Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.06.1981, Blaðsíða 3

Víkurfréttir - 11.06.1981, Blaðsíða 3
VÍKUR-fréttir VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 11. júní 1981 3 Hvar mega vondir vera (búi í Garðahverfi hafði sam- band við blaðiö og sagði frá því að eftir að íbúar í Eyjabyggð hefðu tekið á sig rögg og hreins- að hverfið og málað leiktæki á leikvellinum, væri engu líkaraen að hugsunarháttur þeirra hafi breyst, því nú virtist sem þeir hafð einfaldlegaslegiðeign sinni á allt sem í hverfinu er, og þá sér- staklega leikvöllinn. Börn úr Garðahverfi leita mikið á leikvöll- inn, sem staðsettur er í Eyja- byggð, og oft hafa þau orðið fyrir aðkasti vegna þess aö þau eiga ekki heima í hverfinu. Eftirhreins unina versnaði þetta mikið því nú væri það orðið þannig að jafnt börn sem fullorðnir rækju krakk- ana út af leikvellinum með harðri hendi. Kvaöst viðmælandi ávallt hafa staðið í þeirri trú að öll leik- svaeði í bænum stæðu öllum börnum oþin. Þar sem börn í garðahverfi geta vart leitaö á leikvöllinn í Eyjabyggö án þess að eiga von á hinu versta, þá hafa þau leitað nokkuð inn á leiksvæöið við Garðasel, en nú er búið að setj þar niður heljar mikla girðingu, sem er mikil slysagildra, því hún er bæði há og ill yfirferðar, og er helst að sjá að hún þjóni þeim til- gangi að fela það sem óunnið er innan hennar. Blaðið hafði samband við Steinþór Júlíusson bæjarstjóra og sþurði hann hvort fólk í einu hverfi gæti einokað leiksvæði þau sem þar væru. Steinþór kvað svo ekki vera, - allir bæjarbúar ættu fullan rétt á að sækja heim þau leiksvæði sem bærinn hefði útbúið. Þá var Steinþór spurður hvað ætti að gera á auða svæð- inu innan girðingarinnar við Garðasel. Hann sagði að þar ætti að koma leiksvæði við nýja leik- skólann sem verið er að byggja við hliöina á Garðaseli. Slökkvitækin afstýrðu stórbruna Ekki alls fyrir löngu kviknaði í ibúðarhúsi við Heimavelli í Eyja- byggð í Keflavík, er þriggja ára óviti var að fikta með eldfæri. Töluverður eldur var kominn í stofu og húsið fylltist af reyk, en sem betur fer urðu skemmdir minni en á horfðist í fyrstu, vegna snarræðis eins nágranna, sem kom á vettvang á réttu augna- bliki meö tvö slökkvitæki og tókst að ráða niöurlögum elds- ins með þeim og einnig með vatni, áður en slökkviliðið kom á staðinn. Áður var einnig búið að tæma úr tveim öðrum tækjum. Sýndi það sig í þessu tilfelli hve nauðsynlegt er að hafa þessi öryggistæki í fullkomnu lagi (en þau eiga að vera til í öllum Eyja- byggöarhúsunum). Það er öruggt mál að þarna afstýrðu tækin og sá sem stýrði þeim, því að stórbruni yrði. Alltaf tekur nokkurn tíma að kalla út slökkvi- Framh. á 5. sföu Það skal vel vanda, sem lengi á að standa. Sérsmíðum allar innréttingar, lagfærum gamalt og önnumst einnig alla útivinnu. Föst verðtilboð eða tímavinna. Vönduð vinna - Hagstætt verð. Trésmiðja Keflavíkur sf. Bolafæti 3, Njarövík Sfmar 3516, 3902 og 1934 íbúar Suðurnesjum Viðtalstími meindýraeyðis er alla virka daga kl. 9-12 að Vestrubraut 10 í Keflavík. Síminn er3314. Hellbrigöiseftirlit Suöurnesja Nœsta blað kemur út •

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.