Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.06.1981, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 11.06.1981, Blaðsíða 16
lteniim Fimmtudagur 11. júní 1981 Lionsklúbburinn og Austfirðingafélagið: Fegra bæinn með plöntun trjáa Nú fyrir skömmu lögöum við leið okkar upp í skógræktar- svæðið fyrir ofan vatnstankinn í Keflavík, en þar hafa félagar úr Lionsklúbbi Keflavíkur nýlega gróðursett tré. Við höfðum sam- band við Steinþór Júlíusson, for- seta Lionsklúbbsins, og spurö- um hann nánar út í málið. „Við viljum með þessu reyna að fegra bæinn okkar," sagði hann, ,,og svo er líka alltaf mjöc gaman að vinna að verkefni sem þessu. ( fyrra plöntuðum við 51 tré í þennan reit og núna settum við einnig niður 51 tré, og voru þau flest rúmlega einn metri á hæð. Við höfum í hyggju að reyna að efla þann sjóð sem fjár- magnar þetta verkefni, þannig að í framtíöinni er ætlun okkar aö fjölga þeim plöntum sem við setj- um niður árlega. Við munum reyna að sjá alfarið um það svæði sem við ræktum upp, þ.e. aö gefa plöntunum áburö og vökva þær, og ég vona aö okkur takist að gera þarna skemmtileg- an reit þarsem bæjarbúargeti átt góðar stundir í framtíðinni." Þegar við komum á svæðið var maður einn að tína rusl frá trján- um og þegar við komum nær sáum við að þarna var Karl G. Sigurbergsson, bæjarfulltrúi, að störfum. Hann var þarna í reit sem Austfirðingafélagið í Kefla- vik hefur tekið aö sér að sjá um, og af okkar alkunnu forvitni spurðum við Karl hvað hann væri að gera þarna. „Viö hjá Austfiröingafélaginu höfum i hyggju að planta hér á svæðinu 70 trjám. Það var sam- þykkt á síðasta aðalfundi hjá okkur að verja til þessa verks um 2500 kr. á þessu ári, en ég held að þaö komi ekki til meöað ná langt, við höfum pantað 70 plöntur á 30 kr. stykkið og þar eru víst kom.nar 2100 kr. Auk þess höfum við gert hér ýmislegt og allt kostar vist peninga í dag og ekki er ólíklegt að við þurfum að bæta einhverju við.“ Þegar hér var komið sögu bar að vörubíl með gott hlass af mold á pallinum, og fór Karl að segja bílstjóranum hvar hann ætti að sturta. „Við erum hér að útbúa litla laut, þar sem þessi 70 tré munu að öllum líkindum verða niöur. Það sem helst vantarhérerrenn- andi vatn, því það þarf að vökva Framh. á 5. siðu 5. flokkur KFK til Færeyja Þann 30. júní n.k. fara ungir knattspyrnumenn úr 5. flokki KFK til Færeyja. Munu þeir leika þar við ýmis félög. Ferðin er skipulögð í samvinnu við einn af eldri félögum KFK, sem flutt hefur til Færeyja, Sævar Hall- dórsson. Til að standa undir kostnaöi við ferðina hafa KFK-menn farið af stað með skyndihappdrætti. Fjölbreytt hátíðarhöld á sjómannadaginn Fjölbreytt hátíðarhöld verða að venju á sjómannadaginn í Kef lavík og Njarðvík, en þau hefj- ast raunar daginn áður, laugar- dag, meö dansleik í Stapa, þar sem hljómsveitin Upplyfting sér um fjörið. Dagskrá sjómanna- dagsins hefst klukkan 10.30 með skrúðgöngu frá hafnarvigtinni í Keflavík og verður gengið að Keflavíkurkirkju, en þar fer fram sjómannamessa. Fyrir skrúð- göngunni leikur LúðrasveitTón- listarskóla Njarðvíkur, en fánaberar verða aflahæstu skip- stjórar í Keflavik og Njarðvík sl. vetrarvertíð. Kl. 12.45 hefst skemmtisigling meö börn, og í því sambandi vill sjómanndagsráð vekja sérstaka athygli á því, að börn fá ekki að- gang nema í fylgd fullorðinna. Að skemmtisiglingunni lokinni hefst hefðbundin dagskrá við Keflavfkurhöfn, með hátíðar- ræðu, aldraðir sjómenn verða heiðraðir, ,svo og aflakóngur, síðan verður kappróður, stakka- sund, koddaslagur og reiptog. Ræðumaður dagsins verður fulltrúi Verkalýðs- og sjómanna- félagsins, en aflakóngur er sá sami og síðast, örn Einarsson, skipstjóri á Pétri Inga KE-32. f ár mynda£>rjú launþegasam- tök Sjómannadagsráð Keflavík- Njarðvík, en þau eru Verkalýös- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis, Vélstjórafélag Suður- nesja og Skipstjóra og stýri- mannafélagið Vísir. 17. júní há- tíðarhöldin í Keflavík verða með svipuðu sniði og undanfarin ár. Þau hefjast í skrúðgarðinum kl. 14. Þarverður ýmislegt til skemmtunar, mini- tívolí verður opið ásamt kaffi- sölu í Barnaskólanum. Kl. 16.30 hefst svo dagskrá á iþróttavell- inum og kl. 20 hefst síðan kvöld- vaka viö Gagnfræðaskólann. Framkvæmdaaðili að hátíðar- höldunum er Ungmennafélag Keflavíkur. Göngudagur UMFÍ Göngudagur ungmennafélag- annaverðurhaldinn íannaðsinn laugardaginn 13. júní n.k. Lagt verður af stað frá Barna- skólanum kl. 13.30 og gengið með ströndinni út að Hólm- bergsvita og beina leið aftur til baka. Göngustjóri verður hinn mikli göngugarpur, Einar Ingi- mundarson. Allir eru hvattir til þess aö taka þátt í göngunni, jafnt ungir sem gamlir. SPARISJÓÐURINN er lánastofnun allra Suðurnesjamanna.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.