Alþýðublaðið - 20.12.1919, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 20.12.1919, Blaðsíða 2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ éCáseíafélagið. heldur íund sunnudaginn 21. þ. m. kl. 2 e. m. í Bárubúð. Umræðuefni: Lagabreytingar og samningar togaramanna. Stjórnin. Verkamannafól. „Dag-sbrún“ heldur fund í G.-T.-húsinu laugardaginn 20. des. kl. síðd. Rætt verður og borið upp til samþyktar frumvarp til laga fyrir féiagið. — Þess utan verða ýms fleiri mál á dagskrá. Félagsmenn eru ámintir um að fjölmenna. kvæmlega ástandið í Austurríki og ætla að hjálpa því. Khöfn 18- des. Frá Pýzkalandi. Frá Berlín er símað að prúss- neski þingmaðurinn Fridberg, sem er í frjálslynda fiokknum, beri það á Erzberger að hann hafl falsað opinbera skýrslu frá ríkisdómsmála- ráðherranum. Vorwarts (blað jafnaðarmanna) segir að stórhneyksli sé að verða opinbert. Tíu miljónum marka hefir verið eitt til þess að auglýsa síð- asta lán Erzbergers, sem algerlega hefir mistekist (ekkert fé fengist). Denikin og Bolsivíkar: Frá Reval er símað að Denikin hafi tekið 10 þús. fanga af Bolsi- víkum. Kol aftnr fáanieg. Frá London er símað, að frá nýári gefi verzlunarráðuneytið al- ment útflutningsleyfi á kolum, nema til Miðveldanna og Rússlands. Kosningar í Englandi? Blaðið Uaily Mail segir, að svar Btjórnarinnar við kröfu verkamanna iim að gera námurnar að ríkiseign verði almennar kosningar í febrúar. Terkamannaráð í Danmorkn? Zahle forsætisráðherra stingur upp á því, að félög verkamanna og atvinnurekenda útnefni menn í nefnd, er búi til frumvarp til laga um þátttöku verkamanna í stjórn og ágóða atvinnufyrirtækjanna. Mexiko og Bandaríkin. Frá Mexikóborg er símað, að ó- samkomulagið Við Bandaríkin 8é íiú jafnað. Stórt úrval af allskonar smávörum. Sporöskjurammar, bæði gyltir og brúnir, af öllum stærðum. Hjálmar Þoirsteinsson, Skólavörðustíg 4. Um daginn og Yeginn. Mishepnað innbrot. í íyrri- nótt hafði einhver ætlað að brjót- ast inn í geymslurúm í einu hús- inu í Grjótaþorpinu, en hafði auð- sjáanlega snúið frá, er hanD braut lykilinn í skránni, því um morg- uninn er sá sem geymsluna átti vildi komast inn, gat hann með engu móti komið lykli sínum í skrána. Smiður var sóttur og náði lykilbroti hins óviðkomandi úr skránni. Útidyr kjallarans höfðu staðið opnar og hafa þær vafalaust freistað mSnnsins til þess að reyna innbrotið. Atvik þetta ætti að hvetja menn til þess, að ganga ekki frá ólokuðum útidyrum út- hýsa eða annara húsa. Auglýsingar berast nú svo miklar að blaðinu, að auglýsendur eru vinsamlega beðnir að koma auglýsingum sínum tímanlega í prentsmiðjuna daginn áður en þær koma í blaðið, Terkamannafélagið Dagsbrdn heldur fund í kvöid kl. 71/* í G.-T.-húsinu. Lagaírumvarp verð- ur til umræðu og samþyktar á fundinum, svo að félagar ættu að fjölmenna. Xoli kðsnnipr. Eftir Upton Sinclair. (Frh.). Þau voru komin að kofanum. Mary stóð þegjandi um stund. „Nú er eg aftur orðin örgl“ sagði hún alt f einu. „Eg lofaði yður þó að eg skyldi vera í góðu skapi. En það kemur áltaf eitt- hvað fyrir sem fær mig til að sleppa mér". Hún snéri sér snögt við og hljóp inn í kofann. Hallur stóð um hríð og beið eftir að hún kæmi út aftur en þegar svo var ekki vissi hann að þetta hafði átt að vera kveðjan; og hann gekk hægt upp götuna. Það var fyrsta sinn eftir að Hallur kom í Norðurdal að hann var í þungu skapi. Hann hafði akveðið að athuga þessa iðnaðar* grein hleypidómalaust. En í kvöld- hafði samúð hans með Mary haft of mikil áhrif é hann. Það gat að vísu verið að hann gæti útvegað henni vinnu þar, sem henni gæti liðið betur. En hann gat ekki varist þess að renna huganum til ungu stúlknanna, sem áttu heima i kolahéruðunum. Þær voru ef til vill alika gamlar, jafn ákafar og þyrstu eftir lifinu, en þjaðar og þjakaðar af örbyrgð og drykkju* skap. Það gekk maður fram hjá Halli og kinkaði kolli til hans. Það var hans velæruverðugi herra Sprogy. Hann hafði þaan starfa með höndum að útrýma víninu úr Norðuidalnum. Hallur hafði verið við kirkju sunnudaginn næstan áður og heyrt hans vel- æruverðuga halda tölu. Þar var ekki sparað blóð lambsins og söfnuðinum var gefið til kynna hvernig og á hvern hátt hver fengi sitt fyrir sorgir þær og þjáningar, sem þeir yrðu að líða í þessum dauðans skuggadal. En sú háðungt Vafalaust hafa menn einhverntíma trúað slíkum kenningurn og jafnvel lagt líf sffl í sölurnar fyrir þær. En nú fórna menn lífinu ekki lengur þeirra vegna. Heldur neyddi féiagið hvei n v.r í.imasm til að borga nO'tkuð i' hinum litlu launum sínum t I prescsia:;. Guðrækinn maður mui di efast um guðhræðslu síua, þekb hann sííkt fyrirkomU-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.