Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.02.1981, Blaðsíða 5

Víkurfréttir - 26.02.1981, Blaðsíða 5
VÍKUR-fréttir Keflavík - ísafjöröur: Bœjakeppni í billiard Þátttakendurnir i bæjakeppninni Helgina 14. og 15. febr. sl. f fram bæjakeppni í billiard milli Keflvíkinga og (sfiröinga, í knattborðsstofunni Plútó ÍKefla- vík. Bæirnir tefldu fram sitt hvoru liðinu, en ihvoru liði voru 4 kepp- endur. Lið Keflvíkinga sigraði með 10 v. gegn 6, en í því voru þeir Jón Ólafur Jónsson, Kjartan Már Kjartansson, Friðleifur Kristj ánsson og Valur Ketilsson. Fyrirhugað er að þetta verði árlegur viðburður, en keppt er um bikar sem gefinn er sameig- inlega af knattborðsstofunum í Keflavík og á (safirði. Næsta keppni fer fram á (safirði að ári. Þess má geta að Tómas Mar- teinsson átti að vera í Keflavíkur- liðinu, en gat ekki verið með vegna þátttöku í íslandsmótinu sem fram fór á sama tíma, en þar stóð hann sig bærilega, Eins og kunnugt er er Tómas bakari að iðn og hafði bakað stóra tertu í líki billiardborðs með öllum kúlunum í réttum litum uppröðuðum, sem keppendur gæddu sér á eftir keppnina yfir myndsegulbandsfilmu af enska meistaramótinu í billiard. Sérleyfisbifreiðir Keflavíkur: 6% farþegaaukning í janúar Eins og fram kom í síðasta tbl. Víkur-frétta var á sl. ári 3% fækkun farþega hjá Sérleyfisbif- reiðum Keflavíkur. ( janúar og þaö sem af er febrúar á þessu ári er hins vegar um nokkra fjölgun farþega að ræða, janúar kemur út með 6% fjölgun, eða samtals 10.311 farþega á móti 9.716 í sama mánuði í fyrra, og sama eða jafnvel meiri fjölgun viröist ætla að verða nú í febrúar. Augljóst er að fólk kýs að nota sérleyfisbifreiðarnar þegar veður er vont og færðin slæm, og finnur þannig öryggið í að ferð- ast með SBK í slíkum tilfellum, og eins það, að sú breyting sem gerð var að láta bílana fara niður i miðbæ Reykjavíkur, hefur haft þau áhrif aö fólk hefur áttað sig á þeim þægindum og notar þá sér- leyfisbílana meira. 33 íbúðir og 2 bátar á nauðungaruppboði ( Lögibirtingablaðinu sem út kom 10. febrúar sl. var auglýst nauðungaruppboð á 16 íbúöum í Keflavik, 6 í Njarðvík, 1 í Garði, 4 í Vogum, 3 í Sandgerði og 3 í Grindavík, en uppboðin eiga aö fara fram í marzlok, hafi ibúð- unum þá ekki verið bjargað undan hamrinum. Er þarna um að ræða 1. auglýsingu af þrem Til sölu Honda Accord árg. 1978, ekin 33 þús. km. Sjálf- skipt. Til greina koma skipti á ódýrari bíl. Uppl. í síma 1760 og 3949. Auglýsingasíminn er 1717. um sama efni og eru þetta að mestu leyti vegna gjaldfallinna veðskulda að upphæð frá kr. 85,20 og upp i 36.000 á núgild- andi verðlagi. Þá var auglýst í sama blaði nauðungaruppboð á 2 vélbátum í Grindavík, annars vegar vegna 1.550 kr. skuldar og hins vegar vegna 155.868 kr. skuldar. Basar og flóamarkaður Slysavarnadeild kvenna í Keflavík heldur basar og flóa- markað, laugardaginn 28. febr. n.k. kl. 14 í Tjarnarlundi. Nefndln Fimmtudagur 26. febrúar 1981 5 Keflvíkingar, athugið viðtalstíma bæjarfulltrúa Alþýðuflokksins í Bár- unni, að Hringbraut 106, á hverju fimmtudags- kvöldi milli kl. 20-21. Bæjarbúar eru hvattir til að notfæra sér þessa þjónustu. - Verið velkomin. Alþýðuflokksfélag Keflavíkur Til sölu íbúðir í verkamannabústöðum Þrjár íbúðir í verkamannbústöðum í Keflavík eru til sölu. Salan fer fram samkv. ákvæðum laga nr. 51/1980 og reglugerðar nr. 527/1980 um kaup og endursölu félagslegra íbúða. Umsóknir sendist undirrituðum sem veitir nánari upplýsingar. Umsóknarfrestur er til 9. marz. Bæjarstjórinn i Keflavík Laus staða Staða tollvarðar í tollgæslunni á Keflavíkurflug- velli er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfs- manna. Umsóknum sé skilað til undirritaðs fyrir 21. marz n.k. Umsóknareyðublöð eru til staðar í skrifstofu minni. Lögreglustjórinn á Keflavíkurflugvelli, 12. febrúar 1981 Bolludagurinn er á mánudaginn. Bolluúrvalið er hjá okkur. Sprengidagurinn er á þriðjudaginn. Úrvals saltkjöt, sértilboðsverð Úrvals rófur - Gulrætur Ath. Pakkabaunir. Opið alla daga vikunnar til kl. 22.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.