Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.01.1981, Blaðsíða 7

Víkurfréttir - 29.01.1981, Blaðsíða 7
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 29. janúar 1981 7 Njarövík: Lóðaúthlufanir við Borgarveg og Móaveg Á fundi bygginganefndar Njarövíkur 15. jan. sl. fóru fram úthlutanir á 9 lóóum, 7 við Borgarveg og 2 við Móaveg. Umsóknir voru 26. Samþykkt var að gefa eftirtöldum kost á lóðum með þeim skilmálum sem fylgdu: Bjarni Heiðar Helgason, Hjallavegi 1 ........ Borgarvegur 22 Gunnar örn Gunnarsson, Holtsgötu 34 ......... Móaveg 3 Gunnlaugur R. Óskarsson, Hjallavegi 5c ...... Borgarvegur 35 Helgi G. Steinarsson, Hjallavegi 5k ......... Borgarvegur 25 (sleifur Guðleifsson, Borgarvegi 5 .......... Borgarvegur 29 Jón Einar B. Jónsson, Hlíðarvegi 42 ......... Móavegur 1 Júlíus G. Rafnsson, Hjallavegi 5j ........... Borgarvegur 31 Magnús Þ. Daníelsson, Brekkustíg 6 .......... Borgarvegur 23 Þórður Andrésson, Fífumóa 8.................. Borgarvegur 27 Þá var Ólafi Þ. Björnssyni, Hjallavegi 9 úthlutað lóðinni Kópu- braut 9. BYGGÐASAFNIÐ Framh. af 2. síöu 11 á tímabilinu, og þau mál sem stikla má á voru: Samstarf við Menningarvöku Suðurnesja, er hófst 29. marz 1980, en safniö var haft opið alla dagana sem hún stóð yfir. Ráðstefna um safnamál var haldin í Árbæjarsafni 26. og 27. apríl 1980 og fór framkvæmda- stjórnin ásamt safnverði til ráð- stefnunnar. Unnið var að því að reyna að fá geymsluhúsnæði fyrir áttæring sem safnið á og er nú geymdur í porti tollvörugeymslunnar í Keflavík. Vonir standa til aö hægt verði að koma honum í hús á Vatnsnesi nú í vetur. Bátur þessi er frá Vörum í Garði. GATNAGERÐ Framh. af 3. síöu viðbrögð fyrir því hvort vilji væri fyrir hendi til að gera átak í þess- um málum, umfram það sem gert hefur verið undanfarin ár." Vilhjálmur kvaðst hafa orðið var viö aö sumir teldu þessa aukningu á þessu sviði vera óraunhæft verkefnamagn, sem þarna væri sett fram á 1981 og 1982. Hér væri um að ræöafram- kvæmdir uþp á 400 millj. gkr., en miðað við svipaða framkvæmda- getu á þessu ári og var i fyrra, þá yrði hér um að ræða 200-250 millj., þannig aö þetta yrði aö öllum líkindum skorið all mikið niður þegar til fjárhagsáætlunar kæmi, vegna augljósra fram- kvæmda á öðrum sviðum, nema menn væru tilbúnir til að fórna einhverjum öðrum framkvæmd- um og gera eitthvaö aukreistis fyrir þetta, en það væri fátt sem benti til þess aö þaö kæmi til. ,,Ég vil benda á, að það er nauðsynlegt að ákveða skipt- ingu fjármagns til þessara verk- efna, áður heldur en farið er að ákveða einstakar götur, þ.e.a.s. hver skiptingin skuli vera á milli gangstéttargerðar og lagningu slitlags," sagöi Vilhjálmur aö lokum. Vilyrði hefur fengist frá Geir Zoega yngri, núverandi eiganda Nausts hf. í Reykjavík, um skil á gripum þeim sem þar eru frá Keflavík. Hafin er yfirfærsla á efni þvi sem Helgi S. Jónsson tók á stál- þráð fyrr á árum, yfir á segulbönd, og er það unnið af Þorbirni Sigurðssyni, tækni- manni hjá útvarpinu. Forhönnun á fyrsta áfanga safnahúss ásamt lauslegri kostn- aöaráætlun liggur nú fyrir. Lokið er gerð fjárhagsáætlun- ar fyrir árið 1981. Fólk það sem komið hefur að skoða safniö hefur verið mjög ánægt og haft mikla ánægju af að skoða safnið, og flest allir sögöust þurfa aö koma aftur og þá einkanlega til aö skoöa betur þær gömlu myndir sem þar er að sjá. Er safniö var opnað hafði ekki unnist tími til þess að merkja allar myndir og fólk hefur því ekki haft not af þeim sem skyldi, einkum gömlum mannamyndum sem mikið er af. Meðan safnið hefur verið lokaö hefur verið unnið að því að merkja myndirnar og ætti fólk þá að hafa full not af þeim þegar opnað verður aftur, væntanlega í febrúar. Unnið hefur verið að því að gera teikningar að væntan- legu safnahúsi, er kæmi í vinkil fyrir ofan Vatnsneshúsið, og er það von okkar aö leyfi fáist til að byggja kjallara þess á næsta ári. Myndi það þegar leysa brýna þörf safnsins til að geta haft fleiri muni til sýnis. Þar sem safnið var sett upp í frístunda- og sjálfboðavinnu að mestu leyti, geta lærðir menn á þessu sviði fundiö margt sem betur mætti fara og þá er ekki nema úr því að bæta, eftir þvi sem ábendingar berast þar um. Margar gamlar myndir hafasafn- inu borist nú í sumar og verða þær komnar upp til sýnis þegar opnað verður á ný. Einnig mun herbergi bætast við og væntum við þess að þá verði mögulegt að koma með eitthvað nýtt til við- bótar því sem fyrir er. Ó.Þ. Loftpressa Tek að mér múrbrot, fleygun og borun fyrir sprengingar. Geri föst verðtilboð. Sigurjón Matthíasson Brekkustíg 31 c - Y-Njarðvík Karlmenn - Saltfiskverkun Viljum ráða nú þegar menn vana saltfiskverkun. Upplýsingar í síma 1264. BRYNJÓLFUR HF. ÍTREKUN TILKYNNING til launagreiðenda er hafa í þjónustu sinni starfs- menn búsetta í Keflavík, Njarð- vík, Grindavík og Gullbringusýslu Samkvæmt heimild Í7. tölulið 103. gr. reglugerðar nr. 245/1963, er þess hér með krafist af öllum þeim er greiða laun starfsmönnum búsettum í Keflavík, Njarðvík, Grindavík og Gullbringusýslu, að þeir skili nú þegarskýrslu um nöfn starfsmanna sinna hér í umdæminu, sem taka laun hjá þeim, nafn- númer, heimilisfang og gjalddaga launa. Jafnframt skal vakin athygli á skyldu kaupgreið- enda til að tilkynna er launþegar hætta að taka laun hjá kaupgreiðanda og þeirri ábyrgð er kaupgreiðandi fellir á sig, ef hann vanrækir skyld- ur sínar samkvæmt ofansögðu eða vanrækir að halda eftir af launum upp í þinggjöld samkv. því sem krafist er, en í þeim tilvikum er hægt að inn- heimta gjöldin hjá kaupgreiðanda, svo sem um eigin skuld væri að ræða. Bæjarfógetinn í Keflavík, Njarðvik og Grindavík Sýslumaðurinn i Gullbringusýslu, Vatnsnesvegi 33, Keflavík

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.