Víkurfréttir


Víkurfréttir - 25.06.1981, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 25.06.1981, Blaðsíða 6
VÍKUR-fréttir 6 Fimmtudagur 25. júní 1981 Keflavík: Ófremdarástand á sorpgeymslu fyrirtækja Nýlega barst forráöamönnum fyrirtækja í Keflavlk eftirfarandi bréf frá byggingafulltrúa, heil- brigðisfulltrúa og Brunavörnum Suðurnesja: „Til forráöamanna fyrir- tækja í Keflavík. Komið hefur í Ijós að mikið ófremdarástand er á sorp- geymslum fyrirtækja í Keflavík. Samkvæmt brunamálareglu- gerð, heilbrigðisreglugerð og byggingareglugerö, berforráða- mönnum fyrirtækja aö sjá svo um, að fullnægjandi rými sé fyrir sorp og úrgang við fyrirtækin. Einnig segir í reglugerö: „Bann- að er að geyma umbúðir, efnisaf- ganga eöa annaö rusl á lóöum eða inni í húsum. Allt slíkt skal flytja burt daglega, eða geyma í lokuðum ílátum úr járni." Verði ekki ráðin bót á ófull- nægjandi ástandi sorpgeymslu- mála fyrirtækisins innan tveggja mánaöa frá dagsetningu þessa bréfs, má búast við að beitt verði sektarákvæöum þar til úr verður bætt.“ Að sögn Jóhannesar Sigurðs- sonar, eldvarnaeftrilitsmanns, eru þessi mál ekki aðeins í ólestri í Keflavík, heldur á öllum Suður- nesjum, og væri mikill sóðaskap- ur af þessu og byggðarlögun-um til skammar. Mest væri um þaö að rusli væri safnaö saman innan dyra, og væri til lítils aö hafa reglugeröir, ef ekkert væri farið eftir þeim. Einnig byði það hætt- unni heim aö safna rusli utan dyra og hefur marg sinnis verið kveikt í slíku rusli og legiö viö stórtjóni. Þá eru það fyrirtækin sem eyða sjálf sínu rusli með því að kveikja í því utandyra, sem Jó- hannes kvað algjöran molbúa- hátt. Er því beint til fyrirtækja og annarra sem hlut eiga að máli, að þeir taki þessi mál til athugunar. Þetta býður heettunnl helm Rafveita Njarðvíkur: Reikningar ársins 1981 Á fundi rafveitunefndar Njarö- víkur, 20. mai sl„ lágu frammi reikningar rafveitunnar fyrir rekstraráriö 1980 frá löggiltum endurskoöanda. Rafveitustjóri las upp reikningana og útskýröi einstaka liöi hvern fyrir sig og svaraði fyrirspurnum fundar- manna. Niðurstöðutölur rekstrarreikn- ings eru kr. 262.378.893, þar af hagnaöur kr. 11.726.577. Seld raforka brúttó var kr. 337.284.073 og heimtaugagjöld voru kr. 6.399.193. Söluskattur var kr. 49.504.283 og veröjöfnunar- gjald kr. 41.471.071. Að þessum gjöldum f rádregnum var raforku- sala + heimtaugagöld kr. 252.707.852, að viöbættum öðr- um tekjum að upphæö kr. 9.671.041. Rekstrartekjur kr. 262.378.893. Niöurstööutölur efnahags- reiknings eru eigna megin kr. 270.017.434, skuldir um áramót kr. 78.746.264. Eignir jákvæðar kr. 191.271.170. ÁREKSTRAR VIÐ VERK- TAKA HITAVEITUNNAR Á funoinum skýröi rafveitu- stjóri frá þvi að árekstrar hefðu orðið við verktaka Hitaveitunnar, búiö hefði veriö aö leggja há- spennustreng í Innri-Njarövík og ganga frá honum. Hefði verktak- inn tekiö strenginn upp á kafla við nýja dagheimilið án samráös viö rafveituna, og kæröi rafveitu- stjóri verknaðinn til fógeta. ( framhaldi af þessu máli varö samkomulag milli Hitaveitunnar og Rafveitunnar um samvinnu við nýlagnir í framtíðinni. Síðasta blað fyrir sumarfrí kemur út 9. júlí. Hreinn bær Um slöustu mánaðamót var dreift f öll hús f Keflavfk hvatn- ingu til bæjarbúa um aö fegra umhverfi sitt og gera sórstakt átak f hreinsun og snyrtingu bæj- arins, svo sem meö þvf aö hreinsa drasl af lóðum og lend- um og mála og lagfæra hús, girö- ingar o.fl. Til að auðvelda bæjarbúum þátttöku f verkefni þessu sömdu bæjaryfirvöld við Dropann og Kaupfélagiö um 10% afslátt á málningu sem keyptyrði l.til 17. júnf sl. Allan þennan mánuð hefur einnig staðið til boöa sú þjónusta af hálfu bæjarins að fjarlægja ókeypis tilfallandi drasl. - okkur kær Hitt er svo annaö mál, ekki ó- merkara, en þaö eru hin og þessi hús sem eru f niöurníöslu hingaö og þangað um bæinn og viröast vera fáum til gagns en öllum til leiðlnda bænum til óprýöi. Væri nú ekki rétt, aö eigendur þess- ara og f sumum tilfelium mikilla húseigna, athuguðu hvort ekki mætti gera þau þannig úr garði aö þau yrður ekki öllu lengur til stórra lýta á bænum. Þetta er annað atriði sem við munum athuga og birta myndir af. Hér birtast myndir af tveim þessara húsa, en þau eru Duus- gata 5, Gamla búöin, f eigu Kefla- vfkur hf„ og Hraöfrystistöð Keflavíkur (litla milljón), viö Hrannargötu. Hraðfrystiatöð Keflavfkur Þaö er von blaðsins að Keflvfk- ingar hafi tekiö höndum saman og gert bæinn þrifalegan, og munum við ef til vill fylgjast með gangi þessara mála og þá jafn- vel birta myndir af þeim stöðum sem ástæöa þykir til. Hið fuwa stendur við eitt aðal- horn bæjarins, Vesturbraut og Duusgötu, en hitt stendur upp af höfninni. Bæöi þessi hús eiga þaö sameiginlegt aö vera lítil prýöi fyrir alla aöila, enda mjög hrörleg útlits. Húsmæðra- orlof að Laugarvatni Dagana 13.-19. júlí n.k. gengst Orlofsnefnd Keflavíkurfyrir hús- mæðraviku að Laugarvatni. Undanfarin ár hefur hús- mæðraorlofið verið starfrækt að Gufudal, en nú- var breytt til og fékk nefndin pláss fyrir 10 konur að Laugarvatni. Þar er hægt að fara í gufubað og sund og svo er ýniislegt til skemmtunar á kvöld- in, sem konurnar sjá sjálfar um, s.s. upplestur, bingó, félagsvist o.fl. Þær konur sem áhuga hafa á orlofsdvöl á Laugarvatni, tilkynni það fyrir 5. júli f síma 1692, 2393, 1486 og 1606.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.