Víkurfréttir


Víkurfréttir - 25.06.1981, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 25.06.1981, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 25. júní 1981 VÍKUR-fréttir Starfskraftur óskast til sumarafleysinga á skrifstofu Fríhafnarinnar í þrjá mánuði, frá 1. júlí. Umsóknareyðublöð liggja frammi Fríhöfnln Konur, Keflavík Húsmæðraorlof Keflavíkur verður að Laugarvatni dagana 13.-19. júlí n.k. Þátttaka tilkynnist fyrir 5. júlí í síma 1692, 2393, 1486 og 1606. Orlofsnefnd Keflavíkur Til sölu 3ja herbergja íbúðir í smíðum til sölu ífjölbýlishúsi við Fífumóa í Njarðvík. Tilbúið undirtréverk, sam- eign fullfrágengin, málað að utan. Verð aðeins kr. 261.000.00. Traustl Elnarsson, slml 1753 Hitaveita Suðurnesja óskar að ráða járniðnaðarmann, t.d. vélvirkja, til starfa í Svartsengi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem allra fyrst. Umsóknir verða að berast Hitaveitu Suðurnesja, Brekkustíg 36, Njarðvík, eigi síðar en 30. júní. Hltavelta Suöurnesja GOLFTEPPI Verð frá kr. 75,00 pr. ferm. Kaupfélag Suðurnesja Járn & Skip Hjól & Vagnar færa út kvíarnar Opna verslun í Keflavík Mikil sala hefur verið á reið- hjólum að undanförnu, sem bendir til þess að augu fólks séu að opnast fyrir þvl að nauösyn sé á hollri hreyfingu og útivist. Meðal þeirra fyrirtækja sem flytja inn reiðhjól, er Hjól & Vagn- ar I Reykjavfk, en það hefur nú fært út kvíarnar og opnað versl- un að Hafnargötu 54 í Keflavlk. Verslunin hefur á boðstólum belglsku reiðhjólin SUPERIA og amerlsku reiðhjólin AMF. Er hér um að ræða kven-, karla- og barnareiðhjól, bæði meö gfrum og án þeirra. Einnig eru á boð- stólum barnavagnar, kerrur o.fl. Viögerða- og varahlutaþjónusta er á staðnum. Verslunin var opnuð 16. júní, og að sögn Ernu Ólafsdóttur, af- greiöslustúlku, hefur verið mikið að gera og t.d. seldust öll kven- hjólin upp fyrsta daginn. Er Helguvíkin skipulagshneyksli? Aö undanförnu hafa átt sér stað miklar umræöur um bygg- ingu á olíutönkum I Helguvík. Þó umræöur þessar hafi mjög dvlnaö upp á sfðkastiö þá stóðu þær aðallega um þaö, hve mikiö tankarými þarna ætti að byggja, en staöarvaliö varð frekar út- undan. Enda fóru þessar um- ræöur eftir þvl hvar I pólitík við- komandi voru. fhaldið og þeirra fylgisveinar, kratar, voru með Helguvík, kommar voru á móti, en frammarar, aö undanskildum Óla Jó., eltu kommana, ef þeir höföu þá einhverja skoðun á málinu. Því fór sem fór, umræðunum má llkja við kött sem fer I kringum heitan eld, aðalatriði málsins, sjálft staöarvalið, gleymdist, sem er furöulegt nema þegar hugsaðerútfrápóli- tlkinni. Ef menn hugsa rökrétt um máliö alla leið ofan I kjölinn, hljóta þeir fljótlega aö sjá, aö ef olíustöö með fjölda tanka verður byggð I Helguvlkinni, verða há- mark 20 ár þangaö til hún veröur orðin fyrir skipulagi Keflavlkur og aftur verður farið aö rífast um staðsetninguna og þvl miður þá orðið of seint að iðrast. Sé þetta skoöað nánar kemur I Ijós, að í dag er langt komiö með byggingarlóöir á öðrum svæöum innan bæjarmarka Keflavlkur og þvi hlýtur þróunin að verða sú, aö næst veröur farið aö byggja á Berginu og þvl styttlst I það aö Helguvlk veröi miödepill I fram- tíðar byggö bæjarins. Þvl er nú spurningin, hvers vegna ekki sé f rekar ráðist I þess- ar framkvæmdir t.d. úti I Ósa- botnum? Eflaust svarar einhver ráðamaðurinn sem les þetta, að þetta sé slík vitleysa að hún sé ekki svaraverð, því ekkert ollu- skip geti lagst aö bryggju I Ósa- botnum. Það má rétt vera og því veröi skipin aö leggjast aö I Helguvík. En það mælir ekkert móti því að dæla olíunni þaðan yf ir I Ósabotna, þar sem tankarn- ir yrðu. Alla vega varð Banda- ríkjamönnum ekki skotaskuld úr því aö dæla ollu á sínum tíma margfalt lengri leið, frá Alaska til Texas. En með dælingu frá Helguvík til Ósabotna yrði alla vega um mun minna tjón að ræða á væntanlegu byggingar- svæöi, heldur en með byggingu ollutanka I Helguvlk. Ef þeir verða byggðir þar, verður það aldrei annað en skipulags- hneyksli núverandi ráðamanna, sem komandi kynslóðir munu aldrei skiljaog eigaán efaeftir að fordæma sem furöuleg vinnu- brögö af lítilli skynsemi. Einn ópólltftkur ÖKUKENNSLA Kenni á Saab, árg. '81, lipran og skemmtilega bifreiö. Tímafjöldi viö hæfi hvers einstaklings. Oku- skóli og öll prófgögn ef óskaöer, ásamt litmyndum. Magnús Þór Helgason Ö-50

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.