Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.05.1981, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 27.05.1981, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 27. maí 1981 11 VÍKUR-ffréttir Húsagerðin hf., Kefiavík: Stórframkvæmdir í Heiðarbyggð :S Húsagerðin hefur á aö skipa afburða góöum mannskap, sem sést hér meö Heiöarhvamm 2-4 í baksýn. Þegar ekið er Vesturgötuna í étt til Eyjabyggöar, másjáfjögur fjölbýlishús sem eru á ýmsum byggingarstigum, ýmist tilbúin eöa eru í byggingu. Þaö er Húsagerðin hf. í Keflavík sem hefur alfarið séð um þessar byggingaframkvæmdir, en það eru húsin aö Heiðarhvammi 2-4, 12 íbúða hús sem kallaöar hafa veriö leiguíbúöir eða félagsleg- ar íbúðir, sem afhentar verða síöast á þessu ári, Heiðarhvamm- ur 1-3, með 16 íbúðum, Heiðar- hvammur 5, 7 og 9, með 24 íbúð- um, og Heiðarhvammur6-8, með 16 íbúðum, sem verða fokheldar um mánaðamótin júní-júlí. Þá er einnig að hefjast bygging fimmtu blokkarinnar, sem heitir Heiðar- ból 2, 4 og 6, og er fyrirhugað að nr. 4 og 6 verði fokhelt í október n.k. Húsagerðin hf. var stofnuð um áramótin 1971-72 af þeim An- toni Jónssyni, Áskeli Agnarssyni og Jakobi Traustasyni, og stend- ur það samstarf enn með ágæt- um, að sögn Antons, er við spurðum hann um rekstur fyrir- tækisins. „Verksvið fyrirtækisins hefur ávallt verið almenn verktaka- vinna, en það var ekki fyrr en 1976 að byrjað var að hugsa til þess að hafa meiri festu í rekstr- inum, því þó við hefðum alltaf nóg að gera, með 10-20 manns í vinnu, þá ríkti alltaf nokkur óvissa. Á árunum 1976 og 77 byggðum við tvö 4ra ibúða hús við Nónvörðu, og eftir það sáum við að framtíðin byggðist á að tækja okkur upp, kaupa bygg- ingakrana og stöðluð mót, og snúa okkur að þessu fyrir alvöru. Á mótum Heiðarbrautarog Vest- urgötu eru 6 raðhús, sem voru byrjunarframkvæmdir Húsa- gerðarinnar í þessu hverfi, en byrjað var að byggja þau haustið 1977, og síðan höfum við haldið áfram hér á svæðinu fyrir ofan. Jafnframt þessum verkefnum höfum við svo unnið að ýmsum öðrum verkefnum, t.d. nýja íþróttahúsið í Keflavík ásamt fleiri verkefnum. Framleiðslugetan hjá okkur er töluvert mikil í dag, sem byggist á afburða góðum mannskap sem við höfum á að skipa, en án hans væri þetta óframkvæmanlegt. Framhald á 9. slðu I ' " 'HREINN BÆR - OKKUR KÆR KEFLVIKINGAR ^ i Dagana 1.-17. júní n.k. hefurveriðákveðiðaðgerasérstakt átak íhreins- un og snyrtingu bæjarins, með því að hreinsa drasl af lóðum og lendum, mála og lagfæra hús, girðingar o.fl. Til þess að auðvelda bæjarbúum þátttöku í verkefni þessu hafa bæjar- yfirvöld samið við málningarverslanir í Keflavík, þ.e. Kaupfélag Suður- nesja og Dropann, um að þær veiti 10% afslátt á málningu sem keypt verður dagana 1.-17. júní. Þá mun bæjarsjóður leggja til ókeypis flutn- ing á tilfallandi drasli og stendur sú þjónusta út júní-mánuð. Hringið í Áhaldahús Keflavíkurbæjar í síma 1552. Bæjarbúar eru hér með hvattir til að taka þátt í verkefni þessu og not- færa sér ofangreinda þjónustu. KEFLVÍKINGAR! FEGRUM UMHVERFIÐ! Bæjarstjórinn í Keflavík

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.