Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.05.1981, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 27.05.1981, Blaðsíða 2
2 Miðvikudagur 27. maí 1981 VÍKUR-fréttir J n 1^Z^?rCÉTTIC Útgefandi: Vasaútgáfan Ritstjóri og ábm.: Sigurjón Vikarsson, sími 2968 Blaðamenn: Steingrimur Lilliendahl, sími 3216 Elías Jóhannsson, sími 2931 Emil Páll Jónsson, simi 2677 Ritstj. og augl. Hringbraut 96, Keflavík, sími 1760 Setnmg og prentun: GRÁGÁS HF., Kettavik Loftpressa Tek aö mér múrbrot, fleygun og borun fyrir sprengingar. Geri föst verðtilboð. SÍMI 3987 Sigurjón Matthíasson Brekkustíg 31c - Y-Njarðvík Prjónakonur Nú kaupum við einungis lopapeysur, heilar og hnepptar. Móttaka að Bolafæti 11, Njarðvík, miðvikudagana 20. maí, 3. og 18. júní kl. 13-15. ÍSLENZKUR MARKAÐUR HF. mm/jm Skólagarðar Skólagarðar Keflavíkur verða starfræktir í sumar eins og undanfarin sumur, fyrir börn á aldrinum 8-12 ára. Innritun fer fram í Áhaldahúsi Keflavíkurbæjar, Vesturbraut 10A (húsi Rafveitunnar), sími 1552, föstudaginn 29. maí kl. 13-18. Starfsemin hefst mánudaginn 1. júní. Garðyrkjustjóri Kranabifreiðar Til sölu eru 50% hlutafjár í Krananum hf. í Kefla- vík. Eignaskipti koma til greina. Lögmenn Garðar Garðarsson og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Tjarnargötu 3 - Keflavfk Frá lögreglunni í Keflavík: Vitni vantar að eftir- töldum árekstrum Sunnudaginn 15. marz sl. var ekiö á bifreiðina Ö-6828, sem er af gerðinni Datsun fólksbifreið, brún að lit, þar sem hún stóð á móts við húsið nr. 34 við Vestur- götu í Keflavík. Þetta átti sérstað um kl. 20.10 og skemmdist vinstra afturbretti bifreiðarinnar töluvert. Sjónarvottur kvað rauða Galant fólksbifreið vera valda aö þessu tjóni, en ekki tókst að ná númeri bifreiöar- innar. Sunnudaginn 15. marz var ekið á bifreiðina G-5375, sem er af gerðinni Ford Cortina fólks- bifreið, þar sem hún stóð á Rán- argötu í Keflavík. Þetta mun hafa átt sér stað á milli kl. 21.00-23.00. Afturendi bifreiöarinnar skemmdist töluvert. Mánudaginn 16. marz sl. vai ekið á bifreiðina 0-190, sem er af gerðinni Galant fólksbifreið hvít að lit, þar sem hún stóð á bifreiðastæði við Tjarnargötu í Keflavík, norðan skrúðgarösins. Þetta mun hafa átt sérstaöámilli kl. 13.00-16.20. H/afturhurð og stafur aftan við hurðina dældaöist. Líklegt er talið aö brún bifreið hafi valdið skemmd- unum. Fimmtudaginn 19. ,marz sl. var ekið á bifreiðina Ö-5646, sem er af gerðinni Ford Cortina fólksbifreið, þar sem hún stóð vestan við bifreiðaverkstæðið Berg hf., Grófinni 7, Keflavík. Hægra frambretti bifreiðarinnar dældaðist lítillega. Laugardaginn 2. maí sl. var ekiö á bifreiðina Ö-7106, sem er af gerðinni Mazda fólksbifreið, þar sem hún stóð í innkeyrsl- unni að nýju álmu sjúkrahússins í Keflavík. Vinstra afturbretti bifreiðarinnar dældaðist og Bólstrun - Nýtt bólsturverkstæði Nýlega hóf starfsemi sina nýtt bólsturverkstæði að Hafnargötu 20 í Keflavík. Eigandi þess er Annel Þorsteinsson, húsgagnabólstrari. Auk þess að annast alla almenna bólsturvinnu og viðgerðirtekur Annelað sér að bólstra bíla að innan, þ.e. sæti, mælaborð og topp. rispaðist. Líklegt er talið að hvit Mazda 323 fólksbifreið hafi vald- ið tjóni þessu. Það eru eindregin tilmæli lög- reglunnar að þeir sem telja sig geta gefið upplýsingar um einhvern þessara árekstra, hafi samband við lögregluna í síma 3333. Guðmundur Snæland látinn 12. maí sl. lést á Borgarspítal- anum í Reykjavík, Guðmundur Snæland, munnhörpusnillingur með meiru. Guðmundur hefur undanfarin ár sett mjög svo svip sinn á bæjarlífiö í Keflavík. Guðmundur var fæddur á ísa- firði 25. sept. 1911, og hefði því orðið sjötugur i haust. Hann hefur undanfarin ár dvalið á Elli- heimilinu Hlévangi. Hann var jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju á miðvikudaginn í síðustu viku.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.