Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.01.1981, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 29.01.1981, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 29. janúar 1981 VÍKUR-fréttir ÓLAFUR BJÓRNSSON: Skýr og góð svör ( síöasta blaöi Vikur-frétta varpar Jóhann Geirdal (erföa- prins K.G.S.) fram fjölda spurn- inga varöandi áform um aö byggja olíustöð í Helguvík. Fyrri hluti greinar hans fjallar að mestu um þá leynd sem hann telur hafa veriö í allri umfjöllun málsins. Þarsem Jóhann teluraö hér sé um hernaðarmannvirki aö raeöa, sem vissulega er nokkuö til í, ætti honum ekki aö koma á óvart þótt leynilega sé meö farið. Hulunni hefur þó nokkuö veriö lyft eftir aö félagi Jóhanns, Ólaf- ur Ragnar Grímsson fékk öll gögn í hendur. Jóhann virðist ekki sætta sig aö öllu viö skýringar félaga sins og auglýsir nú eftir skýringum manna, sem hann væntanlega treystir betur. Ég er einn þeirra sem hann til- nefnir og mun nú reyna aö verða viö tilmælum Jóhanns (Karli tekur hann greinilega ekki mark á og er það vel). Sögu málsins má rekja allt afturtil ársins 1963. StæröVíkur- frétta takmarkar hvaö ítarlega er hægt aö rekja söguna, læt ég því nægja að byrja á bæjarstjórnar- fundi 4/4 1978. Þá var samþykkt mótatkvæðalaust að Helguvík skyldi valin fyrir olíuhöfn, K.G.S. greiddi ekki atkvæði. Tillagan kom frá sameiginlegum fundi bæjarráðanna í Keflavík og Njarðvík. Þar haföi hún veriö samþykkt samhljóða og hér meö hefur Jóhann hvaöan frumkvæð- ið kom. ( október 1979 skipaöi Bene- dikt Gröndal þáverandi utanrík- isráöherra nefnd í málið. Nefnd- arskipunin birtist í öllum fjöl- miðlum. Nefndin lauk störfum 23. maí 1980. Þá birtist i fjölmiðl- um aö náöst heföi samkomulag um þá lausn sem bæjarstjórnirn- ar höfðu lagt til, byggingu oliu- stöðvar í Helgivík. Þar meö var og er fengin lausn á þessu vand- ræöamáli, ef islensk stjórnvöld láta ekki kommadekriö ráðaferð- inni. Að sjálfsögöu þjónar lausn- in einnig NATO, annað stóö aldrei til. Jóhann má ekki gleyma því aö viö erum meðlimir NATO, þannig eru hagsmunir þess einnig okkar, aö minnsta kosti að vissu marki. Mikiö hefur fariö fyrir brjóstið á Jóhanni og sálufélögum hans, aö verið sé aö auka umsvif NATO m.a. tala þeir um fjórföldun geymarýmis. Bæjarstjórn Kefla- víkur hefur tjáö sig reiðubúna tjl að leggja til 1 km2 lands norðan viö Helguvík. Það mun vera land- rými til þessað byggjatankasem rúma um 200.000 tonn. Nú hefur NATO land upp að byggð í Kefla- vik og Njarðvík sem rúmað gæti margfalt þaö magn af tönkum, sem í Helguvík er ætlaö aö reisa. Hvar sem tankar verða byggðir er það væntanlega háð sam- komulagi viö stjórnvöld hversu margir þeir verða. Og sam-- kvæmt varnarsamningnum er lík- lega viö utanríkisráðherrann ein- an að fást þar um. ( Helguvík er dýpi 12 faðmar, þaö nægir skipum sem eru 30-35 þús. tonn aö stærð, og að sjálf- sögðu allt þarfyrirneðan. Ekkier talinn vafi á að minni hætta stafar af slíku skipi tvisvar til þrisvar á ári við þær fullkomnu aðstæöur sem fyrirhugaðar eru í Helguvík, heldur en 2000 tonna skipi vikulega í höfninni hérviðVatns- nes eða „Kópavíkurdokkinni" hans Kalla. Þáerþess aðgætaað olía sem flutt erhingað með2000 tonna skipi hefur áður farið hér stutt undan með stóru skipi. Það rignir ekki olíu í Hvalfirðinum. Bollaleggingar Jóhanns um miðlunartanka yfir vatnsbólun- um eru eitthvert bull úr Ólafi Ragnari eða ámóta hæpnum heimildum. Þá er það spurningin um fram- tíðar byggingarland Keflavíkur. Eins og fram hefur komið er hér um 1 km2að ræða, í staðinn losn- ar miklu stærra landrými, að vísu í Njarðvík. Flestir bæjarfulltrúar eru það framsýnir að telja slíkt ekki skipta máli. Viðverðum von- andi menn til þess að sameina sveitarfélögin löngu áður en kæmi að því að brjóta niður há- bergiö norðan Helguvíkur undir byggingar. Það er dýrt bygging- arland, samfelld klöpp sem hallar frá sjó. Að lokum eru það svo íslensku olíufélögin. Þau hafa síður en svo áhuga á þessu fyrirtæki, enda mun það heldur taka spón úr þeirra aski. Af því vænti ég að Jóhann og félagar hafi ekki áhyggjur. Hins vegar flaug fyrir í haust að Alþýðubandalagsfélög- in áSuðurnesjum hafi rætt um að stofna nýtt olíufélag til þess að taka að sér olíuhermangið, um það veit Jóhann meira en ég. Auðvitað mun Alþýðubanda- lagiö þvælast fyrir öllum úrbót- um i þessu máli sem öðrum, það er þeirra náttúra. „Tankamálið" er vel undirbú- ið, við skulum ekki líða að íslensk stjórnvöld standi í vegi fyrir lausná þeirri martröð, sem þetta ónýta tanka- og leiðsludót hefur valdið mörgum íbúum bæjanna tveggja í langa tið. Til að byrja með verður að ganga frá leiðsl- unni á þann háttað hún bagi sem minnst. Banna notkun tankanna sem næstir eru byggð og færa giröinguna. Þessu var búið aö lofa vorið ’80, hvað leiðsluna varðar. Jafnframt verði tafarlaust hafinn undirbúningur aö bygg- ingu oliustöðvar i Helguvík eins og búið er að ná samningum um. Skattframtöl Annast gerð skattframtala fyrir einstaklinga. JÓN G. BRIEM, hdl. Hafnargötu 23, Keflavík (Víkurbær, II. hæö) Sími 3566 Vinnuvélaeigendur Útgerðarmenn o.fl. Höfum fyrirliggjandi: Háþrýstislöngur - Barka - Stálrör og tilheyrandi tengi. Dæluslöngur fyrir loðnubáta. Koparfittings - Membrukútar og gúmmí og margt fleira. VÉLTENGI HF. Iðavöllum 5B - Keflavfk Sfmi 2884 - Helmasfml 1345 KEFLAVÍK ÚTSVÖR AÐSTÖÐUGJÖLD Fyrsti gjalddagi fyrirframgreiðslu útsvara og aðstöðugjalda er 1. febrúar n.k. Gerið skil á gjalddögum og forðist þannig dráttarvexti og önnur óþægindi. Innheimta Keflavíkurbæjar

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.