Víkurfréttir


Víkurfréttir - 25.06.1981, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 25.06.1981, Blaðsíða 1
12. tbl. 2. árg. Fimmtudagur 25. júní 1981 fCÉTTIC Takmarkaður aðgangur að Sorpeyðingarstöðinni Mikil óánægja ríkir meöal Suö- urnesjabúa meö opnunartlma Sorpeyðingarstöðvar Suður- nesja, sem aöeins er opin kl. 16-21 á virkum dögum og kl. 13-19 á sunnudögum, og þá um Hafnahliö. Fólk hefur þó getað farið með rusl í gegnum flug- vallarhliðin þar til nú nýlega, að Sorpeyðingarstöðinni barst bréf frá lögreglustjóranum á Kefla- víkurflugvelli, þar sem tilkynnt er að umferð sorpflutningabifreiða um önnur hlið Keflavíkurflug- vallar en hlið Sorpeyðingar- stöðvarinnar er bönnuð frá 15. júnf. Undantekning er þó gerð um sorpflutningabifreið Ö-6615, sem heimilaö er ein ferð á dag um aöalhliö flugvallar. Stjórn Sorpeyðingarstöðvar- innar getur ekki fallist á þessi fyrirmæli og bendir í því sam- bandi á ákvæöi samnings milli stöðvarinnar og varnarliðsins, sem staðfestur var af varnar- máladeild, um aögang að Sorp- eyðingarstöðinni. Heyrst hefur að hér sé um að ræða geðþóttaákvörðun for- manns varnarmáladeildar, án þess að tala við einn eða neinn sem þetta mál varðar. Talað er um „smygl-línu", en það furðu- Fiskiðjan hf.: Endurhönnun á mengunarvarnarbúnaði Eins og fram kom í blaðinu blaðinu stóö til aö gera tilraun hjá Fisklðjunni hf. með sjókæl- ingu á reyknum frá verksmiðj- unni, en tilraun þessi er í fram- haldi af þeirri staðreynd, að mengunarvarnir þær sem setja átti upp í verksmiðjunni höfðu reynst rangt hannaðar frá upp- hafi. Nú hefur þessi tilraun fariö fram og samkvæmt upplýsing- um Gunnars Ólafssonar hjá Smygl í Mávinum i Þegar flutningaskipið Mávur- inn var hér f síðustu viku f und-ust við tollskoöun f sklpinu 80 flösk- ur af sterku vfni og 30 flöskur af bjór. Fiskiðjunni, kom þetta ekki eins vel út og áætlað hafði verið í upp- hafi, en engu að síður er nú unnið að því að lagfæra það sem miður fór og er því vonast til að Framh. á 7. sfðu legt er, aö bílar sem fara fullir inn en koma tómirtil baka, geti verið eins konar „smygl-lína". Skiljan- legra væri það ef þetta væri öfugt. Er furöulegt aö fólk skuli ekki geta losað sig viö rusl allan þann tfma sem unnið er f stöðinni, og er þaö skýlaus krafa Suðurnesja- búa aö Hafnahliðiö veröi alveg opnað og hliöinu innan vallar lokað og VL verði gert að keyra sínu rusli út fyrir og f stöðina. Fundur stóð yfir um þetta mál þegar blaðið fór í prentun, og veröur sagt frá þvf f næsta blaði. Vinabæjamóf í Keflavík Dagana 25.-30. júní verður haldið vinabæjamót fyrir ungl- inga á aldrinum 14-17 ára. Verð- ur að þessu sinni keppt í sundi og júdó. Þátttakendur eru frá vinabæj- um Keflavíkur á Norðurlöndum, Kerava í Finnlandi, Trollhattan í Svíþjóð, Kristiansand í Noregi og Hjörring í Danmörku. 6 stúlkur og 6 drengir koma frá hverju landi auk þjálfara og fararstjóra. Einnig kemur með hverjum hóp fulltrúi íþróttafélagsins á staðn- um og einn úr bæjarstjórn við- komandi bæjar. Gestirnir munu gista og hafa aöstöðu í Gagnfræðaskólanum í Keflavík, meðan á dvöl þeirra stendur. Margt verður til gam- ans gert fyrir utan sjálfa keppn- irnar. Farið verður skoðunarferð um Keflavík og litið inn í frysti- hús, Hitaveitan í Svartsengi verður heimsótt og farið verður til Þingvalla. Keflvíkingar eru hvattir til að gera vinabæjafólkinu okkardvöl- ina sem eftirminnilegasta og vera þeim hjálþlegir ef á þarf að halda. (þróttabandalag Keflavíkursér um alla framkvæmd heimsókn- arinnar fyrir hönd bæjarfélags- ins. Þess má að lokum geta, að á síöasta ári fóru nokkrir ungling- ar frá okkur til Noregs í sams konar keppni. Næsta ár verður keppt í Kerava í Finnlandi. Keppt er í einni til tveim íþróttagrein- um hverju sinni. Mikil rækjuveiði við Eldey - en djúprækjan alveg brugöist Rækjuveiðar við Eldey hafa gengið mjög vel það sem af er sumrinu. Fyrsti báturinn hóf veiöar 11. mal og nú stunda 8 bátar veiöarnar og leggja þeir allir upp í Sandgerði, en tvær rækjuverksmiðjur vinna þar úr aflanum. Akveöið hefur verið að veiðikvótinn á Eldeyjarsvæöinu verði 600 tonn og hefur veiðin aldrei byrjað þar jafnvel og nú. Þótt aö vel veiðist, þá eru menn samt ekkert of bjartsýnir vegna sölumöguleika, en mikið fram- boö er nú á niðurgreiddri norskri rækju á mörkuðum (Evrópu, sem hefur áhrif á sölumöguleika (s- lendinga og ( raun hefur orðið lækkun á rækjuveröi erlendis undanfarin tvö ár. I fyrra stunduöu nokkrir Kefla- vfkurbátar djúprækjuveiðar úti af Norðurlandi og var aðalveiði- svæöiö við Dornbanka og okkar megin við svokallaða mlölfnu og gáfust þessar veiðar þá all vel. Nú ( vor hafa þessar veiðar hins vegar alveg brugölst, en einn Keflavlkurbátur, Arsæll, hóf þarna veiði, en er nú hættur og farinn á fiskitroll. Nokkur skrif hafa veriö að undanförnu um niðurrif gamalla húsaog hefurfyrirhuguð bygging Sparisjóðs- ins við Tjarnargötu verið títtnefnd í þeim skrifum. Mörgum leikur sjálfsagt forvitni á að vita hvernig sú bygging á að líta út, og birtum viðhérmeð útlitsteikningu af framhlið hússins, sem snýraðTjarnargötu.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.