Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.07.1981, Síða 8

Víkurfréttir - 09.07.1981, Síða 8
VÍKUR-fréttir 8 Fimmtudagur 9. júlí 1981 Þessar tvær stúlkur úr Njarövíkum héldu hlutaveltu aö Reykjanesvegi 16 í tilefni af ári fatlaðra, og létu ágóöann, 650 kr., renna til Sjálfsbjargar. Stúlkurnar heita Elfa Hrund Guttormsdóttir (t.v.) og Anna María Sigurjónsdóttir. Nú fyrir skömmu fór fram hin árlega golfkeppni sveitarstjórnarmanna á Suöurnesjum go aö þessu sinni voru þaö Garömenn sem báru sigur úr býtum. Myndin var tekin þegar Höröur Guömundsson, form. GS, afhendir Stefáni Jónssyni, sveitarstjóra I Garöi, bikarinn, en þetta er I fyrsta sinn sem Geröahreppur sigrar í þessari keppni. Videoþjónusta Hef opnað videoþjónustu fyrir VHS-kerfi. Úrvals myndir. Uppi. í síma 7716. ÚTBOÐ Hitaveita Suðurnesja auglýsir eftir tilboðum í smíði á göngupöllum og stigum fyrir virkjunar- svæðið. Verkið felur í sérforsmíði og heitsinkhúðun á um 100 m2 göngupöllum og tilheyrandi stigum, svo og uppsetningu að hluta til. Útboðsgögn verða afhent frá og með miðvikudeg- inum 8.júlíáVerkfræðistofu Guðmundarog Kristj- áns, Laufásvegi 12, Reykjavík, og skrifstofu Hita- veitu Suðurnesja, Brekkustíg 36, Njarðvík, gegn 500 króna skilatryggingu. Tilboð verða opnuð fimmtudaginn 23. júlí 1981 kl. 14 í skrifstofu Hitaveitu Suðurnesja að Brekkustíg 36, Njarðvík. Þessir drengirheita Þórórlfur Almarsson (t.v.) og Einar Helgason. Þeir héldu hlutaveltu aö Vatnsnesvegi 15 í Keflavík og söfnuðu 440 kr. til styrktar Þroskahjálpar á Suöurnesjum. Hörð samkeppni Að undanförnu hefur hver ný verslunin á fætur annarri skotið upp kollinum við Hafnargötuna. Athygli vekur að þessar nýju verslanir bjóöa allar sömu vörur og annað hvort verslunin á móti eða við hliðina. Skoðum málið nánar. Að Hafrv argötu 54 hefur Hjól og Vagnar opnað reiðhjóla- og barna- vagnaverslun, en hinum megin við götuna nr. 55 er fyrir reið- hjólaverslun og verkstæði. Að Hafnargötu 48 er Videoking með svipaða vöru og Radíóvinnustof- an að Hafnargötu 50, í næsta húsi. Hábær, Hafnargötu 49 og R.Ó.-búðin, Hafnargötu 44, standa andspænis hvor annarri og bjóða báðar svipaða vöru. Aðeins neðareru barnafataversl- anir sín hvorum megin við göt- una, þannig að segja má að sam- keppnin sé í hávegum höfð við Hafnargötuna og ekki nema gott eitt um það að segja. Söluaðilar minningar- korta Blaðinu hefur borist ósk um að birta lista yfir þá aðila sem hafa með sölu minningarkorta að gera hér í Keflavík og Njarð- víkum. Víkur-fréttir biður þá sem hafa meö sölu kortanna að gera, aö hafa samband við blaðið í síma 1760, svo hægt verði að verða við þessari ósk. Nýtt félags- merki UMFN Laugardaginn 27. júní sl. var haldinn auka-aöalfundur hjá Ungmennafélagi Njarðvíkur. Dagskrá fundarins var samþykkt nýs félagsmerkis, og var með- fylgjandi merki samþykkt sam- hljóða. Litir merkisins eru gulur rammi í kring, blár grunnur, N-ið gult með rauðum borða. Merkið er teiknað af Áka Granz. VINABÆJAMÓTIÐ Framh. af baksiðu 6 piltar í júdó. Árangur var mjög góður í sumum greinum, en heildarúrslit urðu sem hér segir: SUND 1. Trollhattan ............. 5 2. Hjörring ................ 4 3. Kristiansand ............ 3 4. Keflavík ................ 2 5. Kerava .................. 1 JÚDÓ 1. Kristiansand ............ 5 2. Keflavík................. 4 3. Trollhattan ............. 3 4. Hjörring ................ 2 5. Kerava................... 1 SAMTALS 1.-2. Kristiansand ......... 8 1.-2. Trollhattan .......... 8 3.-4. Keflavík ............. 6 3.-4. Hjörring ............. 6 5. Kerava................ 2 Heimsókn þessi tókst mjög vel og það voru ánægðir unglingar sem fóru héðan heimleiöis að kvöldi 30. júní. Helgi Hólm

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.