Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.06.1981, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 11.06.1981, Blaðsíða 1
11. tbl. 2. árg. Fimmtudagur 11. júní 1981 fCÉTTIC I i Vörubíllinn kantinum Litlu munaöi aö stórtjón yrði við Keflavíkurhöfn aö kvöldi upp- stigningardags, er ökumaður vörubíls frá fisksala einum í Reykjavík, skildi bílinn eftir í gangi, en í handbremsu, meðan hann stökk inn á hafnarvigtina. En handbremsan hélt ekki bílnum og tók hann því að renna á mikilli ferð í átt að olíubryggj- unni og stöðvaðist bíllinn ekki fyrr en annað afturhjólið var komið út fyrir bryggjukantinn og vó hann salt á kantinum. Má það heita kraftaverk að ekki skyldi verr fara, því ávallt er rnikil umferð um svæði það sem bíllinn rann stjórnlaus um, og einnig það, aðhann réttslappvið olíuskúrinn og á vegi hans var Þungur steinn sem er hafður til að loka bryggjunni, en bæði hann ogolíubarkarsemábryggj- unni voru drógu það mikiö úr vó salt á bryggju ferð bílsins að hann fór ekki lengra. Fá þurfti kranabíl til að lyfta bílnum aftur upp og tókst það án þess að miklar skemmdir yröu á honum. Keflavík Anna ekki eftirspurn eftir einbýlishúsaióðum Á fundi bæjarstjórnar Kefla- vikur 19. maí sl. var lögð fram eftirfarandi tillaga frá Guðfinni Sigurvinssyni, Olafi Björnssyni og Jóni Ólafi Jónssyni: „Bæjarstjórn Keflavíkur sam- Þykkir aö fresta úthlutun raðhúsalóða í Heiðarbyggð IV. Lóöirnar verði auglýstar til um- sóknar og skal umsóknarfrestur vera til 20. júní 1981.“ í greinar- gerð með tillögunni segir: „Rað- húsalóðir í Heiðarbyggð IV voru ekki auglýstar, aðeins einbýlis- húsalóðir. Með tilliti til þess að ekki var mögulegt að úthluta nærri öllum sem sóttu um lóðir, telur bæjarstjórn eðlilegt að gefa þeim, sem ekki fengu einbýlis- húsalóðir, kost á raöhúsalóð- um." Ennfremur tóku til máls Hilm- ar Pétursson, Jón Ólafur Jóns- son, Ólafur Björnsson, Tómas Tómasson, Karl Sigurbergsson og Steinþór Júlíusson. Tillagan féll á ónógri þátttöku í atkvæða- greiðslu. 3 greiddu atkvæði með tillögunni, þeir sem ekki tóku þátt í atkvæöagreiðslunni voru allir aðrir en flutningsmenn. Tómas Tómasson gerði eftirfar- andi grein fyrir hjásetu: „Ég tel ekki fært að fresta eða draga til baka þær úthlutanir um raðhúsalóðir, sem bygginga- nefnd hefir samþykkt, en tel hins vegar rétt, að þær raðhúsalóðir sem enn er óráðstafað verði aug- lýstar, eða þeim sem eiga um- sóknir um einbýlishús yrði gef- inn kostur á þeim lóðum.“ Karl Sigurbergsson tók undir bókun Tómasar vegna hjásetu sinnar. Kvenbílstjóri hjá SBK Þó svo að kona hafi sest í æðsta embætti landsins, er ekki þar með sagt að jafnréttisbarátt- unni sé lokið. Þannig halda kon- ur enn áfram að marka sér bás i hefðbundnum karlastörfum. Ein slík er Þorgeröur Einarsdóttir í Keflavík. Hún tók meirapróf og rútupróf í vetur og starfar nú sem rútubílstjóri hjá Sérleyfisbifreið- um Keflavíkur. Við spurðum Þorgerði hvar hún hefði starfaö áður. Sagðist hún hafa starfað við verslunar- og afgreiöslustörf í sjoppum og verslunum. Ástæðan fyrir því að hún fór í meiraprófið var sú, að hún sá sér færi á að ná sér í góða sumarvinnu. Einhvern veginn at- vikaðist það síðan, að hún fékk þetta starf. Ekki munu Reykjavíkurfarþeg- ar þó verða þess aðnjótandi að ferðast með Þorgerði. Hún mun vera ráðin á Vallarrútuna. Við spurðum hana hvort ekki væri erfitt að stýra svona stórum bíl. - „Nei, konur geta það rétt eins og karlmenn. Eða því ekki?" Þor- gerður sagðist ekki sjá neina skýringu á því að karlar hefðu hingað til ekið rútum. „Ef til vill hafa konur ekki sóst í þetta starf.“ Taldi Þorgerður að konur hefðu haft sömu möguleika. Bylting í Garðinum Nýlokið er aðalfundi Verka- lýðs- og sjómannafélags Gerða- hrepps, en á fundinum geröist það helst markvert, að stjórn og trúnaðarráði félagsins ver velt af valdastóli. Hinn nýkjörni formaðurer Jón Hjálmarsson, en fyrrverandi for- maður var Ólafur G. Sigurðsson. Segja má aö á aöalfundinum hafi verið endurtekinn sáatburð- ur sem átti sér stað hjá Verka- lýðs- og sjómannafélagi Miðnes- hrepps, Sandgerði, fyrir ári síð- an, en þar var einnig eins og nú skipt um völd með byltingu á aöalfundi félagsins. Nú velta menn því fyrir sér hvenær málshátturinn „allt er þegar þrennt er“, verði að veru- leika og þar með bylting í þriðja verkalýðsfélaginu hér á Suður- nesjum. Leyft að henda rusli í fjöruna Vegna þess ófremdarástands sem skapast hefur vegna þess að Sorpeyöingarstöð Suðurnesja getur ekki unnið járn og annað því um líkt sorp, og að ekki er í sjónmáli járnapressa, hefur mikiö af þess konarsorpi hlaðist upp í kringum Sorpeyðingar- stöðina. Og til að koma í veg fyrir þessa upphleöslu á bílhræjum og öðru sorpi sem vandræði er að eyöa, hefur Keflavíkurbær nú leyft að setja þetta drasl í uppfyllingu þá er verið er að gera neöan Haf nar- götu við gömlu Stokkavörina og Miðbryggjuna. Ónæöi af Aðalstöðvar- planinu Að undanförnu hafa borist kvart- anir yfir hávaða og ónæði af nætur- og kvöldumferð á plani Aðalstöðvarinnar í Keflavík, og var málið tekið upp á fundi bæj- arstjórnar 19. maí sl. Þar var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum að fela bæjarstjóra aö fá bæjarfógeta og forráðamenn Aðalstöðvarinnar til fundar vegna kvartana um þetta ónæði á plani stöövarinn- ar um helgar, og kanna leiðir til úrbóta.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.