Fréttablaðið - 08.09.2018, Page 32

Fréttablaðið - 08.09.2018, Page 32
Alltaf pressa í Svíþjóð Hann tók við liðinu af Lars Lager- bäck og var strax undir pressu sem þjálfari sænska landsliðsins. „Ég hugsaði um tíma: Er þetta rétti tímapunkturinn til að taka við sænska landsliðinu? Liðið var búið að komast á fimm stórmót í röð en komst ekki inn á HM í Suður-Afríku og það voru ákveðin kynslóðaskipti fram undan. Þess vegna hugsaði ég hvort þetta væri rétti tíminn því að það var krafa um jákvæð úrslit strax. Svo hugsaði ég að þetta gæti orðið eina tækifæri mitt til að taka við landsliðinu svo að ég stökk á það. Svíþjóð komst ekki á HM það árið sem dró aðeins úr væntingunum og það voru margir farnir að kalla eftir breytingum, sérstaklega fjöl- miðlarnir, en það er alltaf pressa á þjálfaranum. Á þessu stigi þarf þjálf- ari að skila úrslitum og þú þarft að takast á við það,“ segir Hamrén sem segir það einnig mikilvægt fyrir leik- mennina. „Ef þú nærð góðum úrslitum snemma, þá ertu að selja leik- mönnum hugmyndafræðina. Þó að þú sért besti þjálfari heims munu leikmennirnir efast um aðferðir þínar ef úrslitin eru ekki rétt.“ Hann er því vanur að vænting- arnar séu miklar hjá stuðnings- mönnunum. „Þetta er annað en þegar Lars tók við liðinu, þá voru væntingarnar ekki miklar en eftir frábært gengi undanfarin ár undir stjórn Lars og Heimis fara væntingarnar á annað stig.“ Hann stýrði sænska landsliðinu í sjö ár og er ánægður með starf sitt þar þegar litið er til baka. „Þegar ég lít til baka er ég ánægð- ur með árangur minn í heildina. Við komumst tvisvar í lokakeppni EM og vorum nálægt því að komast á HM 2014, lentum í öðru sæti á eftir Þýskalandi og mættum Portúgal í umspilinu. Við mættum þeim í bráðfjörugum leik en tókst ekki að yfirstíga þá hindrun,“ segir Hamrén sem var þó svekktur yfir árangr- inum í lokakeppni EM. Fann eldmóðinn í Suður-Afríku Eftir að hafa hætt með sænska landsliðið aðstoðaði hann Örgryte í stuttan tíma sem ráðgjafi áður en hann tók stóra U-beygju. Tók hann við starfi tæknilegs ráðgjafa hjá Mamelodi Sundowns í Suður- Afríku. „Ég þurfti á hvíld að halda eftir að hafa stýrt sænska landsliðinu. Ég stýrði því í sjö ár og það tók á, líkamlega og andlega, og ég þurfti á smá hvíld að halda og vann ekki í 18 mánuði. Eftir það fann ég að ég hefði enn eldmóðinn til að vinna í knattspyrnu áfram,“ segir Hamrén sem fékk mörg tilboð eftir að hafa hætt með sænska landsliðið. „Það voru þjálfaratilboð í Skand- inavíu og fleiri tilboð en þetta var eitthvað nýtt og ég var að leita eftir því. Ég var búinn að þjálfa í Skand- inavíu, auðvitað voru mörg tilboð freistandi fjárhagslega en ég sagði nei við mörgum þar til ég fékk til- boðið frá Suður-Afríku. Þar fór ég í nýtt umhverfi og nýja stöðu og ég ákvað að stökkva á tækifærið.“ Hann sinnti því starfi í rúmt ár. „Það voru langir vinnudagar, sér- staklega fyrstu mánuðina þegar ég var einsamall í Suður-Afríku. Ég var að koma í nýja stöðu og vildi læra allt saman undir eins en þar fann ég líka eldmóðinn á ný. Þar fann ég að ég saknaði þess að þjálfa lið en ekki í Svíþjóð þar sem mér fannst ég hafa náð öllu því sem hægt væri.“ Getur aðstoðað aldraða foreldra Skyndilega kom tilboð frá Íslandi, þar fékk hann tækifæri til að snúa aftur í þjálfun og á sama tíma huga að fjölskyldumálum. „Þegar það kemur upp fæ ég tæki- færi til að stýra liði í fremstu röð í Evrópu og búa í Svíþjóð og vera nær fjölskyldunni. Þá get ég aðstoðað foreldra mína sem eru orðnir gamlir og þurfa á aðstoð að halda, systir mín sá lengi vel um það og gerði það vel en nú gat ég aðstoðað. Þegar ég var í Suður-Afríku hitti ég þau einu Ég fÉkk strax að heyra það frá mörgum að- ilum að þetta væri ekki besti tíminn til að taka við íslenska lið- inu eftir velgengnina undanfarin ár og það eru miklar væntingar gerðar til liðsins. sinni á ári en þarna fékk ég spenn- andi tækifæri sem hentaði vel, ég get búið í Svíþjóð og þjálfað í fremstu röð,“ segir Hamrén sem heillaðist í fyrstu heimsókn. „Ég fann það strax þegar ég kom á fund hjá KSÍ að þetta væri starf sem ég væri til í. Ég er afar ánægður með að þeir kusu að ráða mig.“ Ráðlagt að taka ekki við liðinu Hann var varaður við því að taka við íslenska liðinu á þessum tíma- punkti. „Ég fékk strax að heyra það frá mörgum aðilum að þetta væri ekki besti tíminn til að taka við íslenska liðinu eftir velgengnina undan- farin ár og það eru miklar væntingar gerðar til liðsins. Það eru ekki marg- ar þjóðir sem komast í lokakeppni þrjú skipti í röð og þetta verður erfitt en mér líkar þessi áskorun. Ég hef trú á því að við getum það ef leikmennirnir haldast heilir og þeir sýna sama vilja og þeir hafa gert undanfarin ár.“ Hamrén vann með tveimur íslenskum leikmönnum sem þjálfari félagsliðs, Brynjari Birni Gunnars- syni og Atla Sveini Þórarinssyni, og hann heillaðist um leið af íslenska viðhorfinu. „Ég heillaðist strax af þeim, Atli kom upp úr unglingastarfinu hjá Örgryte og ég hugsaði oft um hann sem sænskan leikmann en Brynjar kom inn sem leikmaður til að styrkja aðalliðið og heillaði mig undir eins,“ segir Hamrén og heldur áfram með bros á vör: „Ég man ennþá eftir fyrsta leikn- um hans Brynjars. Æfingarleikur á La Manga og ég sá strax hvað við værum með frábæran leikmann í okkar herbúðum, hann var við það að drepa andstæðinginn í leiknum og átti eftir að gera hvað sem er til að vinna leiki fyrir félagið,“ segir Hamrén glottandi. Hefði þegið æfingaleiki Fyrstu leikir Íslands undir stjórn Hamréns eru afar erfiðir. Sviss og Belgía í Þjóðadeild UEFA, lið sem eru meðal tíu bestu í heiminum samkvæmt styrkleikalista FIFA. „Þetta verða virkilega erfiðir fyrstu leikir, ef ég á að vera hrein- skilinn, ég hefði kosið að fá æfinga- leiki til að skoða leikmennina og koma mínum hugmyndum að en þessu verður ekki breytt. Ég er afar spenntur að sjá hvað leikmennirnir gera og hvert við getum farið saman sem lið. Við erum í efsta styrkleika- flokki í Þjóðadeildinni og þá mæt- irðu liðum af þessum styrkleika- flokki og það er okkar að halda sæti okkar. Ef litið er til styrkleikalistans ættum við að vera í þriðja sæti en Ísland hefur sýnt það áður að það er hægt að vinna stærri þjóðir ef leikáætlunin gengur upp,“ segir sá sænski. Verður þetta í sjöunda skiptið sem Ísland og Sviss mætast í karla- flokki en síðast lauk leiknum með 4-4 jafntefli. Jóhann Berg Guð- mundsson, sem nú er fjarverandi vegna meiðsla, skoraði þrjú mörk og bjargaði stigi fyrir Ísland í Bern. „Ég þekki tilfinninguna, við náðum að vinna upp fjögurra marka forskot gegn Þýskalandi með Sví- þjóð og vonandi getum við náð að leika það eftir án þess að leka fjórum mörkum.“ Hamrén hefur skoðað leikmenn sem eiga leiki að baki fyrir U21 árs liðið en ætlar að gefa sér tíma til að skoða aðra leikmenn á næstu vikum. Tíminn var af skornum skammti hjá honum og Frey Alex- anderssyni við að velja leikmanna- hópinn í þetta skiptið. Erfitt að taka við kyndlinum „Ég hef skoðað leiki með U21 árs liðinu en ekki náð að sjá marga leika með félagsliðum sínum. Síð- ustu vikur hafa einkennst af því að skoða ótalmarga leikmenn en það er skylda mín að fylgjast með yngri landsliðum Íslands sem þjálfari landsliðsins. Það verður erfitt fyrir komandi kynslóðir að taka við kyndlinum af gullkynslóðinni, sér- staklega þegar mengið er lítið eins og á Íslandi en flestir af núverandi leikmönnum liðsins eiga að mínu mati nokkur góð ár eftir,“ segir Hamrén sem segist ekki ætla að fara að þvinga fram endurnýjun strax. „Við getum ekki valið leikmenn í hópinn bara vegna aldurs, þeir verða að hafa eitthvað fram að færa og ég mun fylgjast með því. Von- andi hefur gott gengi liðsins jákvæð áhrif á komandi kynslóðir. Í Svíþjóð ætluðu yngri kynslóðir sér að ná sama árangri og farsælir íþrótta- kappar. Yngri leikmenn hafa séð hvaða möguleikar eru fyrir hendi, að Ísland geti komist í lokakeppni í stórmóti.“ Hamrén segir mikla áskorun að halda íslenska landsliðinu í fremstu röð. FRéttAblAðið/SiGtRyGGuR ARi Zlatan er auðmjúkur og frábær einstaklingur „Það eina sem ég er ekki sáttur við eru úrslitin á EM, við unnum bara einn leik árið 2012 og töpuðum fyrstu tveimur leikjunum. Fjórum árum seinna, í Frakklandi, fengum við bara eitt stig. Það var margt líkt með því og því sem Ísland upplifði á HM í Rússlandi í sumar. Það var margt jákvætt en úrslitin duttu ekki með liðinu.“ Hjá sænska liðinu stýrði hann stórstjörnunni Zlatan Ibrah­ imovic. „Hann er heimsklassa leikmaður og var í raun mun stærri stjarna en nokkur annar leikmaður í liðinu. Þrátt fyrir það reyndist hann mér frábærlega og ég get ekki annað en hrósað honum sem frábærum manni. Hann hætti um tíma með landsliðinu en kom aftur og átti bestu ár sín með liðinu undir minni stjórn, þar sýndi hann sænsku þjóðinni hvað í honum bjó. Liðið nýtti hæfileika hans til hins ýtrasta og hann hagnaðist á því sem fyrirliði liðsins.“ Undirritaður er forvitinn um persónuleikann. Zlatan er afar litríkur karakter innan sem utan vallar. „Maður sér eina hlið á honum í fjölmiðlunum og hann hefur nýtt sér það vel til að stækka viðskipta­ veldi sitt en í mínum augum er hann frábær og auðmjúkur ein­ staklingur. Ég fæ oft spurningar um hvort það sé erfitt að þjálfa leikmenn eins og hann en leik­ menn í þessum gæðaflokki vita hvað til þarf og leggja hvað mest á sig. Ég ber ómælda virðingu fyrir honum og gæti sagt margar sögur af því hversu fagmannlegur hann er, stærra vandamál er að vinna með leikmönnum sem halda að þeir séu á þessu gæðastigi en eru það ekki.“ 8 . s e p t e m b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r32 H e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð 0 8 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :2 9 F B 1 1 2 s _ P 0 9 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 C 4 -2 F 8 8 2 0 C 4 -2 E 4 C 2 0 C 4 -2 D 1 0 2 0 C 4 -2 B D 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 1 1 2 s _ 7 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.