Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.02.1981, Page 1

Víkurfréttir - 26.02.1981, Page 1
4. tbl. 2. árg. Fimmtudagur 26. febrúar 1981 FEÉTTIE Félagslegar íbúðir í Keflavík: Útboðið hljóðaði upp á 300 millj. gkr. - Kemur til með kosta 600 millj. gkr. 6. febrúar sl. rann út umsókn- arfrestur um félagslegar íbúðir sem í byggingu eru á vegum Keflavíkurbæjar aó Heiðar- hvammi 2-4. Hér er um að ræða 12 íbúðir, 2ja og 3ja herbergja. Áætlað er að íbúðunum verði skilað fullgerðum utan sem inn- an i lok þessa árs. 16 umsóknir bárust og verður tekin ákvörðun um úthlutun á næstunni, en þeir ganga fyrir um úthlutun sem ekki eiga íbúð fyrir eða búa í ófullnægjandi hús- næði og hafa haft lágar tekjur undanfarin ár. Nokkrir hafa hringt til blaðsins og kvartað yfir háu verði á þess- um íbúðum og bent á að það sé ekki auðvelt fyrir fólk með lágar tekjur að eignast þessar íbúðir, sem þó eru sagðar byggðar á fé- lagslegum grundvelli. Við höfðum samband við Guð- jón Stefánsson, formann bygg- ingarnefndar hússins, og spurð- um hann hvað þessar íbúðir kæmu til með að kosta: ,,Satt best að segja veit það enginn," sagði Guðjón. „Hús- næðismálastofnunin reiknar verðið út með einhverjum lík- indareikningi, og þá ferð það Framh. á 10. sffiu lc 10 80 0» 0> Oi Ný sundlaug í Keflavík? Að undanförnu hafa átt sér stað miklar umræður í iþrótta- ráði um íþróttamannvirki í Kefla- vík, en í þessum umræðum hefur oft borið á góma bygging nýrrar sundlaugar í Keflavík. Af þvítil- efni var eftirfarandi bókun gerð é fundi íþróttaráðs 31. jan. sl.: „íþróttaráð leggur til við bæj- arstjórn Keflavíkur, að hún hlut- ist til að hið fyrsta verði hafist handa um staöarval og undir- búning fyrir byggingu útisund- laugar". |80 80 80 0> 0» 0>l Sundhöllin máluð án leyfis Byrjafi er afi steypa upp 3. h»S fjölbýllshússlns VÍTAVERT KÆRULEYSI Nokkrir aðilar hafa hringt til blaðsins og látið í Ijós mikla óánægju með frammistööu Keflavíkurradíós í óveðrinu sem gekk yfir mánudagskvöldið 16. febrúar sl„ en þá var enginn starfsmaður á vakt við talstöð- ina frá kl. 19 um kvöldið, þrátt fyrir að talstöðin eigi að vera opin til kl. 23. Ekki voru allir bátar komnirað landi þegar óveðrið skall á og það getur vart talist verjandi af starfsmanni radíósins, sem á vakt var, að hverfa til síns heima, þó svo að rafmagnið hafi farið af klukkan að verða 8. Það kom þó aftur á í u.þ.b. 20 mínútur seinna um kvöldið og þá hefði verið hægt að hafa samband við þá báta sem enn voru ókomnir að landi. Það kemur óneitanlega illa við fólk sem á sína nánustu úti á sjó i veðri sem þessu, að þegar það hringir til að fá upplýsingar um þá, er enginn við til að veita upplýsingar, - allt lokaö. Ekki fær maður séð hvernig vaktmaðurinn vissi að rafmagns- laust yrði mest alltkvöldiðogalla nóttina, nema hann búi þá yfir einhverjum yfirnáttúrulegum hæfileikum, og ef svo er þá væri fengur fyrir almannavarnir að fá hann til starfa hjá sér. Það kom fram hjá þeim aðilum sem samband höfðu við blaðið, að þeir furðuðu sig áaðekki væri Ijósavél hjá jafn þýðingarmikl- um öryggisaðila eins og Kefla- víkurradíó er fyrir sjómenn hér, og vildu þeir koma þeirri ósk á framfæri við Útvegsmannafé- lagið, að það gerði strax ráðstaf- anir til að verða sér úti um slíkt tæki sem fyrst. TIL HAMINGJU, NJARÐVÍKINGAR! Ungmennafélag Njarðvikur varð íslandsmeistari í körfuknattleik árið 1981, og er óha&tt að segja að þar hafi langþráður draumur jjeirra ræst. Eins og flestir vita þá hafa þeir oft nú (seinni tið verið með aðra höndina á bikarnum en aldrei tekist aðklófesta hannfyrren nú. VtKUR-fréttiróska þeim til hamingju með sigurinn. - Sjá fleiri myndir í opnu. Á fundi bæjarráðs Keflavíkur 3. febr. sl. lagöi bæjarstjóri fram reikning frá málaraverktaka hér í bæ vegna málningarvinnu í Sundhöll Keflavíkur. Verkið var unnið án samþykkis eftirlits- manns, en upphæð reiknings- ins var kr. 22.211,50. Lýsir bæjar- ráð furðu sinni á því að forstöðu- maður sundhallar skuli hafa látið vinna verkið án samþykkis við- haldsdeildar. 80 80 80 0> 0> 0> Fóstrur og þroska- þjálfar í Keflavík: Segja upp störfum Á fundi bæjarráðs 10. febr. sl. las bæjarstjóri uppsagnarbréf frá fóstrumog þroskaþjálfum ádag- vistunarheimilum Keflavíkur- bæjar, þar sem þau segja uþp störfum frá og með 1. febrúar 1981, að tilskildum 3ja mánaða uppsagnarfresti. Ástæðan fyrir uppsögninni er sú að þau telja sig starfa við óviðunandi kjör. 80 80 80 O Oj aT Orgel I Ytri- NJarðvíkurkirkju Sérstök nefnd með Helga Bragason organista íbroddi fylk- ingas. kannar nú orgelkaup í nýju kirkjuna. Ljósteraðhérerumað ræða gríðarmikið átak, því sam- kvæmt lauslegri athugun kostar hljóöfæri sem hentar kirkjunni á bilinu 350-500 þús. kr.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.