Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.01.1981, Page 3

Víkurfréttir - 29.01.1981, Page 3
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 29. janúar 1981 3 Ragnarsbakarí, Keflavík: í nýtt húsnæði með vorinu Ragnarsbakarí hefurnútekiðá leigu húsnæði að Iðavöllum 8 í Keflavík, og mun öll starfsemi fyrirtækisinsflytjast þangað ívor utan verslunin, sem verðuráfram á Hringbrautinni. Mjög er nú tekið að þrengja að starfseminni, en hún fer nú fram á 5 stöðum. Framleiösluplássið er núna 250 ferm. en fer upp í 1000 ferm. á nýja staðnum. ,.Sala á brauöum er alltaf aö sukast á Reykjavíkursvæðinu," sagði Ragnar bakari í viðtali við blaðið, ,,og fara nú 42% af fram- leiðslunni þangað. Hn á meðan salan eykst hjá mér þar, þá er brauðum ekið hingaðfrá Reykja- vík, sem sumum finnst skrítið. Kringlurnar hafagengið mjög vel og fara þær um allt land nú þegar." Eins og kunnugt er hafa flestir bakarar nú hætt að baka hin svokölluðu ,,vísitölubrauð" vegna stríðs þeirra við verðlags- yfirvöld. Við spurðum Ragnar hvort hann væri í þeirra hópi: ,,Ég skipti um framleiðslu árið 1975, þá hætti ég að framleiða allar vísitöluvörur nema heil- hveitibrauð, og breytti þá mínum brauðum yfirí,,Ristabrauð“,sem hafa líkað mjög vel. Þess vegna þarf ég ekki að breyta neitt um framleiðslu." Hið nýja húsnæði Ragnarsbakarís er nú í byggingu Á misskilningi byggt Vegna fréttar í síðasta blaði um brot Fjölbrautaskólans á bygg- ingalögum, óskar Jón Böðvars- son eftir að koma á framfæri eft- irfarandi athugasemd: „Framkvæmdir við breytingar á húsinu að Iðavöllum 1 eru ekki hafnar. Varð að ráði í samráði við menntamálaráðuneytið, að verknámsdeildirnar flyttu inn í húsið á þessum vetri, málmsmíð- ln í sept. og trésmíðin og hár- greiðslan i jan. ’82, en engar breytingar yrðu gerðar á húsinu, heldur yrði skoðað á þessum vetri hvernig framtíðartilhögun yrði hagkvæmust. Þess vegna var ekkert gert annað heldur en að hreinsa húsið, laga það til og mála til bráðabirgða nokkra veggi, en í febrúarmánuði hefst hönnun hússins og þá verður teiknað og síðan gengið frá frá- gangi að öðru leyti. Af þeim sök- um var ekki ástæða til að leita til bygginganefndar, enda er það ekki skylt í þessum tilvikum. Hins vegar er sjálfsagt að til bygg- inganefndar verði leitað þegar raunverulegar framkvæmdir hefjast. Þess vegna er það á mis- skilningi byggt að nokkrar bygg- ingasamþykktir hafi verið brotn- ar, þviaðþaðerekkifyrrenraun- verulegar byggingaframkvæmd- ir hefjast sem tímabært er að snúa sér til bygginganefndar, en hún tekur slík mál ekki fyrir fyrr en teikningar liggja fyrir og tekur þá afstöðu til þeirra". Myndin var tekin er verið var að taka inn vél í verknámshús Fjölbrauta- skólans viö Iðavelli. Slökkvitækja- þjónusta Suðurnesja Kolsýruhleðsla - Dufthleðsla Slökkvitæki og reykskynjarar. Viðhald og viðgerðir á flestum tegundum slökkvitækja. SLÖKKVITÆKJAÞJÓNUSTA SUÐURNESJA Háaleiti 33 - Keflavík - Sími 2322 KEFLAVÍK Félagslegar íbúðir Ákveðið hefur verið að selja íbúðir þærsem í bygg- ingu eru á vegum Keflavíkurbæjar að Heiðar- hvammi 2-4. Um er að ræða 12 íbúðir, 2ja og 3ja herbergja. Áætlað er að íbúðum þessum verði skilað fullgerð- um í lok þessa árs. Umsóknum um kaup á íbúðunum skal skila á þar til gerðum eyðublöðum '*rl skrifstofu Keflavíkur- bæjar ásamt vottorði um fjölskyldustærð, efna- hag og tekjur. Umsóknarfrestur er til 6. febrúar n.k. Bygginganefnd leiguíbúða á vegum Keflavíkurbæjar Prjénakonur Nú kaupum við einungis lopapeysur, heilar og hnepptar. Móttaka að Bolafæti 11, Njarðvík, miðvikudaginn 11. febrúar kl. 13-15. ISLENZKUR MARKADUR HF. mmsms TRÉSMIÐJA KEFLA VlKUR Sóltúni 4 - Keflavik Símar 3516, heima3902, 1934 Tökum að okkur alla almenna trésmíðavjnnu.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.