Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.07.1981, Blaðsíða 7

Víkurfréttir - 09.07.1981, Blaðsíða 7
VÍKUR-fréttlr Fimmtudagur 9. júli 1981 tórátak u 8 í Sandgerði „( þeim efnum hefurveriðfarið rólega í sakirnar, enda erum við að ná jafnvægi í fjármálunum eftir fyrri framkvæmdir. Hins vegar er höfnin það mál sem allt- af er efst á baugi. Þar eru megin framkvæmdirnar. í sumar er t.d. fyrirh ugað að byggja nýja vigt og jafnframt nýtt vigtarhús. Þar að auki verður unnið við dýpkun. Af öðrum verkefnum sem eru í gangi eða er að Ijúka, má nefna (þróttahúsið. Það er nýkomið í gagnið. Svo er nýbúið að steypa upp dagheimili. í sumar er áætl- að að leggja slitlag á um það bil 'k kílómetra. Nú, og svo er búið að kaupa sunadlaug með tveim heit- um pottum. Það er hins vegar ekki ákveðið hvenær haf ist verð- ur handa við að koma heni í gagnið. Þó mun vera mikilláhugi á að koma henni upp fyrir haustið. Þetta verkefni hefur að hluta verið unnið af Lionsfélög- um hér.“ Það er því óhætt aö segja aö ýmislegt sé ,,á prjónunum" hjá þeim í Sandgeröi. Hvað með atvinnulífið? „Fiskvinnslan og sjómennsk- v an eri aðal greinarnar hér,“ segir Jón og bætir við „því miður". Taldi hann að mjög skorti á að þaö væri fullnægjandi. „Hér vantar iðnað, einhvern smáiðn- að. Sérstaklega fyrir það fólk sem kýs að vinna ekki f fiski. Þar væri æskilegt að sveitarfélagið stuölaöi að þvf aö koma slíku á fót.“ Þá spurðum við hvernig heilsu- gæslan væri. „Hér er útibú frá Heilsugæslustöð Suðurnesja, eða á að heita svo. Persónulega er ég óánægður með þá skipan. Þetta útibú býr við mjög slæman húsakost. Hingað kemur læknir fjórum sinnum í viku, klukkutíma á dag. Síðan er hjúkrunarkona einn dag í viku. Þetta ástand þarf að batna, einkum ef mið er tekið af fólksfjöldanum." Hvað myndir þú svo vilja segja að lokum? r „ Það er gleðiefni að hér hefur verið unnið stórt átak f umhverf- ismálum. Fólk hefur lagt á sig mikla vinnu í görðum sínum. Það sama er hins vegar ekki hægt að segja um sum fyrirtækin. Við höf- um staöið f þrasi viö þá aðila, og stundum hreinlega í stríði. Nú er fyrirhugað að hreppurinn hreinsi þetta á þeirra kostnað, ef þeir verða ekki við frekari áskorun- ^ um. Ruslið verður nefnilega enn meira áberandi hjá fyrirtækjun- um þegar almenningur hefur hreinsað kringum hús sín. Þá veröur þetta rusl ennþá meira áberandi." Við svo búið kvöddum við Jón og Sandgeröi líka. málið í góða veðrinu! 3málningartegundir á steinveggi úti: HRAUN SENDIN AKRÝLPLASTMÁLNING 3 málningartegundir til að full- nægja öllum aðstæðum, sem upp geta komið, við málun steinhúsa á íslandi. Heildsala - Smásala diopinn Hafnargötu 80 - Keflavík - Sími 2652

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.