Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.05.1981, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 27.05.1981, Blaðsíða 6
6 Miðvikudagur 27. maí 1981 VÍKUR-fréttir Keflavík: Lóðaút- hlutanir Á fundi bygginganefndar 6. maí sl. voru eftirtaldar lóðaút- hlutanir samþykktar: Steinhús: Óðinsvellir 16: Smári Trausta- son. Óðinsvellir 2: Gísli Ólafsson, Hátúni 10, Keflavík. Óðinsvellir 4: Jón Hörður Haf- steinsson, Kirkjuteig 19, Kefla- vík. Óðinsvellir 12: GeirReynisson Elliðavöllum 8, Keflavík. Óðinsvellir 14: RagnarS. Karls son, Háaleiti 5, Keflavík. Þverholt 7: Jóhann Sveinsson, Austurbraut 2, Keflavík. Tlmburhús: Óðinsvellir 21: Sveinn Sigur- jónsson, Suöurgötu 42, Keflavík. Óðinsvellir 23: Asta Sigurðar- dóttir, Miðtúni 5, Keflavík. Þá var eftirtöldum aðilum úthlutað byggingalóðum fyrir raðhús: Alexander Jóhannesson, Há- holti 10 var úthlutaö lóöunum nr. 34, 36, 38, 40, 42 og 44 við Norð- urvelli. Trébæ sf, Hringbraut 81 var úthlutaö lóöunum nr. 2,4 og 6 við Noröurvelli. Viðari Jónssyni, Heiðarhorni 16, var úthlutað lóðunum nr. 12, 14, 16, 18, 20 og 22 við Norður- velli. Húsnes hf., Hafnargötu 71, var úthlutaö lóðunum nr. 24, 26 og 28 við Noröurvelli. Jakobi Árnasyni og Árna Sigurðssyni byggingameistur- um var úthlutað lóðunum nr. 56, 58, 60, 62, 64 og 66 við Norður- velli. Bygginganefnd hefur lagt til að gatnagerðargjald fyrir raðhús verði 60% af gatnagerðargjaldi fyrir einbýlishús. Hvaö er hann þessi aö fara? „Geri þetta fyriránægjuna- og fæ líka betri kartöflur" - segir Siggi á Nýjalandi Einn góðviðrisdaginn ísíðustu viku hittum við að máli Sigurö Magnússon (Sigga á Nýjalandi), þar sem hann var í óða önn að vinna í kartöflugarði sínum í bæj- argörðum Keflavíkur, og var búa sig undir aö setja niöur. Hann kvaðst vera búinn að hafa garðinn síöan þe;im var út- hlutað fyrir mörgum árum, og sagöist setja niöur einn poka, eða svona 40 kíló. „Uppskeran var góð í fyrra," sagði Siggi, „ég á kartöflur enn og tóka meira að segja í útsæði af þeim núna, en við erum nú bara tvö í heimili." Ekki kvaðst Siggi vita hvort hann sparaöi eitthvað meö þessu en allavega fengi hann betri kart- öflur en fengjust í búðum, og svo hefði hann ánægju af þessu dútli sfnu. Brynjólfur hf. vill ráða konur og karla til fiskvinnslustarfa. Vinna hálfan daginn kemur til greina. Upplýsingar hjá verkstjóra í síma 1264. Bílstjóri Vantar bílstjóra á vörubifreið. Meirapróf áskilið. Upplýsingar hjá verkstjóra í síma 1264. BRYNJÓLFUR HF. Sundnámskeið fyrir börn og fullorðna hefst 1. júní n.k. Innritun er hafin í síma 2744. Sundlaug Njarövíkur Vantar menn til byggingastarfa, og mann á verkstæði. Uppl. í síma 2336 eftir kl. 20. Alexander Jóhannesson, bygglngameistari Keflavík Utsvör Aðstöðugjöld Fimmti og síðasti gjalddagi fyrirframgreiðslu út- svara og aðstöðugjalda er 1. júní n.k. Gerið skil á gjalddögum og forðist pannig dráttar- vexti og önnur óþægindi, sem af vanskilum leiðir. Innheimta Keflavfkurbæjar Verkstæðisvinna Vantar nú þegar mann vanan verkstæðisvinnu, á trésmíðaverkstæði Uppl. í síma 3545 og 1438. Elli Jóns Næsta blað kemur út 11. júní

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.