Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.03.1981, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 12.03.1981, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 12. marz 1981 FULLKOMIN ÞÁTTTAKA Framh. af 1. síöu er að auka sjálfstaeö vinnubrögð nemenda, skapa tilbreytingu í skólastarfinu og auka tengsl nemenda og kennara og jafn- framt að kynnast ýmsum stofn- unum sem tengjast verkefninu sem tekið er fyrir hverju sinni. Markmiðið með verkefnipu í ár var að kynna alþjóöaár fatlaöra, kynna nemendum þau kjör og aðstæður sem fatlaðir verða að búa við og jafnframt að gefa al- menningi kost á að skoða vinnu- brögð nemenda um þetta mál- efni. Þetta starf var fyrst hugsað sem ein vika, en fljótlega kom í Ijós að viðfangsefnið var það yfirgripsmikið að nauðsynlegt var að bæta einni vinnuviku við. Farið var í heimsóknir á stofn- anir, rætt við ýmsa aðila vegna upplýsingasöfnunar en niður- stöðum skilað í skýrsluformi. Þá útbjó hver hópur niðurstöður sínar á þann veg að þær mætti sýna öðrum á sem aðgengileg- astan hátt. Föstudaginn 27.febrúarsýndu nemendur 9. bekkjar svo yngri skólafélögum sinum niðurstöð- urnar. Laugardag og sunnudag var sýningin opin almenningi, en mánudaginn 2. marz var skólum úr nágrenninu boðið að senda nemendur sína á sýninguna. Það sem áþreyfanlega kom út úr þessu starfi má meöal annars nefna, að ótækt var að maöur í hjólastól kæmist inn í skólann og sá þvi einn hópurinn um að steypa skábretti við inngang hans. Jafnframt sá einn hópur um blaðaútgáfu sem helgað var málefnum fatlaðra. Einn hópur- inn reynsiað gerasérljóst hvern- ig væri að ferðast um Keflavík sem fatlaður maður og gerði um það liskyggnusýningu ásamt texta. Annar hópur gerði einnig litskyggnusýningu sem nefndist Jói og bílprófið, þar sem lýst var hvað fyrir getur komið ef ógætileg erfarið í umferðinni, og síðan er fylgst með ferð Jóa um endurhæfingarstöðvar í leit að bata. Sýningin var mjög fjölbreytt og víða leitað fanga og hafa nemendurnir safnað saman gíf- urlegum upplýsingum um málefni fatlaöra. Er það von nemenda og kennara að þetta verkefni hafi vakið sýningargesti til umhugsunar um málefni fatl- aöra. ,,Hofum liklega aldrei unnið eins mikið og lært eins mikið“ Ávarp Mariu Ficher, form. Nemendafélags Gagnfræðaskólans, við opnun sýningarinnar vegna árs fatlaðra. Ágætu gestir, skólastjóri, kennarar og nemendur. Frá 13. til 26. febrúar var felld nióur öll hefóbundin kennsla i9. bekk. Þess i staó skiptum vió okkur i fimm manna hópa og unnum aó heildarverkefni sem viö gáfum nafnió Áfí FATL- AÐfíA. Hóparnir unnu síóan hver að sinu sérstaka verkefni, sem öll tengdust þessu heiti. Þaó var sannarlega góö til- breyting aó þurfa ekki aö mæta i hefóbundnar kennslustundir, en ég vil leggja áherslu áað kennsla og nám var svo sannarlega ekki fellt nióur - öóru nær. Viö höfum liklega aldrei unniö eins mikió og lært svo mikiö eins og viö höfum gert þessar tvær vikur, og íminn- ingunni og i lífinu sjálfumun þær reynast okkur ómetanlegar. Vió höfum kynnst lifi hins fatlaöa og getum nú betur en áóur sett okk- ur inn i lif hans og kjör. Vió höfum heimsótt fjölda stofnana og rætt vió margt Tll sölu Austin Mini árg. 1975, keyrður aðeins 27.000 km. Sérstaklega vel með farinn. Uppl. ísíma 1641. (búö óskast til leigu í Keflavík eða Njarðvík. Uppl. í síma 3768 á kvöldin. Tll sölu stórt borðstofuborð með 6 stól- um. Einnig á sama stað sófasett. Uppl. í síma 2835. mætra manna, og alls staóar hefur okkur verió tekiö sérlega vel. Allir hafa viljaó greióa götu þvi fólki viljum viö þakka. Ég ætla ekki að þreyta ykkur á langri ræöu, ég þykist vita aó þiö viljió heldur fara aó skoóa sýn- inguna, sýningu, sem er niöur- staða vinnu okkar þessar tvær vikur. Ég vil fyrir hönd okkar nemenda þakka skólastjóra, kennurum og starfsliöi öllu fyrir þaö tækifæri sem okkur var veitt meö því aö fá aö vinna aö þessu verkefni á ári fatlaöra. Þaö er ósk okkar aö sýningin veki gesti til umhugsunar um málefni fatlaös fólks. Fyrir hönd nemenda 9. bekkjar býö ég ykkur öll hjartanlega velkomin. Sýningin er hér meö opnuö. VÍKllR-fréttir Meöal þeirra sem voru viðstaddir opnun sýningarinnar var Ólafur Ólafsson, landlæknir. Á sýningunni voru listaverk eftir fatlaða, og þess má geta að í tilefni sýningarinnar gaf Bragi Ásgeirsson listmálari skólanum að gjöf lista- verk eftir sig.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.