Víkurfréttir


Víkurfréttir - 25.06.1981, Blaðsíða 7

Víkurfréttir - 25.06.1981, Blaðsíða 7
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 25. júní 1981 7 Grasvöllurinn í mikilli niðurníðslu - og slysagildra í þokkabót Þegar fólk kemur inn á íþrótta- svæðiö í Keflavík tekur það fljótt eftir þvi að svæðið hefurstórlega látið á sjá og er það í mikilli nið- urniðslu, já, svo mikilli, að til háborinnar skammar er fyrir alla þá sem eiga þar hlut að máli. Á grasvallarsvæöinu virðist Knattspyrna Að 6 umferöum loknum í 2. deild eru Keflvíkingar efstir með 10 stig. Töpuðu leik á móti Þrótti Reykjavík 0:2, en unnu Þrótt Neskaupstað 1:0. Sandgerðingar eru í öðru sæti með 8 stig, en hafa leikið einum leik minna en Keflvíkingar þegar þetta er skrifað. Þeir eiga mögu- teika á að skjótast upp i fyrsta sætiö ef þeir vinna leikinn sinn. Víðir og Keflavík léku í Garði m HITAVEITA SUÐURNESJA Þjónustu- síminn er 3536 TRAKTORSGRAFA Tek aö mér alla almenna gröfuvinnu. Slguröur Jónsson Síml 7279 fbúð óskast til leigu i Keflavík eða Njarðvík, helst 3ja herbergja. Uppl. í síma 3170 eftir kl. 19. Sumardvöl I sveit Get tekið fjögur börn til sumar- dvalar á aldrinum 5-9 ára. Uppl. í sima 95-4325. Kvlkmyndalelga Leigi út 8 mm kvikmyndafilmur bæði þöglar og tónmyndir. Einn- '9 sýningarvélar. Tilvalið í barna- afmæliö. Kaupi vel með farnar filmur. Uppl. í síma 3445 alla daga til kl. 22. ökukennsla Æfingatímar Greiðsla aðeins fyrirtekna tíma. Útvega öll kennslugögn. Helgi Jónatansson Vatnsnesvegl 15 - Slmi 3423 16. júní í Bikarkeppni KSÍ. Var það fjörugur og góður leikur sem lauk með sigri Keflvíkinga, 2:0. Fóru því Keflvíkingar í 16 liða úr- slitin, leika þar á móti efsta lið- inu í 1. deild, Víkingi. Fer sá leikur fram 1. júlí n.k. í Keflavík. Njarðvíkingar hafa leikið 4 leiki og eru með 5 .stig. Þeim var dæmdur sigur gegn Þór Þorláks- höfn, þar sem Þór mætti ekki. Gerðu síðan jafntefli við Víði Garði 0:0. Víðir hefur örugga for- ystu ísínum riðli með9stigeftir5 leiki. Keflavíkur- og Njarðvíkur- prestaköll Sóknarpresturinn í Keflavík verður í sumarleyfi út júlí. Á meöan annast sóknarpresturinn í Njarðvík prestþjónustuna. Simi hans er 3480. Guðsþjónustur verða sem hér segir: 28. júli kl. 11 í Keflavíkurkirkju. 5. júlf kl. 11 í Innri-Njarðvíkur- kirkju og kl. 14 í Ytri-Njarövíkur- kirkju. 12. júlí kl. 11 í Keflavíkurkirkju. 26. júlf kl. 11 íKeflavíkurkirkjuog kl. 14 í Ytri-Njarövíkurkirkju. Sr. Þorvaldur Karl Helgason FISKIOJAN Framh. af 1. tlðu þegar endurhönnun er lokið verði sjáanlegt gagn af þessum mengunarvörnum. Ef allt vinnur eins og til stend- ur mun reykur að mestu hverfa en óloftið mun fara eftir fersk- leika hráefnisins. „Þó takist að eyöa 97-98% af lyktinni, mun alltaf finnast einhver ólykt, ef um gamalt hráefni er að ræða," sagði Gunnar að lokum. SJÓMANNADAGURINN Framh. af 9. slðu búnings, en sjómannadansleikur var haldinn f Stapa á laugardags- kvöldiö 13. júní. Tókst sá dans- leikur vel I alla staöi, en þar spil- aði fyrir dansi hljómsveitin Upp- lyfting. -Segja má aö dagskráin hafi öll fariö vel fram, en í sambandi við þessi hátíöarhöld var eitt atriöi athyglisvert, og það er hvers vegna aðeins 3 bátar og flutn- ingaskipiö sem i höfninni var, fiögguðu merkjafánum (signal), en slík flögg gera mikinn svip á höfnina á sjómannadsginn. fátt vera í lagi nema girðingin sem umlykur það. Völlurinn sjálf- ur virðist vera nær ónýtur, allur í skellum hólum og sandpyttum og er engu líkara en að ekki sé hægt að leika á honum knatt- spyrnu. Grindverkið í kringum völlinn sjálfan er víða laskað og mjög sóðalegt yfir höfuð og hefði bærinn átt að notfæra sér tilboð málningarverslananna í fegrunarvikunni og kaupa málningu með 10%afslætti,tilað mála þaö. Síðast en ekki síst er sá kafli hlaupabrautarinnar sem hafist var handa við að lagfæra í vetur, en þá vantaði ekki framtakssem- ina. Jú, það var byrjað á að undirbygjja hluta hennar og nú er verkið komiö þaö langt aö þar er nú grjóthaugur en ekki hefur veriö hirt um að setja þar neitt topplag og er þetta sem stendur aðeins stórfelld slysagildra fyrir þá sem taka þátt í kappleikjum, því ekki er nema rúmur metri í grjótið frá línu vallarins. Oft hefur það komið fyrir að leikmenn hafa runnið eða kast- ast út á hlaupabraut, en sem betur fer hefur það ekki skeð síðan þessar stórframkvæmdir hófust. Við skulum vona að bæjaryfir- völd sjái sóma sinn í aö Ijúka þessum framkvæmdum áður en slys hlýst af. Vélsmiðja Ol. Olsen, Njarðvík: Mötuneyti og bætt hreinlætisaðstaða Nýlega var tekið í notkun glæsi legt mötuneyti hjá Vélsmiðju Ol. Olsen í Njarðvík. Þar geta matast milli 35-40 manns. Her- bergi það sem mötuneytiö ernú í var áður kaffistofa sem nú hefur verið innréttuð upp á nýtt og komið þar fyrir eldhúsaðstöðu einnig. Þá var hreinlætisaðstaöa stór- bætt, sem er búnings- og snyrti- herbergi, 35 ferm., en þar verður komiö fyrir 24 skápum. 21 starfsmaöur vinnur nú hjá fyrirtækinu og eru næg verkefni fyrir hendi. Stærstu verkefnin sem nú er unniö að eru breyting- ar á tveimur bátum, smfði nýs bátadekks á Mánatind SU 95, og svo er verið að lengja hvalbak á Hrafni Sveinbjarnarsyni III og smíða á hann nýtt stýrishús. Auk þess eru ýmis smærri verk í gangi. fþrótta- og leikjanámskeið verður haldið fyrir börn og unglinga 6-12 ára. Innritað verður á námskeiðið næstu daga í íþrótta- vallarhúsinu. Í.B.K. Starfskraft vantar til afgreiðslustarfa (vaktavinna). Umsóknir um starfið leggist inn á afgreiðslu blaðsins fyrir 30. júní n.k.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.