Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.05.1981, Blaðsíða 3

Víkurfréttir - 27.05.1981, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 27. maí 1981 3 Notar sorpbílinn í einkaþágu Mjög hvimleitt er að sjá hvernig starfsmenn ýmissa opin- berra fyrirtækja nota bifreiöar fyrirtækjanna til einkaafnota eft- ir aö vinnutíma lýkur, um kvöld og helgar. Mál þessi hafa að vísu lagast töluvert meötilkomu þess aö ýmsar stofnanir merkja bíla sína. Þó viröist svo sem bílstjórinn á sorpbílnum, þeim minni sem notaður er í úthverfin, hafi mikla ánægju af því aö vera á rúntinum á kvöldin og um helgar á pic-up bíl Sorpeyðingarstöðvar Suöur- nesja. Er þaö von manna aö við- komandi aöilisjái sómasinn meö því að hætta þessum leik aö lok- inni vinnu sinni. Af hverju eru fatlaðir utan- garðshópur í samfélaginu? Málefni fatlaðra hfa verið mik- ið á döfinni. Undanfarnar vikur hafa fjölmiðlar ef til vill opnað augu margra fyrir því, hvaö fatl- aðir búa við léleg kjör. Af hverju eru fatlaðir utan- garðsmenn í samfélaginu? Eru Það ekki fordómarnir sem loða við okkur enn? Sem betur fer er þetta að breytast með aukinni fræðslu á málefnum fatlaðra. Börnin sem em núna ádagvistunarheimilum °9 eru með andlega og líkam- lega þroskaheftum börnum þar, hljóta að losna við fordómana gagnvart þessum þætti lífsins. Við skulum vona að þetta eigi eftir aö hverfa. Lftlfi barn togar f hendlna á mömmu slnnl og seglr: Sjáðu, mamma, af hverju er strákurinn svona skrítinn í framan og af hverju gengur hann svona asna- lega? Móðirin flýtir sér í burt og ávítar barnið, segir því að hætta að horfa á drenginn. í þessu til- felli hefur barnið enga fordóma, en það sér meö eigin augum að sumir eru öðruvísi en aðrir. Það fannst barninu ekki neikvætt, en það vildi fá að vita hvers vegna. En með viðbrögðum sínum miðlar móðirin því til barnsins, að það sé ekki hægt að tala um fötlun. Hún segir því óbeint, að maður eigi ekki að vera fatlaður, það eigi að loka augunum, því það sé Ijótt. En við skulum hafa það hug- fast að þetta getur beðið okkar allra, afi elgnast þroskaheft barn. Byggfialagsnefnd JC. Leggjum öryrkjum llfi. Eru vottagjöldin svikin undan skatti? Miklar umræður hafa verið fnanna á milli um hin svokölluðu vottagjöld, sem renna íferðasjóð starfsmanna bæjarfógetaem- bættisins. Gjöld þessi eru til votta við lögtök, afsagnir víxla, í dómum o.fl. embættisverk á við- komandi skrifstofum. (stað þess Auglýsið í VÍKUR-fréttum að renna til viðkomandi starfs- manna sem eru vottar hverju sinni, renna þau í svokallaða ferðasjóði, sem síðan eru notaðir til að greiða niður ferðalög starfsmanna embættisins. Nú síðustu daga hafa vaknað upp þær sþurningar, hvort þetta séu ekki hlunnindi sem gefa á upþ til skatts, eða ei. En um það er deilt milli embættanna og skattstjóra, sem segir að svo eigi að vera. Embættin eru hins vegar þessu mótfallin og telja þetta vera eins og hvern annan orlofssjóð, og greiðslurn- ar því úthlutanir úr þeim sjóði. Ert þú að grisja garðinn? Þarft þú að losna við fjölærar plöntur eða aðrar jurtir? Þá erum við tilbúnir að koma og aðstoða þig og hirða það sem þú annars myndir henda. Hringið í sima 1552 - og við komum um hæl! Garðyrkjustjóri KEFLAVÍK Unglingavinna Keflavíkurbær mun starfrækja unglingavinnu í sumar fyrir unglinga fædda 1965, 1966, 1967 og 1968. Vinna verður með líku sniði og undanfarin ár og hefst mánudaginn 1. júní n.k. Skráning ferfram föstudaginn 29. maífrákl. 10-12 og 13-17 í íþróttavallarhúsinu við Hringbraut. Allar nánari upplýsingar veitir forstöðumaður, Inga María Ingvarsdóttir í síma 2730. Bæjarstjórinn í Keflavík Það skal vel vanda, sem lengi á að standa. Sérsmíðum allar innréttingar, lagfærum gamalt og önnumst einnig alla útivinnu. Föst verðtilboð eða tímavinna. Vönduð vinna - Hagstætt verð. Trésmiðja Keflavíkur sf. Bolafæti 3, Njarðvík Símar 3516, 3902 og 1934 Hjúkrunarfræðingar Staða hjúkrunarforstjóra við Sjúkrahús Keflavík- urlæknishéraðs er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 1. ágúst n.k. Skriflegar umsóknir berist forstöðumanni. Næsta blað kemur út 11. júní

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.