Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.01.1981, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 29.01.1981, Blaðsíða 1
VÍKUR 2. tbl. 2. árg. Fimmtudagur 29. janúar 1981 fCÉTTIE ATVINNUMALIN: ÆTLAR ATVINNUMÁLA NEFND KEFLAVÍKUR EKKERT AÐ GERA í MÁLINU? Eins og fram hefur komið í Vík- ur-fréttum og öðrum fjölmiðlum að undanförnu er nú mjög slæmt atvinnuástand í Keflavikog hefur verið frá því um áramót. Hefur tala þeirrasem eru á atvinnuleys- isskrá farið upp i og jafnvel rúm- lega 100 nú siðustu vikurnar, þ.e.a.s. þeirra sem látið hafa skrá sig. En að auki er talið að annar eins fjöldi hafi ekki látið skrá sig vegna þeirra annmarka sem eru á greiðslum atvinnuleysisbóta. Sem fyrr eru konur í frystihús- unum í stórum meirihluta, sem stafar m.a. af breyttum vinnslu- háttum í fiskvinnslunni, en nú er svo til eingöngu unnið í salt og skreið en ekki ífrystingu. Því þarf mun minni mannafla en verið hefur, auk þess sem vinnsla afl- ans tekur skemmri tíma. Þessi breyting á vinnsluháttum á ekki einungis sér stað hjá Ólafi Lárus- Köld kveðja til atvinnulausra A fundi í stjórn og trúnaðar- ráði Verkakvennafélags Kefla- víkur og Njarðvíkur, 26. jan. sl. var eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða: Stjórn og trúnaðarráð Verka- kvennafélags Keflavíkur og Njarðvíkur lýsir furðu sinni á samþykkt Atvinnumálanefndar Suðurnesja og þykir hún heldur köld kveðja til þess fólks sem gengið hefur atvinnulaust und- anfarnar vikur. Minnir fundurinn á að samkv. skýrslum vinnumiðlunar var at- vinnuleysi í Keflavík árið 1980 30% meira en árið áður. Félagiö greiddi sl. föstudag 48 verkakonum bætur og í vikunni Atvinnumálanefnd Suðurnesja: Frétta- tilkynning Á fundi Atvinnumálanefndar Suðurnesja, 26. jan. sl. var eftir- farandi bókun samþykkt: Undanfarið hefur komið fram i fjölmiðlum að atvinnuástand á Suðurnesjum sé mjög slæmt og jafnvel gefið í skyn að fólk flytji burt af svæðinu í stórum stíl, vegna atvinnuleysis. Af þessu tilefni upplýsa fulltrú- ar i nefndinni að 23. janúar 1981 voru 49 manns á atvinnuleysis- skrá í Keflavik, en þaðerfærraen var fyrir viku og allar líkur á því að Þegar vertíð verður komin í full- an gang, verði ekki um atvinnu- leysi að ræða. Á skrá í Njarövík eru 9, Garði 2, Vogum 4, en eng- inn i Grindavík, Sandgerði og Höfnum. Margir af þeim sem eru á skrá eru vörubifreiðastjórar. þar áður greiddi félagið 87 verka- konum atvinnulaysisbætur. Að sjálfsögðu er hér aðeins um að ræða konur í Verkakvennafé- laginu. Aðrir atvinnuleusir til- heyra öðrum verkalýösfélögum. Auk skráðra eru fjölmargar konur atvinnulausar, sem ekki Framh. á 6. sföu syni hf. heldur einnig i öllum hinum frystihúsunum. Ekki er einungis um að ræða samdrátt í fiskvinnslufyrirtækj- unum í Keflavík, þó það sé stærsti liðurinn, því núerfariðað bera á samdrætti iýmsum öðrum greinum óskyldum fiskvinnsl- unni, og er nú allt útlit fyrirþvíað á næstunni aukist sá hópurerfái í henduruppsagnarbréf, þóhann hafi starfaö við aðrar greinar at- vinnulífsins. Samfara þessu ástandi hér hefur töluverður hópur fólks leitað vinnu annað, bæði til ná- grannasveitarfélaganna og út á landsbyggðina. Þá fer þeim hóþi ört fjölgandi sem leitar nú eftir vinnu erlendis og þá mest til Bandaríkjanna. ( síöasta blaöi Víkur-frétta var sagt að þessi hópur væri um 10 manns, en nú hefur komiö fram að hópurinn er margfalt stærri. Framh. á 6. sfðu Sandgerði: Póst- og símahús I smíðum Nýtt póst- og símahús er nú í smíðum í Sandgerði. Byggingin er komin upp og búið að gróf- pússa allt að innan og leggja í gólf og komið að því að smíöa innréttingar. Reynt verður að flýta framkvæmdum eins og mögulegt er til þess að hægt verði að taka húsið I notkun sem fyrst. Að sögn Björgvins Lúthers- sonar símstöövarstjóra í Kefla- vík og yfirmanns tæknimanna á Reykjanessvæðinu, kvað hann aö sínu mati bygginguna vera sérstaklega vel hannaða í alla staði. nefndi hann sem dæmi að í þessari hönnun væri tekið fullt tillit til hreyfihamlaðra, og fólk í hjólastólum gæti ekiö af götu og inn í húsið og fengiö þar eðlilega afgreiðslu. Er þetta ein af fáum opinberum stofnunum á Suður- nesjum sem byggð er með þarfir fyrir hreyfihamlaða i huga, og því skemmtilegt að hún skuli einmitt verða tekin í notkun á þessu ári, sem er alþjóðaár fatlaðra. Húsið er á einni hæð, þar sem verður aðalafgreiðsla, ásamt tengiálmu fyrir búnað, eldhús og kaffistofu fyrir starfsfólk og tæknimenn. 850 þús. kr. lántaka Bæjarráð Keflavíkursamþ. ný- lega aö bæjarsjóður tæki lán í Sparisjóðnum i Keflavík, vegna framkvæmda við Heiðarhvamm 2-4 og vegna ógreidds framlags til íþróttahúss, að upphæð kr. 850 þús. Keflavík: 50 km hraði leyfður á 4 götum? Umferðarnefnd Keflavíkur hefur lagt til að leyft verði að aka á 50 km hraða á klst. á Hafnar- götu, Vesturbraut, Hringbrautog Flugvallaryegi, þ.e. á þeim kafla hans sem tengir saman Hring- braut og Hafnargötu. Breyting þessi taki gildi 1. maí n.k. Sandgerði: Vertíð geng- ur stirðlega Vertíðin í Sandgerði hefur gengið mjög stirðlega vegnatíð- arfars, sem verið hefur rysjótt að undanförnu. Aflabrögð hafa hins vegar verið nokkuð góð hjá línu- bátum þá sjaldan þeir hafa getað róið. Netabátar hafa aftur á móti ekkert fengiö og frekar tregt hefur verið hjá trollbátum. Þeir togarar sem leggja upp í Sandgeröi hafa aflað mjög vel og landað tvisvar frá áramótum, Sveinn Jónsson samtals 274 tonnum og Framtíðin 231 tonni. Keflavík: Innheimta bæjargjalda 82.19% Samkvæmt bráðabirgðatölum um innheimtu bæjargjalda í Keflavík fyrir árið 1980 82.19%. Heildarálagning ásamt dráttar- vöxtum auk útistandandi gjalda frá fyrra ári (79) var 2.709.981 kr. Innheimtustaða var 31 des. 1980 kr. 2.227.402.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.