Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.01.1981, Blaðsíða 5

Víkurfréttir - 29.01.1981, Blaðsíða 5
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 29. janúar 1981 5 Verða Keflvíkángar að greiða sorphreinsunargjald? Á síðasta fundi baejarstjórnar Keflavíkur var tekin til fyrri um- ræðu reglugerð um sorphreins- un á vegum Sorpeyðingarstöðv- ar Suðurnesja. Meðal atriða i þessari reglugerð eru ákvæði um Keflavík: Manntal tekið á laugardag Eins og flestum mun kunnugt vera hefur verið ákveðið að taka manntal á Islandi, og fer það fram i Keflavík n.k. laugardag. Fyrir föstudagskvöld verða bæjarbúar væntanlega búnir að fá í hendur tvö eyðublöð af þrem- ur, sem það er beöið að fylla út. Þriðja eyðublaðið fara teljararnir með í húsin og útfylla sjálfir. Er fólk vinsamlega beðið um að taka vel á móti teljurunum, og þótt sumum finnist að hér séu um persónunjósnir að ræða, að láta það ekki bitna á þeim. Teljar- arnir eru alls 95. Manntalsstjóri er Hjördís Árnadóttir. sérstakt sorphreinsunargjald sem, - ef reglugeröin verður samþykkt - mun verða svohljóð- andi: Fyrir ibúðarhúsnæði: Sorppokagjald, 60 pokar á ári, kr. 12.500. Hreinsun á 600 lítra gámi einu sinni í viku pr. ár, kr. 60.000. Hreinsun á 600 litra gámi um- fram einu sinni í viku, pr. ár, kr. 15.000. Aukahreinsun umfram einu sinni í viku, þrefalt gjald. Losun á 5 m3 gámi í hvert sinn kr. 15.000. Gjaldskrá þessi endurskoðist einu sinni á ári samfara álagn- ingu fasteignagjalda. Þess má geta að öll byggðar- lögin á stór-Reykjavíkursvæðinu svo og hin byggðarlögin hér á Suðurnesjum hafa undanfarin ár innheimt gjald þetta samhliða fasteignagjöldum. TIL LEIGU EÐA SÖLU 80 ferm. húsnæði, bjart og þokkalegt. Uppi. í síma 1661. KEFLAVÍK: Lítið borgað fyrir beitningu Mismunur ð greiðslu pr. bjóð í ólafsvík og Keflavík eru 1.418 kr. Sagt hefurveriðfrá ífréttumað mikið atvinnuleysi sé í Kefiavík. Hér er þó ein stétt manna sem hefur nóga, já.alltof miklavinnu, en það eru beitningarmenn. Hér hefur það skeð undanfarin haust að bátar hafa orðiö að hætta við að fara á línu vegna þess að engir menn fengust í beitningu. Og hvers vegnaskyldi það vera? Lítum nú á kjör þessara manna. Það er greitt fyrir eitt beitt bjóð 5.480 gkr. Þá er ætlast til að tekiö sé á móti bát oft í öðru byggðarlagi, fara aftur um kvöldið með beittu bjóðin um borð. Þá þarf að taka á móti beitu og bera inn í frystigeymslu. Það Badminton- mót 27. des. sl. hélt Badmintonfé- lag Keflavíkur sitt fyrsta innanfé- lagsmót. Var keppt bæði í ein- liöa- og tvíliðaleik. Þátttaka var mjög góð, eöa 26 í einliðaleik og 28 í tvíliöaleik. Sigurvegari í einliðaleik var Þórður Guömundsson, en hann keppti til úrslita viö Friðrik Ólafs- son. Sigurvegarar í tvíliðaleik urðu þeir Þórður Guömundsson og Friðrik Ólafsson, en þeir kepptu til úrslita við þá Unnar Stefánsson og Kristin Skúlason. er sem sagt mikil vinna fyrir utan sjálfa beitninguna, sem tekur allt upp í 12 tima á sólarhring. Beitningarmenn eru ekki slysa tryggðir, hafa enga veikinda- daga og enga kauptryggingu. Kunnugir segja að hér á Suður- nesjum sé lægsti kauptaxti á landinu. Væri ekki ráð fyrir formann verkalýðsfélagsins að fara að huga að málum okkar og rétta hlut okkar áður en við flytjum allir úr bænum? ( haust var hald- inn fundurmeð beitningarmönn- um og útvegsmönnum eða fulltrúum þeirra. Þar var undirrit- uð samþykkt um slysatryggingu, veikindadaga og kauptryggingu. Að vonum urðu beitningarmenn harla glaðir, en minna varð um efndirnar. 4-6 vikum síðar frétt- ist að útvegsmenn hefðu fellt þetta samkomulag áfundi. Síðan hefur ekkert verið gert í málinu. Hjálagt er taxti frá Ólafsvik og Keflavík. Mismunur á bjóð er 1.418 gkr. I Ólafsvík, Grundar- firði og Stykkishólmi þarf aldrei að fara með bjóð í annað byggð- arlag. Ólafsvík ............... 6.108 Færslugjald .............. 790 Keflavík ............... 5.480 Mismunur ............... 1.418 „Beitningarmaður" Enskunámskeið hefjast í næstu viku. Laus pláss. Upplýsingar í síma 2872 á kvöldin og um helgar. Erla Guðmundsdóttir Styrktarfélag aldraðra á Suðurnesjum Aðalfundur verður haldinn sunnudaginn 8. febrúar n.k. kl. 14 að Suðurgötu 12-14. Venjuleg aðalfundarstörf. Mætum öll vel og stundvíslega. Stjórnin Sjómenn Keflavík og nágrenni Fylgist með stöðu bátakjarasamninganna og hafið samband við skrifstofuna. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis Starfskraftur óskast í hálft starf á skrifstofu hjá fiskvinnslufyrirtæki í Keflavík. Skriflegar umsóknir sendist til skrifstofu Víkur-frétta fyrir 6. febrúar n.k. ÁRSHÁTÍÐ Átthagafélags Snœfellinga og Hnappdœla ð Suðurnesjum verður í Stapa, 7. febrúar n.k. Heiðursgestur: Guðmundur Jónsson, Emmubergi Skemmtiatriði: Texaxtríó. Hljómsveit Ólafs Gauks. Aðgöngumiðar seldir hjá Lárusi Sumarliðasyni, Baldursgötu 8, sími 1278, þriðjudagskvöld kl. 20-22, og Þorgils Þorgilssyni, Lækjargötu 6A, sími 19276. Nefndin

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.