Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.02.1981, Síða 7

Víkurfréttir - 12.02.1981, Síða 7
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 12. febrúar 1981 7 Aðalfundur K.F.K. - Formannsskipti Aðalfundur Knattspyrnufélags Keflavíkur var haldinn þann 28. janúar sl. Það ár sem var aö líða var merkisár í sögu félagsins, en fé- lagið varð þá 30 ára. Var þess minnst með ýmsum hætti. Var haldin hjólreiðakeppni á vegum félagsins. Einnig varfrjálsíþrótta iðkun hafin hjá félaginu undir handleiðslu Stefáns Hallgríms- sonar tugþrautarmanns. Félagið tók þátt í Keflavíkurmótinu í handbolta og knattspyrnu, var árangurinn í handbolta mjög góður. Þar varð K.F.K. Keflavík- urmeistari með yfirburðum. Ekki er hægt að státa af jafngóðum árangri í knattspyrnunni að þessu sinni. K.F.K. tók einnig þátt í 17. júni hátíðarhöldunum, og önnuðust K.F.K. og Í.K. menn framkvæmd hátíðahaldanna að þessu sinni. Nokkrir knattspyrnu menn K.F.K. voru leikmenn með erlendum félögum á síöasta ári. Félagið hélt afmælishátíð í Stapa þann 7. okt. og þótti hún takast vel. Nokkrir félagar K.F.K.voru heiðraðir sérstaklega fyrir vel unnin störf á þessum aðalfundi. Ný stjórn var kosin og gaf Sigurður Steindórsson ekki kost á sér sem formaöur áfram. Var Jón Ólafur Jónsson kosinn for- maður í hans stað. Aðrir í stjórn félagsins eru: Garðar Oddgeirs- Badmintonmót yngri flokk- anna Þann 1. febr. s.l. hélt BadmintonféJag Keflavíkur mót fyrir yngri félaga sína. Mjög góð þátttaka var í mótinu og heppn- aðist það mjög vel. Var keppt í einliðaleik í flokki meyja, drengja, stúlkna og pilta. Til úrslita í flokki meyja kepptu Margrét Þórarinsdóttir og Anna Gunnarsdóttir. Sigurvegari varð Margrét Þórarinsdóttir.Til úrslita í flokki drengja kepptu Guðjón Skúlason og Trausti Hafsteins- son. Sigurvegari varð Guðjón Skúlason. Til úrslita í flokki stúlkna kepptu Sigurlaug Hauksdóttirog Stefanía Schram. Sigurvegari varð Sigurlaug Hauksdóttir. Til úrslita í flokki pilta kepptu Pétur Magnússon og Ftagnar Ó. Jónsson. Sigurvegari varð Pétur Magnússon. Víkurfréttir óska þessum efni- legu badmintonleikurum til ham- ingju með árangurinn. Jón Ólafur Jóntson, núv. form. KFK og Slgurður Stelndórsson, frð- farandl formaður son, Ragnar Marinósson, Þuriður Jónasdóttir, Jón Haraldsson, Hermann Sigurðs- son og Marel Sigurðsson. Ýmis mál voru rædd á þessum fundi og var greinilega mikill hugur í K.F.K. mönnum að standa sig ennþá betur á þessu ári sem er að hefjast núna. Víkurfréttir óskar félaginu alls hins besta í framtíðinni. Fréttatilkynning Albert Watson, breskur fyrirlesari og prófessor við Newbold College í Englandi, mun flytja fyrirlestra hér á landi dagana 19.-25. febr. n.k. Efni fyrirlestranna er sköpun. Watson lauk háskólaprófi og M.A. prófi í náttúru- visindum frá Kaliforníuháskóla og síöan M.Phil prófi í náttúrurannsókn- um frá Lundúnarháskóla. Undanfarin 18 ár hefur Watson lagt m.a. stund á aó rannsaka þau náttúr- fyrirbæri sem benda til sköpunar frekar en til þróunar. Eins og sumum fslendinga er kunnugt, hafa niöur- stööur ýmissa rannsókna á náttúrunni dregiö i efa sanngildi vissra þátta þróunarkenningarinnar. Mun Watson greina frá sumum af þeim niðurstööum rannsókna sinna í þessum efnum. Fyrsti fyrirlestur Watsons, sem flutt hefur svipaöa fyrirlestra í Noregi, Sviþjóð, Danmörku og Hollandi, veröur fluttur að Lögbergi i Háskóla (slands fimmtudaginn 19. febr. kl. 20.30. Fyrirlesturinn hér í Keflavík er fyrirhugaöur þriðjudaginn 24. febr. og veröur haldinn í Safnaöarheimili aöventista aö Blikabraut 2, kl. 20.30. HREINLÆTISTÆKI BLÖNDUNARTÆKI GÓLFTEPPI GÓLFDÚKAR GÓLFMOTTUR GÓLFDREGLAR BAÐSKÁPAR BAÐMOTTUR STÁLVASKAR ALLT TIL BYGGINGA Á EINUM STAÐ: VELKOMIN í JÁRN & SKIP. Kaupfélag Suðurnesja JARN & SKIP STÆKKAR

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.