Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.06.1981, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 11.06.1981, Blaðsíða 12
12 Fimmtudagur 11. júní 1981 VfKUR-fröttir fFjölbrautaskóli Suðurnesja Sumarið 1981 verður skrifstofa skólans opin sem hér segir: 1.-19. júní: 22. - 30. júní: 10. - 21. ágúst: 24. - 31. ágúst: kl. 9-12 og 13-16 kl. 9-12 kl. 9-12 kl. 9-12 og 13-16 Skrifstofan verður lokuð 1. júlí - 9. ágúst að báð- um dögum meðtöldum. Stjórnendur skólans skipta þannig með sér verkum, að Jón Böðvarsson, skólameistari, verð- urtil viðtals í júní, en Ingólfur Halldórsson, aðstoð- arskólameistari og Ægir Sigurðsson, áfangastjóri, í ágústmánuði. Skólamelstarl KEFLAVÍK l|| Lögtaks úrskurður vegna fyrirframgreiðslu útsvara Samkvæmt beiðni bæjarsjóðs Keflavíkur úrskurð- ast hér með, að lögtök getafariðfram vegnagjald- fallinnar ógreiddrar fyrirframgreiðslu útsvars- og aðstöðugjalda ársins 1981 til bæjarsjóðs Kefla- víkur, allt ásamt dráttarvöxtum og kostnaði. Lögtök geta farið fram að liðnum 8 dögum frá birt- ingu úrskurðar þessa, ef ekki verða gerð skil fyrir þann tíma. Keflavík, 2. júní 1981. Bæjarfógetinn I Keflavík, Jón Eystelnsson Keflavík - Raðhús Er að hefja smíði á 168 m2 raðhúsum á einni hæð m/bílskúr, á góðum stað í bænum. Seljast fokheld m/gleri, útihurðum o.fl. Lóðin verður girt og lögð túnþökum. Þeir sem áður hafa sþurst fyrir um hús þessi hafi samband við mig sem fyrst. Alexander Jóhannesson, siml 2336 „Hvaö er hellauaamlegra en afi lelka aér vlfi hundlnn *lnn?“ „Hundurinn er förunautur, til gagns og ánægju" Oft hafa Víkur-fréttir gert ýmis konar athugasemdir við hundahald hér í bæ. Hefur m.a. verið vikið að óþrifnaði og þar að auki sett spurn- ingamerki við gildi þess að hafa hundaí þéttbýli. Vegnaþessaraskrifa hafa ýmsir málsvarar hunda hringt til okkar og bent á kosti þess að hafa hunda. Einn þeirra er Jón W. Magnússon. Við ákváðum því að taka hann tali og kanna frekar kosti þess. Til að byrja með lögðum við eftirfarandi spurningu fyrir Jón: Af upphringingum þfnum má ráða að þú teljir þlg sjálfskipað- an sem besta vln hundslns hér I bæ. Er þetta rétt skllið? Og auðviðað fór Jón bara að hlæja. ,,Ekki segi ég það nú, en ég er orðinn hundavinur eftir að ég eignaðist sjálfur hund.“ Hvað segir þú um óþrifnað af hundum fyrlr bæjarbúa? „Hérna verðum við að spyrja hvar takmörkin liggja. Verðum við ekki að fórna einhverju fyrir að eiga góðan hund? Góðan fé- laga til að leika sér með? Sumir eiga mótorhjól og aðrir bíla til að leika sér að. Þeir sem eiga slík tæki nota þau sér til gagns og ánægju. Hins vegar eru aðeins nokkrir slíkir sem eru með háv- aða á nóttunni eða seint á kvöld- in. Ætti kannski að banna öll mótorhjól? Það sama gildir um hundahald, það er ekki hægt að alhæfa um alla hunda út frá ein- staka dærnurn." Þú talar um gagnsemi af mót- orhjólum og bílum, hvaða gagn er af hundum? Notar þú þin hund ef til vill til velða? „Nei, hundinn nota ég ekki sem peningalegt lifibrauð. Ég nota hann sem förunaut. Hund- urinn dreifir umhverfinu, gerir það lifandi. Þessu má líkja viö hestamann sem á hest, eða katt- arvin sem á kött.“ En er ekki rétt að hafa einhverj- ar reglur? „Auðvitað er nauðsynlegt að setja reglur. Það sem ég hef hins vegar fundið að umræðunni um hundahald, þá sérstaklega um- ræðu heilbrigðisfulltrúa, er að þaö er eilíflega verið aö klifa á þvi versta í fari hunda. Hann málar það versta upp, sem hent getur mann og hund. Þettaerhiðsama og að alhæfa að allir ökumenn séu lélegir vegna þess að til eru örfáir lélegir." Er ekkl svona hundahald I þétt- býli bara gðmul sveitarómantik? „Ja, - nei, það held ég nú ekki. Sjálfur eignaðist ég ekki hund fyrr en fyrir sjö árum, hefði reyndar fengið mér hund mun fyrr, ef ég hefði gert mér grein fyrir gildi þess, sérlega upþeldis- legu gildi gagnvart börnum. Um hunda í þéttbýli má líka segja, að þeir þurfa að lúta aga. Þurfa ekki börn að lúta aga? Þau þurfa að fara í skóla, læra að hlýða, vera inni við. Þegar tglað er um að hundar eigi bara heima í sveit, má þá ekki spyrja á móti hvort maðurinn eigi ekki bara heima í sveit? Ég fer til dæmis jafn oft með hundinn út í sveit og börnin. ÞangaÓ fer öll fjölskyldan og hundurinn að leika sér.“ En er ekkl eitthvað sem þú vilt segja að lokum? T.d. að skora á alla bæjarbúa að fá sér hund? „Nei, það held ég ekki. Ég álít að það sé hverjum manni í sjálfs- vald sett að fá sér það gæludýr sem hann vill. Menn ættu að fá sér gæludýr og læra að umgang- ast það. Þeir myndu án efa njóta þess í sama mæli og sjónvarps eða myndsegulbands. Slíkar skemmtanir eru hins vegar „dauðar" í þeim skilningi, að maðurinn er ekki þátttakandi. - Og hvað er heilsusamlegra trimm en að leikasér við hundinn sinn?" Næsta blaö kemur út 25. júní

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.