Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.03.1981, Page 1

Víkurfréttir - 12.03.1981, Page 1
5. tbl. 2. árg. Fimmtudagur 12. marz 1981 rCÉTTIE - nýr togari til Njarðvíkur Dagstjarnan Nú i vikunni bættist nýr skut- togari af stærri gerðinni í flota Suöurnesjamanna, en þá var Dagstjarnan KE 3 afhent nýjum eigendum í Njarðvík. Skuttogari þessi hét áður Rán HF, en var keyptur til Hafnarfjarðar í maí á síðasta ári frá Englandi, en þar hét skipið C. S. Forester. Það er byggt árið 1969 í Berverley í Eng- landi og var einn fyrsti ísfisk- skuttogari ssm Bretar byggðu til veiða á fjarlæg mið. Nefna má að skuttogari þessi kom talsvert við sögu í þorskastríðinu hér við land. Eftir að skipið kom til landsins voru gerðar nokkrar breytingar á búnaði og bætt við tækjum og má þar einkum nefna, að sett var sérstök vökvaknúin skutrennu- loka í skipið, gerðar breytingar á lest og vinnuþilfari, bætt við þremur vökvaknúnum hjálpar- vindum og lorantækjabúnaði i brú. Dagstjarnan KE er eins og áður segir í eigu fyrirtækis í Njarðvík, en það samanstendur af Sjöstjörnunni hf. að stærstum hluta, auk þesssem Langeyri hf. í Hafnarfirði er meðal hluthafa og einstaklingarnir Bjarni V. Magn- ússon, Einar Kristinsson, Krist- inn Kristinsson og Björgvin Ólafsson. Nafn hins nýja fyrir- tækis hafði ekki verið ákveðið er blaðið fór i prentun. Skipstjóri á Dagstjörnunni er Ægir Frí- mannsson. Skipið er 743 tonn að stærð og er því í hópi stóru togaranna, en aðrir togarar okkar Suöurnesja- manna flokkast undir minni togara, því mörkin eru við 500 tonna stærðina, en eftir því sem skip eru stærri þá eru fleiri menn á þeim og einnig er unnið eftir öðrum kjarasamningum. Togari af stærri gerðinni hefur ekki verið gerður út héðan síðan tog- arinn Keflvíkingur var seldur Framh. á 5. sf&u Opnar Hag- kaup stór- markað í september? Allt útlit er nú fyrir því að í sept- ember í haust muni Hagkaup opna stórmarkaö í Njarðvík, en á lóð þeirri sem þeir hafa fengið úthlutað rétt innan við bæjar- skrifstofur Njarðvíkurbæjar á Fitjum, er áætlað að reisa stál- grindahús. Þá hefur Gylfi Ármannsson, sem undanfarin ár hefur starfað hjá Kaupfélagi Suðurnesja, verið ráðinn verslunarstjóri i hinum nýja stórmarkaði Hagkaups í Njarðvík. 40 manns ð atvinnu- leysisskrá Þrátt fyrir að vetrarvertíð sé komin í fullan gang, eru enn 40 manns á atvinnuleysisskrá í Keflavík. Er þarna aðallega um að ræða konur, svo og nokkra vörubílstjóra. 4 Myndin er tekin af togaranum er hann kom til Hafnarfjarðar í fyrsta sinn, en þá hét hann RÁN HF 342. Tæpl. 2000 tonna meiri afli frá áramótum, en í fyrra Bátaafli lagður á land í Lands- höfn Keflavík-Njarðvík nam fyrstu 2 mánuði þessaárs4.599,0 tonnum, sem er 1,847,9 tonnum meiri afli en á sama tíma í fyrra. Afli togaranna nam hins vegar Eins dauði er ( vetur hefur verið þó nokkuð um atvinnuleysi hjá vörubif- reiðastjórum hér í Keflavík, og ekki er laust við að manni finnist það nokkuð spaugilegt, að á sama tíma og vörubifreiðastjórar hér ganga - eða aka - um atvinnulausir, þá er það ekki óal- gengt að Reykjanesbraut sé vart akandi fyrirfjöldavörubifreiðaúr Reykjavík, sem eru að flytja varn- ing til varnarliðsins, og auðvitað er hann allur í gámum. Eins og öllum er kunnugt þá er taliö nær ógerlegt að skipa upp gámum hér og ekki er hægt að segja að ráðamenn hér hafi haft árangur sem erfiði við að útvega fjármagn til að gera hérna þær hafnarbætur sem til þarf, þannig að hér sé hægt að skipa upp gámum. Fjárveitingavaldið í Reykjavík virðist ekki vera neitt að flýta sér við að veita hingað fjármagni til að gera hafnarmannvirkin hér þannig úr garði að allir flutning- ar til varnarliðsins geti farið hér um. 2.525.4 tonnum þennan tíma, sem er 2 tonnum minni afli en á sama tíma í fyrra. Aflahæsti báturinn íárerHelgi S. KE 7 með 388.2 tonn, en hæsti togarinn er Erlingur GK 6 með 754.8 tonn til febrúarloka. annars brauð Allir kannast við hina gullnu setningu, sem oft er látin fjúka, þ.e.a.s. „þið hafið herinn", en þaö vantar alltaf endinn, en hann er víst þannig:..en við í Reykjavík höfum tekjurnar af honum". Fullkomin þátttaka og jafnrétti Sýning 9. bekkjar Gagnfræöaskóla Keflavíkur sem helguð var ári fatlaðra Á sl. vetri var tekin upp sú ný- breytni að taka tvær vikur í svo- kallaða samþættingu, þar sem 9. bekkingar unnu að verkefni um sögu Keflavíkur. Nú í annaö sinn hafa nemendur skólans unniðað svonefndri samþættingu. Starf þetta byggist á því að hefðbundið skólastarf er lagt niður en elstu nemendum, sem eru 150 talsins og einungis úr 9. bekk, er skipt í 30 fimm manna hópa. Hver hópur fékk afmarkað verkefni til að vinna aö, sem öll eiga þaö sameiginlegt aö tengj- ast hugtakinu FÖTLUN. Sú yfir- skrift var valin (tilefni af ári fatl- aðra. Tilgangur með samþættingu Framh. á 6. síöu Furðufatadagur Fjölbrautaskólans Á þriðjudaginn í síðustu viku var hinn árlegi furðufatadagur Fjölbrautaskólans, en þá klæðast nemendur hinum furðulegustu flíkum og ganga um bæinn. Hópurinn staðnæmdist m.a. fyrirframan Grágás hf. og fór fram á myndatöku og birtist myndin hér með.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.