Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.01.1981, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 15.01.1981, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 15. janúar 1981 VÍKUR-fréttir STURLA SIGHVATSSON: AÖ þekkja sjálfan sig og vaxa í heilbrigði á sálu og líkama Eitt af þvi sem flesta dreymir um er langlífi. Ekki aöeins lang- lífi, heldur um leið heilbrigt líf þar sem likaminn starfar af fullum þrótti, sálarlifiö er i jafnvægi og andlegu sem veraldlegu lífi er lif- aö i gnægö og stööugleika. Þetta er i raun von og draumsýn allra þjóöa og þær hafa unniö að þessum markmiðum leynt eöa Ijóst alla tíð Mannsandinn elur einnig meö sér þávonaöfyrreöa síöar takist honum aö skiija nátt- úruöflin og gangverk þeirra til fulls og hagnýta sér óþrjótandi orku og skapandi mátt náttúru- aflanna Nútimatækni sem nú- tímavísindi hafa fært manninum eru besta dæmiö um það hve mikiö lifsþægindin aukast ef aö- eins hluti af gangverki náttúru- lögmálanna er þekkt. Þekking er þaö sem í raun eraflgjafi nútima- lífs. Allar vélar, áhöld og tæki svo sem flugvélar, bifreiöar, raf- magnsvélar, tölvur o.s.frv., allt þetta er árangur af viöleitni mannsins aö vilja þekkja náttúr- una og hagnýta sér gangverk hennar til bættra lífskjara. Ökukennsla Æfingatímar Greiösla aöeins fyrir tekna tima. Utvega öll kennslugogn Helgi Jónatansson Vatnsnesvegl 15 - Simi 3423 Tll lelgu 3ja herb. ibúö viö Hjallaveg í Njarövik, i eitt ár. Fyrirframgr. Tilboö óskast send Víkur- fréttum, merkt ..Hjallavegur". Hingað til hefur þó maöurinn i þekkingarleit sinni gleymt sjálf- um sér og gefiö þeim lögmálum sem rikja innra meö honum og litinn gaum. Því hefur andlegt at- gerfi mannsins og þekkingin um það ekki vaxiö aö sama skapi og þekking hans á hinum efnis- kennda heimi. Því e/ kominn tími til aö maöurinn snúi sér að sjálf-' um sér og byrji að þekkja sjálfan sig. Innhverf ihugun er aöferö tll aö þekkja sjálfan slg Undanfarin 5 ár hefur Innhverf ihugun og Innhverf ihugun Sidhi kerfiö veriö kennt á (slandi. Inn- hverf íhugun er einföld aðferð sem iökuö er 15-20 mínútur kvölds og morgna Hún er einföld, þægileg og áreynslulaus andleg tækni sem iökuö er sitj- andi í þægilegum stól. Þegar Innhverf ihugun er stunduö skynjar iökandinn finni og fínni stigu vitundar eöa hugsunar og þau náttúrulögmál sem rikja djúpt inn i huga sérhvers manns veröa hluti af meövituöu dag- legu lifi iökandans. Sú þekking sem tengd er þessum náttúru- lögmálum byrjar aö opnast iök- andanum og hann notfærir sér þau á fullkomlega sjálfvirkan máta til aö auka orku líkamans og stuöla aö samræmdari og heilbrigöari starfsemi allra lík- amsþátta. Meö áframhaldandi íhugun hreinsast líkami og hugur af allri streitu og öörum framandi óhreinindum og iök- andinn byrjar aö vera kunnugur þeim náttúrulögmálum sem rikja í djúpum huga hans og þekking- unni sem þeim er tengd. Aö lokum leiðir ihugunin til þess að ihugandinn öölast fullt vald á allri þekkingu. Slikur maður eða kona veröur sjálfkrafa mjög hamingjusamur þvi aö i djúpum hugans er einnig mikill friöur eða sæla sem tengd er tærri þekk- ingu eöa æöri sviðum vitundar. Einstaklingurinn hefur nú þrosk- að sjálfan sig til fulls og skilning- ur hans á sjálfum sér er um leið þess eðlis aö ihugandinn skilur i raun náttúruna i heild og gang- verk hennar, þvi maðurinn og hugur hans er í óendanlega nánum tengslum viö náttúruna. Aö þekkja sjálfan sig þýöir að maður þekkir um leiö alla sköp- unina. Slíkur maður er uppljóm- aöur, hann er hrein endurspegl- un Veda eöa visku. Andlegt at- gerfi hans er óendanlegt bæöi að stööugleika og innra ríkidæmi lífsfyllingar og ofgnóttar. Aö þroska slfkan elnstakling Aö þroska slíkan einstakling er auövelt i dag. Þeir sem byrja aö iðka Innhverfa íhugun finna strax mnri frið, almennavellíðan, aukinn lífsþrótt, meiri greind og aukinn hæfileika til aö fá óskir sínar uppfylltar. Líkamsvefirnir eyðast aö öllu jöfnu meö þeim afleiöingum aö maöurinn eldist og deyr aö lokum þegar endurnýjunarmátt- ur líkamans er þorrinn. Þegar Innhverf íhugun er stunduö hægist á þessari framvindu eyð- ingar eöa hún hættir alveg. Fjöl- margar vísindarannsóknir geröar nýverið viö merkar rann- sóknarstofnanir sanna, að með Innhverfri íhugun yngist fólk. Maöur sem hefur áraaldurinn 45 ár hefur líkamsuppbyggingu sem getur veriö allt að 10-15 árum yngri og það eftir 4-7 ára íhugun. Þetta þýðir aö starfsemi líkama slíks einstaklings er jafn þróttmikil og eðlileg og í manm sem er 30-35 ára. Aldur fólks segir því ekki alla söguna um elli þess. Innhverf ihugun yngir því iökandann, þ.e. eykur endurnýj- unarhæfni líkamans svo aö af hlýst heilbrigði og varðveiting líkamlegrar atorku. Nútímavís- indi staöfesta ofangreinda full- yröingu og meira en 1000 vis- indalegar rannsóknir gerðar af liffræöingum og sálfræðingum, sýna að ótviræöar framfarir eiga sér staö hjá iökendum Innhverfr- ar íhugunar og þá í þá átt sem að ofan greinir. Hér i Keflavik verður haldinn stuttur kynningar fyrirlestur i Fé- lagsheimilinu Vik, mánudaginn 19. janúar n.k. kl. 20.30. Allir þeir sem áhuga hafa á að kynnast ihugunartækninni frekar, eru velkomnir á fundinn og i fram- hald af honum veröur haldiö stutt námskeiö i Keflavik þarsem allir ungir sem aldnir geta lært tæknina ef þeir óska þess. Atvlnna óakast 28 ára húsmóöir óskareftirvinnu hálfan daginn, fyrir hádegi. Þaul- vön afgreiðslustörfum. Ræsting- arvinna kemur einnig til greina. Uppl. I sima 2098 eftir kl. 5 á daginn. I ■ ————I Loftpressa Tek aö mér múrbrot, fleygun og borun fyrir sprengingar. Geri föst verðtilboð. S|M| 3937 Sigurjón Matthíasson Brekkustíg 31c - Y-Njarövík ÚTGERÐARMENN - SJÓMENN Teinatóg m/blýi - Flot-teinatóg Allar geröir af tógi Stálvír og Pólivír, allar geröir Höfum vírapressu Allar geröir af blökkum, lásum og belgjum. T rollkúlur - Baujuljós o.m.fl. - Hagstætt verö Netaverkstæði Suðurnesja Veiöarfœradeild

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.