Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.02.1981, Qupperneq 3

Víkurfréttir - 12.02.1981, Qupperneq 3
Fimmtudagur 12. febrúar 1981 3 Byggðasafn Suðurnesja - Vatnsnes: Forkastanleg vinnubrögð við gluggaskiptingu Homskekkja er á sumum gluggunum og lekl með þeim flestum .... A fundi hinnar sameiginlegu byggðasafnsnefndar Keflavíkur og Njarðvíkur 15. jan. sl., lasfor- maður upp skýrslu um glugga- skiptingu á Vatnsnesi, frá Við- haldsdeild Keflavíkurbæjar. Nefndin telur það aðfinnslu- vert og stór mistök að þessum aðila, ívari Þórhallssyni, hafi verið falið að annast endurnýjun á gluggunum. Jafnframt, þar sem hann hefur viðurkennt að mistök hafi átt sér stað, sam- kvæmt upþlýsingum eftirlits- manns og ekki bætt úr þeim, en bjóðist til að semja um greiðslu Sandgerði: Sölu- og leiguíbúðir boðnar út Undirbúningurer nú hafinn að byggingu 6 sölu- og leiguíbúða á vegum Miðneshrepps. Búiðerað bjóða verkið út og kom lægsta tilboð frá Húsanesi hf. í Keflavík. Gert er ráð fyrir að fram- kvæmdir hefjist í vor og þeim verði lokið á næsta ári. til baka, verði því tekið hiö bráð- asta og öðrum aöila falið að Ijúka verkinu. Skýrsla Viðhaldsdeildar Kefla- vikurbæjar er svohljóðandi: Skýrsla um gluggatkiptlngu á Vatnsneal 1980 „I júlímánuði 1980 hófust framkvæmdir við endurnýjun á gluggum í húsinu, en þeir glugg- ar sem fyrir voru, voru orðnir mjög lélegir og sumir allt að því ónýtir, svo ekki þótti annaðfært en að skipta um þá alla. Jafn- framt var tekin sú ákvörðun varð- andi endursmíði þeirra, að þeir skyldu gerðir á sama hátt og þeir munu hafa verið upphaflega í húsinu, þ.e. fög í hverju opi. Við- haldsdeild Keflavíkurbæjar sá um framkvæmdina. Til verksins var ráðinn húsasmíöameistari f rá Grindavík, (var Þórhallsson að nafni, en hann kynnti sig sem sérfróðan í viögerðum og endur- smíði á gömlum húsum og hús- hlutum. Jafnframt lofaði hann því að það mundi verða forunnið allt verkið á verkstæði, svo að ísetning glugganna þyrftiekkiað taka nema tvær vikur, og lokun á sýningum yrði því aöeins ein helgi. Rík áhersla var lögð á það við hann af viðhaldsdeild bæjarins, að ekkert mætti til spara að þetta verk væri unnið vel og gallalaust, ekki síst þar sem húsið sjálft væri sem minjagripur og gluggarnir sem hluti þess sýnishorns, hvernig þeir hefðu verið unnir hér áður, og efni skyldi sór valiö. Þessu var öllu lofað af (vari og fékk hann peningagreiðslu fyrir- fram til efniskaupa, því sam- kvæmt hans sögn fór hann sjálfur til Reykjavíkur að velja efnið, en hann taldi sig ekki geta fengið það hór suður frá. Framkvæmdir við verkið urðu allar aðrar en lcfað hafði verið. Fyrir þaö fyrsta voru gluggarnir hálfunnir þegar þeir komu, um miðjan ágúst. (setning þeirra og „frágangur" tók fleiri mánuði, efnið mjög Ijótt og allt kvistótt, svo víða hafði þurft að sponsa. Fögin lögð í mak og barin í vegna lélegrar smíði og illa passandi, hornskekkja sjáanleg á sumum gluggunum, víöa mikil hamars- för svo marið er langt inn í við- inn, og leki með flestum glugg- anna. Margoft var haft samband við ívar og kvartað um íéleg eða óhæf vinnubrögö, en erfitt að ná til hans, en þegar í hann náðist lofaði hann sifellt bót á fram- kvæmdinni, sem aldrei kom. Ákveðið var í desember sl. að láta fara fram mat áverkum hans, og hefur verið reynt að ná sam- Framh. á 2. afðu LÍFEYRISSJÓÐUR VERKALÝÐSFÉLAG Á SUÐURNESJUM Tilkynnir aðsefursskspti Skrifstofa iífeyrissjóðsins er fiutt á Suðurgötu 7, Keflavík. Afgreiðslutími: Kl. 9.15 - 16.00 mánudaga til föstudaga (iokað i hádeginu). ATHUGIÐ BREYTT SÍMANÚMER: 3803 Lífeyrissjóður verkalýðsfélaga á Suðurnesjum

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.