Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.02.1981, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 26.02.1981, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 26. febrúar 1981 VÍKUR-fréttir Afreksfólk Knattspyrnu félags Keflavlkur árið 1980 Ólafur f. Hannesson afhendir UMFN glæsilegan bikar að gjöf frá Njarðvíkurbæ. Endurbœtur ð Innri-Njarðvikurkirkju Hörður Ágústsson listfræð- ingur og starfsmaður húsfriðun- arnefndar, hefur skrifað skýrslu um endurbæturá Innri-Njarðvík- urkirkju. Sóknarnefnd hefursam þykkt aö vinna eftir henni, en þar er gert ráð fyrir tveim áföngum. Annars vegar að utan, gerö glugga og turns veröi komið i upprunalegt horf, skífur settar á þak, og hins vegar aö innan, þar sem steinhleðslan komi í Ijós, skrúöhús og geymsla víki fyrir upprunalegri umgjörð altaris og kórs. Tillögurnar veröa til sýnis á aöalsafnaðarfundi 22. marz n.k. f tilefni 30 ára afmælis KFK á sl. ári gaf GRÁGÁS HF. félaginu þrjá bik- ara, en með þeim skyldi heiðra ungt afreksfólk félagsins. Á aðalfundi KFK fyrirskömmu voru þessir bikararafhentir ífyrstasinn, en þáhlutu Þröstur Ástþórsson (lengst t.v.) fyrir góða frammistöðu i knatíspyrnu 6. fl., Ólafur Jóhannsson fyrir góðaframmistööu í knattspyrnu 5. fl. og Lovísa Þórðardóttir fyrir góða frammistöðu í handknattleik. Bjarni Ástvaldsson hlaut afreks- bikar KFK fyrir eldri félaga árið 1980. Gunnar Þorvarðarson fyrirliði tekur við fslandsmeistarabikarnum Jón Ólafsson hlaut afreksbikar KFK fyrir yngri félaga, árið 1980. Leikfélag Keflavíkur: „Það er kom- inn gestur“ Leikfélag Keflavíkur er byrjað að æfa gamanleikritið ,,Það er kominn gestur", eftir ungverska rithöfundinn István örkény. Leikendur eru 13 og með aðal- hlutverk fara Þór Helgason, Jón Sigurðsson, Marta Haraldsdótt- ir, Rósamunda Rúnarsdóttir og Eggert Ólafsson. Eins og ávallt er leikfélagið í húsnæðishraki fyrir æfingar og beinir þeim tlmælum til þeirra sem kunna að hafa rúmgott húsnæði á lausu, að leyfa félag- inu að njóta þess, en það er frum- skilyrði fyrir góðri sýningu að allur undirbúningurog æfingará hverju verki sem tekið er til sýn- inga, takist sem best. Dyggur stuðningur áhorfenda átti sinn þátt í sigrinum. Sandgerðingar Miðnesingar Annar gjalddagi fyrirframgreiðslu útsvara og að- stöðugjalda er 1. marz n.k. Gerið skil á gjalddögum og forðist þannig drátt- arvexti og önnur óþægindi. Sveitarstjóri

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.