Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.07.1981, Qupperneq 6

Víkurfréttir - 09.07.1981, Qupperneq 6
6 Fimmtudagur 9. júlí 1981 VÍKUR-fréttir „Sandgerðisstemming“ ■ l i \ 1 Að koma til Sandgerðis á há- degi, er nánast eins og að koma inn í svefnborg á bjartri sumar- nótt. Tannhjól atvinnulífsins hafa stöðvast og þorpiö „dregur varla andann“. Göturnar auðar, hífukranar, skurögröfur og hrærivélar f hvíldarstöðu. Jafn- vel megin athafnasvæöiö er eins og Ijósmynd. Rétt fyrir klukkan eitt lifnar allt við. Á einu augnabiiki eru allir komnir á fartinn, ungir sem aldn- ir. Á reiðhjólum, vörubflum og kraftmiklum drekum. Flestir á leið til vinnu niður að höfn, upp að nýbyggingum eða inn ífrysti- húsin, sem reyndar er ef til vill ekki mjög freistandi ísólskininu. Niðri við höfn hittum við sjó- mann sem var að koma að landi með 400 kíló. Sagðist hann hafa farið einn túr á net, væri annars við humarveiðar. Ekki vildi hann meina að gæftir væru góðar. Síöan hoppaði hann niður í bátinn og breiddi segl yfir fisk- inn. Fyrir utan eitt frystihúsið þrjóskuöust nokkur ungmenni við að fara til vinnu. Höfðu gleymt sér í einhverju minni hátt- ar þrasi. Einn gusaði vatni úrfötu yfir félaga sína. Annar varði sig með kraftmikilli vatnsslöngu. Þá kom verkstjórinn, brýndi raust- ina og gaf nokkrar vel valdar skipanir. Þrasiö leystist upp og hópurinn þyrptist inn um þröng- ar dyr frystihússins. Göturnar voru nú iðandi af mannlífi. Konur gengu með kerr- ur og vagna í átt til kaupfélags- ins. Nokkur börn hjóluðu hingaö og þangaö, prjónuðu, gáfu í og léku allra handa kúnstir. Einn drengur bisaði viö að draga hund í bandi, en hundurinn streittist á Texti og myndir: Einar Páll móti af ölluafli. Milli þessaðtoga og pústa sagði drengurinn við „Lubba", að hann yrði að koma heim. Sagði hann „að hundur- inn væri búinn að vera eitthvað skrítinn síðan hann lenti í hunda- fangelsinu". Upp við nýbyggingarnar tóku hífukranar og hrærivélar að hreyfast. Tveir fílhraustir múrar- ar voru við járnabindingar. Tannhjól atvinnulífsins voru komin í gang á nýjan leik. Við lögðum því leið okkar niður að höfn og tókum Jón Júlíusson tati .... „Fólk hefur gert s í umhverfismáluiri - Spjallaö viö Jón Karl Ólafsson, sveitarstjó' Sveitarstjórann, Jón Karl Ól- afsson, hittum við á hreppsskrif- stofunni. Reyndar tók það nokk- urn tíma að hafa upp á honum, enda virtist hann eiga annrikt. Við byrjuðum á því að spyrja hann hversu margir íbúar væru í Sandgerði. „Ætli það séu ekki um 1100 íbúar. Annars fer núna fram end- urskoðun á fólksgjölda og ég reikna meö aö þeir séu heldur fleiri. Hérermikil hreyfingáfólki, t.d. fólki sem kemur til vinnu í skamman tíma. Hins vegarfjölg- ar fólki, þó sú fjölgun sé fremur hæg.“ Þá spuröum við hvort ekki væri mikiö byggt, enda fer slíkt ekki framhjá neinum sem kemur til Sandgeröis. Sagði Jón að fjör- kippur hafi komið í byggingar frá og með árinu 1973, og að nú væri mikið byggt, bæði af ein- býlishúsum sem og að mörg fyrirtæki væru að byggja. Sagði Jón ennfremur, að sveitarfélagiö væri að byggja söluíbúöir meö þátttöku Húsnæðismálastofn- unar. Er hér um að ræða 6 íbúðir, þar af verða 5 seldar og ein leigð. Þessar byggingar eru í samræmi við hið svokallaða sölu- og leigu- íbúðakerfi, og hefur þeim þegar verið ráðstafaö. Því næst spurðum við um fram- kvæmdir á vegum hreppsins. Jón Karl Ólafsson Þessir krakkar eiga heima á Hateignum f Keflavlk. Þau héldu hlutaveltu til styrktar fötluðum og söfnuöu 170 kr. F.v.: Þorsteinn Ing- ólfsson, Sigrún Lfna, Magnúsfna Ellen Sigurðardóttir, Þorsteinn S. Sigurösson, Guðmunda Sigurðardóttir og Steinunn Björk Sigurðar- dóttir. Á myndina vantar Svanhildi Ingólfsdóttur. j| •!

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.