Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.02.1981, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 12.02.1981, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagur 12. febrúar 1981 1981 - Alþjóðaár fatlaðra: Hvað getum við gert fyrir fatlaða? Eins og kunnugt er hefur veriö ákveðiö aö áriö 1981 skuli vera Alþjóöaár fatlaöra. Taliö er aö í heiminum sóu um 400 milljónir manna sem búa viö skeröingu eða fötlun af einhverju tagi. Gert er ráö fyrir aö a.m.k. 10% hverrar þjóöar sé fatlaö fólk á einhvern hátt, eöa 20-30 þús. manns hér á Islandi. HVAÐ GETUM VIÐ GERT Á ISLANDI? Félagsmálaráöherra hefur skipaö nefnd til aö samræma starfsemi á Islandi vegna Al- þjóöaárs fatlaðra, svonefnda ALFA-nefnd, sem ætlaö er aö tengja saman aögeröir rlkisvalds sveitarstjórna og samtaka fatl- aöra. Til aö framkvæma þetta verk- efni hefur m.a. verið komiö á fót ALFA-nefndum í fjölmörgum bæjarfélögum landsins, sem starfa þar á vegum bæjarstjórna og samtaka fatlaöra á viökomandi staö. Hlutverk þess- ara nefnda er aö vinna aö kynn- ingu á málefnum fatlaðra og knýja á um úrbætur til hagsbóta fyrir fatlaöa í bæjar- og sveitarfó- lögunum. I ALFA-nefnd Keflavíkurbæjar hafa eftirtaldir aöilar veriö skip- aöir: Ingibjörg Hafliðadóttir for- maöur, tilnefnd af bæjarstjórn, Þórdís Þormóðsdóttir tilnefnd af Þroskahjálp á Suöurnesjum, og Ágúst Jóhannesson tilnefnduraf Sjálfsbjörg á Suöurnesjum. Hvaða vandamál eru þaö þá, sem fatlaöir standa einkum frammi fyrir, og hindra full- komna þátttöku og jafnrétti þeirra í þjóðfélaginu? Hér veröa nefnd nokkur þeirra: 1. ATVINNUMÁL Án efa eru atvinnumál fatlaöra eitt af þeim málum sem brýnast er úrlausnar. Á alþjóöaári fatl- aöra ber aö leggja sérstaka áherslu á aö koma á fót sérstök- um atvinnuleitarstöövum fyrir fatlaöa í sveitarfélögum lands- ins, en nauðsynlegt er einnig aö kynna atvinnurekendum skyldur þeirra og ábyrgö gagnvart þoss- um þjóöfélagsþegnum. Það er alveg Ijóst aö gera þarf stórátak til aö afla fötluðum at- vinnu viö þeirra hæfi, m.a. meö byggingu sórstakra vinnustaða fyrir þá sem ekki geta stundaö vinnu sína á almennum vinnu- stööum, svonefndra verndaöra vinnustaöa. Samtök launþega hafa ekki látið sig málefni fatlaöra miklu skipta þótt fatlaöir séu meö tekjulægstu þjóöfélagsþegnum á íslandi. Gera þarf þá kröfu til verkalýöshreyfingarinnaraðhún taki virkari þátt í baráttu fyrir rétti fatlaöra til starfa og starfskjara á almennum vinnumarkaöi. 2. FERLIMÁL Vandamál þeirra fötluöu eru ekki leyst þótt þeir hafi næga og góða atvinnu. ( okkar þjóöfélagi úir og grúir af hindrunum sem hinn fatlaði veröur fyrir á ferö sinni. Tröppur og stigar gera margar þjónustustofnanir óaö- gengilegar fötluöum, lyftudyr eru of þröngar fyrir hjólastóla, snyrtiherbergi óaögengileg, hljóðmerki við umferöarljós vantar víöast fyrir þá blindu og gangstéttarbrúnir hindra venju- lega umferö fatlaðra svo fátt eitt sé nefnt. Á alþjóöaári fatlaðra er því nauösynlegt aö kanna þær leiöir sem fara má til aö auövelda fötl- uöum aö feröast um. 3. KENNSLUMÁL Margir fatlaðir þurfa á sér- kennslu aö halda vegna fötlunar sinnar. Víöa hefur stefnan verið sú aö byggja sérstaka skóla þar sem eingöngu fatlað fólk dvelst. Á síöustu árum hefur þessi stefna veriö á undanhaldi þar sem hún þykireinangrahinafötl- uðu. Þess vegna hefur ný stefna rutt sér til rúms, samskipunar- stefnan (integrering) sem felur I sér að fötluöum og ófötluöum er skipað í sama skóla innan hins almenna grunn- og framhalds- skólakerfis. Samtök fatlaðra hafa bent á að helsta átak sem þarf að gera í menntamálum er, í fyrsta lagi, aö hefja þjálfun og kennslu fatlaöra fyrir skólaskyldualdur, í ööru lagi, aö stórauka fulloröins- fræöslu fyrir fatlaöa svo og veita auknu fjármagni til uppbygging- ar sérkennslu og fulloröins- fræöslu. ( þriöja lagi leggja fatl- aöir mikla áherslu á aö fræösla fari fram í grunnskólum landsins á orsökum og eöli fötlunar og á þeim erfiöleikum sem fatlaöir eiga viö aö stríöa í þjóðfólaginu, en þaö er meö þýðingarmeiri aö- geröum til aö eyða fordómum og efla skilning hinna ófötluðu á þessum vandamálum. Þaö er mikilvægt mannrétt- indamál hér á landi aö skapa fötl- uðufólki möguleikaáaðlifaeðli- legu lífi í þessu þjóðfólagi, sem skipulagt er meö þarfir hinna fötluöu í huga. Þaö er því von ALFA-nefndarinnar, að hver sá sem les þessar línur leggi mál- efnum fatlaöra liö, á vinnustað, i skólanum, í stóttarfélaginu eöa hvar sem því veröur viö komiö, svo aö alþjóöaár fatlaðra 1981 megi verða sem árangursríkast. HÚSBYGGJENDUR SUÐURNESJUM Tökum að okkur alhliöa múrverk, svo sem flísalögn, járnavinnu, steypuvinnu, viögerðir, og auðvitaö múrhúöun. • Tökum að okkuralhliðatré- smíöavinnu, svo sem móta- uppslátt, klæðningu utan- húss, einnig viögeröir og endurbætur. Smíðum einnig útihurðirog bílskúrs- hurðir og erum meö alla almenna verkstæöisvinnu. • Gerum föst tilboö. Einnig veitum viö góö greiðslu- kjör. Komiö, kannið málið og athugið möguleikana. Verið velkomin. Skrifstofan er opin milli kl. 10-12 alla virka daga nema föstudaga. Hafnargötu 71 - Keflavfk Hermann, simi 3403 Halldór, síml 3035 Margelr, sfml 2272 Traktorsgrafa og BRÖYD X2 Tek að mér alla almenna gröfuvinnu. PÁLL EGGERTSSON Lyngholti 8 - Keflavik Sími 3139 HITAVEITA SUÐURNESJA Þjónustu- síminn er 3536 ALFA-nefnd Keflavíkur. Frá v.:Ágúst Jóhannesson, Ingibjörg Haf- liöadóttir form., og Þórdís Þormóðsdóttir Erfltt er fyrlr fólk I hjólastól afi komast á kjörstaö I Keflavlk Næsta blað kemur út 26. febrúar Auglýsingasíminn er 1760

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.