Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.01.1981, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 29.01.1981, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 29. janúar 1981 VÍKUR-fréttir Aðalfundur Golfklúbbs Suðurnesja: Farið er að huga að byggingu nýs klúbbhúss 16. aöalfundurGolfklúbbsSuð- urnesja var haldinn 14. janúar sl. Var þetta óvenju fjölmennur fundurog uröu miklar umræöur. Fram kom í skýrslu formanns, aö starfiö var mjög blómlegtásl.ári, miklar framkvæmdir, völlurinn í stöðugri uppbyggingu og á hraöri leiö meö aö veröa að 18 holu velli. Fariö er nú að huga aö byggingu nýs klúbbhúss og er þegar búiö aö gera tillöguteikn- ingar aö húsi, sem mun veröa 300 m2 með kjallara undir hluta þess. Þessi mál hafa öll veriö lögð fyrirfélagsheimilasjóöog er komið vilyröi fyrir aðstoð frá honum viö bygginguna. Geysileg fjölgun félaga í klúbbnum hefur oröiö og þróun- in mjög ör í golfinu, þannig aö full þörf er á 18 holu golfvelli og nýju klúbbhúsi innan 6 ára. „Það má þykja gott ef aðeins skipulagsmálin að húsinu kom- ast á hreint á þessu ári," sagði Hörður Guðmundsson form. ÆTLAR ATVINNU- MÁLANEFND .... Framh. af 1. síöu Nú hefur sú breyting orðið á að tala þeirra sem voru á atvinnu- leysisskrá hjá Vinnumiðlun Keflavíkur hefur skyndilega lækkað úr 100 niöur í 49, en hvar fékk allt þetta fólk vinnu? Jú, aðallega i nágrannabyggöarlög- unum og þá helst í Garöinum, og er það út af fyrir sig ánægjulegt, en það hlýtur að vera kominn tími til fyrir Atvinnumálanefnd Kefla- víkur að kanna hvort Keflavík sé smátt og smátt að breytast í svefnbæ. Ekki er okkur kunnugt um aö Atvinnumálanefnd Kefla- víkur hafi haldið fund um ástand það sem hér hefur skapast, Atvinnumálanefnd Suðurnesja hélt fund sl. mánudag og sendi síöan frá sér fréttatilkynningu, sem birtist á forsíðu. Ekki er annað hægt að skilja á henni en að hér sé allt i sómanum, enda eru þeir sem í nefndinni eru eflaust allir í tryggri atvinnu, en nóg um það. Engu að síður hlýtur að vera orðiö tímabært fyrir Atvinnu- málanefnd Keflavíkur aö kanna þetta mál nokkuð vel, því það getur varla talist eðlilegt að hér ríki tímabundiö atvinnuleysi með nokkurra mánaða millibili. Þó Atvinnumálanefnd Suöurnesja sjái ekki mikiö athugavert við þetta ástand, þá er þetta engu að siður mjög alvarlegt mál fyrir hina atvinnulausu. Keflavlkur- prestakall KEFLAVlKURKIRKJA 1. febrúar Sunnudagaskóli kl. 11 árd. Munið skólabílinn, sem leggur af stað kl. 10.30. Fyrsta samkoma kristniboðs- vikunnar kl. 20.30. Emilía Guð- jónsdóttir og Batdvin Steindórs- son tala. 8. febrúar Sunnudagaskóli kl. 11. árd. Munið skólabílinn. Síðasta samkoma kristniboðs- vikunnar kl. 20.30. Sigríður Jóns- dóttir og Guölaugur Gunnars- son tala. Sóknarprestur klúbbsins, er við spurðum hann um þessi mál, „samþykkja teikn- ingar og fá fullnaðarsamþykkt fyrir öllu saman, en það er tals- vert verk. Það er ekki hugsað að gera meira á þessu ári, en fram- kvæmdir gætu þá hafist á næsta ári. Við gerum okkur grein fyrir því að þetta er a.m.k. 5 ára áætl- un, að Ijúka vellinum og húsinu, og þá teljum við aö þarna verði íþróttamannvirki sem sómir sér hvar sem er og veröi til mikillar prýði fyrir Suðurnes." Stjórn G.S. skipa nú: Hörður Guömundsson.'form. Kristin Sveinbjörnsdóttir Ómar Steindórsson Heimir Stígsson Páll Ketilsson Sigurður Lúðvíksson Ibsen Angantýsson. KALDAR KVEÐJUR Framh. af 1. síöu skrá sig, þar sem ekki hafa allar rétt til atvinnuleysisbóta. Þykir félaginu undarlegt aö At- vinnumálanefnd Suöurneja skuli álykta um atvinnuleysi án þess aö kynna sér veruleikann. Nú síöustu daga hefur atvinnulaus- um fækkað nokkuö. Ekki vegna þess aö atvinna hafi aukist í Keflavík heldur vegna þess að fólk hefur leitaö í önnur byggðar- lög eftir atvinnu. Fullyrðingar nefndarinnar um framtíðarhorf- ur þykir félaginu byggðar á afar veikum grunni, ef litiö er til reynslu fyrri ára. Félagið vekur athygli á því, að í Atvinnumála- nefnd Suðurnesja er enginn full- trúi frá verkalýösfélögunum, og frá Keflavík er bæjarstjórinn einn. Þá telur fundurinn rétt að fram komi, að Atvinnumálanefnd Suðurnesja kom aðeins þrlsvar saman á síðasta ári og hefur aldrei gert tillögur um úrbætur í atvinnumálum, þrátt fyrir ótryggt atvinnuástand. ÚTGERÐAR- MENN Línubelgir Baujubelgir Baujuljós Bambusstangir Ábót Línusteinar Faeraefni Vírlásar Skrúflásar Línugoggar Netagoggar Fiskihakar Kaupfélag Suðurnesja Járn & Skip Sími 1505 - 2616 Videoking klúbbur Suðurnesja Leigjum myndsegulbönd í Keflavík, Njarðvík og nágrenni. Fjöldinn allur af góðum myndum við allra hæfi, m.a.: Towering Inferno - Sound of Music Midnight Cowboy - True Grit Dr. Zhivago - o.fl. o.fl. Upplýsingar í síma 1828 milli kl. 19-21. Keflvíkingar, athugið að Manntal 1981 verður tekið í Keflavík, laugardaginn 31. janúar n.k. Vinsamlegast takið vel á móti teljurunum. Manntalsstjóri ÚTBOÐ Hitaveita Suðurnesja óskar eftir tilboðum í fram- leiðslu óg afhendingu á einangruðum stálpípum og greinistykkjum. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Hitaveitu Suðurnesja, Brekkustíg 36 Ytri-Njarðvík, og Verkfræðistofunni Fjarhitun hf., Álftamýri 9 Reykjavík, gegn 200 króna skilatrygg- ingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu Hitaveitu Suður- nesja þriðjudaginn 17. febrúar 1981 kl. 14.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.