Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.02.1981, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 12.02.1981, Blaðsíða 11
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 12. febrúar 1981 11 Unniö hefur verið við að endurnýja þak Sundhallarinnar og mála hana að innan. Sundhðll Keflavíkur: Brunavarnir Suðurnesja: Lásar á símum skapa öryggisleysi Á fundi Brunavarna Suður- nesja nýlega var rætt um það hættuástand sem skapast hefur í byggðum utan Keflavíkur og Njarðvíkur, þar sem í Ijós hefur komið að íbúar í Garði, Vogum og Höfnum sem hafa lás á símum sínum geta ekki náð (Brunavarn- ir Suðurnesja. Samkvæmt upp- lýsingum Landssímans eru 40 símar með lás í Garði af 300 sím- um. í Vogum eru 20 læstir af ca. 200. í Höfnum eru örfá númer. Rétt er að taka f ram að sama á við um Sandgeröi og Grindavík, en þar eru sórstök slökkviliö. í þessu sambandi er rétt að benda á að sambandsleysi þetta á við um alla öryggisþjónustu, svo sem samband við löggæslu, sjúkraþjónustu o.fl. Brunavarnir Suðurnesja samþykkti að vekja athygli bæjarfógeta og sýslu- manns á þessum vanda, svo og að óska eftir aöstoö SSS og al- þingismanna kjördæmisins á þessu máli. Mesta brunatjón á sl. ári var í Keflvíkingi Keyptur verði sólarlampi Á fundi íþróttaráðs Keflavíkur nýlega var rætt um fjárhagsáætl- un og sérstaklega þá liði hennar er varða viðhald, utan sem innan, breytingar og nýsmíði. (þróttaráð ieggur mikla áherslu á að Sund- höll Keflavíkur verði klædd utan á þessu ári, þarsem bygginginer [bjög illa farin. Sundhallarstjóri ítrekaði beiðni sína um kaup á sólarlampa til uppsetrvingar á áhorfendapalli, en samkvæmt gluggaskipting Framh. af 3. síöu bandi við hann til að tilkynna honum það. Loks 14. janúar 1981 náðist til hans í síma og fyIgir hér með greinargerö eftirlitsmanns með fasteignum Keflavíkurbæj- ar, Björns Samúelssonar. St. Geirdal Guðleifur Sigurjónsson". Sfmtal vlð fvar Þórhallsson, 14/1 1981 kl. 9.55: Spurt var um stöðu mála vegna Vatnsness. Svar ívars Þórhallssonar: Búið að smíða hurð og glugga sem eftir var. Kom á staðinn um dag- inn en búið var að stela búkkum og plönkum og ekkert hægt að gera þann dag. Björn Samúelsson: Lýst var öánægju byggingaeftirlits- nianns, m.a. á leka í gluggum, tíma sem verkið hefur tekið, handvömm á smíði o.fl. og óskað eftir að hann hætti störfum og verkið fari í mat. Svar Ivars Þórhallssonar: Við- urkennt er að mistök hafi átt sér stað og ósk um að ekki væri farið ‘ hart eða hasar vegna þessa,- heldur sé hann tilbúinn að semja um greiðslu til baka. Björn Samúelsson: Tek ekki ékvörðun um slíkt, heldur kem Þessum munnmælum til skila. Lokasvar. Hann komi ekki á staöinn nema annað sé ákveðið. Björn Samúelsson. upplýsingum hans eru sólar- lampar komnir í allflesta sund- staði bæði í Reykjavík og víðar. Einnig kom sundhallarstjóri með kostnaðaráætlun fyrir aðstöðu og iampann. Áætlunin var gerð af Jes Þorsteinssyni 1/10 1980 og hljóðar svo: Klefi á áhorfendapalli gkr. 750.000 Sólarlampi (sjálfssali) gkr. 3.860.000 Rétt er að geta þess, að engar breytingar þarf að gera á starfs- liði Sundhallarinnar vegna lampans. Fremur rólegt var hjá Slökkvi- liði Brunavarna Suðurnesjaáár- inu 1980. Allt liðið var kallaö alls 20 sinnum út á árinu og að auki var það kallað út í 39 minni háttar út- köll svo sem vegna smáelda, hreinsunar á götum eftir umferð- aróhöpp, dælinga og bruna- vakta. Ekkert stórtjón varð í bruna á árinu, en mesta tjón varð er eldur kom upp í m.b. Keflvíkingi KE í Njarðvíkurhöfn, 7. nóv. sl., en áætlaö er að tjónið í þeim bruna nemi ca. 150 þús. nýkr. Næst mesta tjónið varð 27. júní sl., er Kirkjulundur í Keflavík brann, en tjónið þar nam um 110 þúsund nýkr. Starfskraftur óskast Söluturninn Njarðvík óskar eftir starfskrafti frá 1. marz n.k. Æskilegt er að viðkomandi hafi aðsetur í Njarðvík. Upplýsingar í síma 6062 og 2563. NJARÐVÍK Fasteignagjöld 1. gjalddagi fasteignagjalda 1981 var 15. janúar sl. Þeir gjaldendur sem hafa hug á að notfæra sér skiptingu fasteignagjalda í 3 gjalddaga, þ.e. 15. jan., 15. marz og 15. maí, skulu greiða hverja greiðslu í síðasta lagi mánuð frá gjalddaga. Að öðrum kosti falla öll gjöld- in í eindaga og dráttarvextir, 4.75%, reikn- ast fyrir hvern byrjaðan mánuð á alla skuld- ina. Bæjarsjóður

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.